Laugardagur, 1. september 2007
ÞÆR ERU AÐ YFIRTAKA HEIMINN..
..eins og ég hef margoft haldið fram, köngulærnar sko. Ég blogga reglulega um þessa köngulóarfóbíu sem ég er haldin og fær mig til að gera undarlegustu hluti. Eins og að hoppa út um glugga, stökkva hæð mína, standa og garga hjálparvana, læsa mig inni, úti og gráta eins og líf mitt hafi verið slegið stórkostlegum harmi.
Ég hef líka marg talað um að ég þori ekki að drepa þær eða reyna það, að því ég er nánast viss um að þær muni koma, í skjóli nætur og hefna sín, skríða á mér, þar sem ég ligg varnarlaus í rúminu mínu og þær munu að sjálfsögðu ekki komar einar, ónei, þær munu koma í fylgd allra stóru og feitu ættingjanna og vinanna.
Nú eru þær farnar að færa sig upp á skaftið. Í Texas hafa þeir fundið risastóran köngulóarvef sem er allt að 190 metra breiður. Það er verið að leiða að því líkum að köngulóahópur hafi unnið saman að gerð vefsins. Ekki láta ykkur detta í hug að köngulær séu bara hlaupandi fífl á 500 fótum. Ónei, þær eru með samráð, samvinnu og mjög skýr markmið.
Þær ætla að yfirtaka heiminn og við.. við manneskjurnar erum sunnudagsmaturinn.
Krípístöff!
Ænó
Risavefur í Texas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spil og leikir, Vefurinn, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 2986901
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
haha.. gaman að því þegar við hugsum eins jenný mín. Doddi bloggaði við þessa frétt um kóngulóarfóbíu sína ásamt öðrum fóbíum. Kommentið mitt til hans var eitthvað á þessa leið: vúhúhú... they have arrived... they will take over the world....
ég sé fyrir mér einhverja giant kónguló sem hefur spunnið þennan vef. Þeir hafa bara ekki fundið kóngulóna ennþá
Jóna Á. Gísladóttir, 1.9.2007 kl. 12:14
Alveg trúi ég öllu upp á þessi kvikindi!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.9.2007 kl. 12:23
Stelpur mínar ... það er langbezt að taka bara geðlyfin sín í svona krísum. Hefur svínvirkað á Bleika fíla - allavega hingað til.
Gísli Hjálmar , 1.9.2007 kl. 12:26
Ég hef framkvæmd ýmis undur nálægt þessum kvikindum (á mínum yngri árum) svo sem stökkva heilan meter án atrennu sitjandi. En ég hef aðeins róast með árunum og er komin á það stig að geta drepið þær. Þarf að vísu lágmark hálfa eldhúsrúllu til að taka þær í og kremja, en... what ever does the trick.
krossgata, 1.9.2007 kl. 12:28
Barnsfaðir nr. 1 er haldinn sjúklegri kóngulóarfóbíu. Það fyndna er að ég komst að þessu þegar við sátum í rólegheitum að horfa á sjónvarpið eitt kvöld. Ég gleymi aldrei huglægu myndinni af nær tveggja metra háum manni stökkva upp í sófa og skima í skelfingu eftir hærri stað. Ég hló svo mikið að ég ætlaði varla að geta sótt krukku undir kvikindið til að henda því út, en tókst það þó með herkjum. Honum var ekki skemmt Maya mín hefur erft þessa fóbíu þótt hún hafi lítið verið nálægt manninum um ævina. Þið væruð góðar saman ...með Jónu.
Laufey Ólafsdóttir, 1.9.2007 kl. 12:42
ég trúi líka öllu upp á þessi kvikindi!!
Huld S. Ringsted, 1.9.2007 kl. 12:43
Krossgata. Þú ert svo yndislega lúmskt fyndin. hvernig stekkur maður meter sitjandi. hahahahaa.
Ekki skrýtið þó Laufey hafi farið í keng af hlátri yfir 2ja metra manninum
Ég ryksugaði eina kónguló úr glugganum hjá mér áðan ásamt vef og fór svo og ryksugaði mottu og fleira svo ég myndi örugglega kæfa hana í ryksugunni. Vildi síður að hún skriði út aftur í hefndarhug.
Jóna Á. Gísladóttir, 1.9.2007 kl. 13:00
They're coming to take me away..ha ha..
Áddni, 1.9.2007 kl. 13:49
Jenný - ég er alveg við það að erfa fóbíuna þína eftir allar þessar köngulóarfærslur þínar. Svo ertu lofthrædd líka, er það ekki? Eigum við kannski að fara saman í meðferð???
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 13:50
Ohh, það sem þið veimiltíturnar þurfið að gera er að fara á suðrænar slóðir og upplifa ALVÖRU köngulær. Þá hættið þið að vera hræddar við þær íslensku og sjáið að þær eru bara grín.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 1.9.2007 kl. 13:58
Jóna veit ekki alveg hvernig maður hoppar svona langt sitjandi, en þarna sat ég í grasinu á góðri stund þegar kóngulóarkvikindið skreið yfir lærið á mér, ég öskraði og þarna sat ég allt í einu heilum metra a.m.k. til hægri við staðinn sem ég sat á áður. Fólkið sem var þarna í útilegu með mér var algerlega steini lostið og vildi fá endurtekningu á skemmtiatriðinu. En það kom ekki til greina af minni hálfu að setjast aftur í grasið.
krossgata, 1.9.2007 kl. 14:00
Ég hló upphátt þegar ég sá Krossgötu fyrir mér færast til með örskotshraða, án atrennu og án þess að standa upp. Öll lögmál aðdráttarafls, möguleikar mannslíkamans og allt það voru brotin þarna ... vá, hefði viljað vera á staðnum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.9.2007 kl. 15:22
Þessi fréttamynd mynnir mig á svínastíu á Jótlandi þar er ég var stödd endur fyrir löngu, þar var allt grátt í kóngulóarvef sem maður lét altaf vera því kosturinn var sá stían var algerlega laus við flugur.
Ég veit sem er að kóngulær eru ekkert aðlaðandi þær eru afar grimmar og eins gott að þær eru ekki stærri, þær eru jú litlar, ekki stórar og feitar.
Þær hafa oftsinnis bitið mig sérstaklega útí garði, það er bara smá vont eins og að stinga sig á nál.
Í æsku var mér kennt að kóngulær vísuðu fólki á gróskumikið berjalyng ef þessi orð voru þulin í sífellu..”Kónguló, kónguló vísaðu mér á berjamó” þetta trikk hefur aldrei klikkað ekki enn að minsta kosti.
Fátt er magnaðara en að fylgjast með kóngulónum spinna vef, kraftverki líkast verður til fullkominn vefur á örskömmum tíma. Þetta sjónarspil getur þú reynt næst þegar þú finnur kónguló við vef, þú bara slítur vefinn og eins og skot kemur kellinginn og sýnir spunahæfileika sína. Ekki síður er gaman á að horfa þegar þær éta bráðina, þá oppnast risastór (hlutfallslega svipaður og á skötusel) túlinn á þeim uppá gátt og eru þær fljótar að gleypa fórnarlambið en það er oftast fluga.
Svo er gott að dreyma kóngulær.
Í Drauma ráðniga-bókinni segir:
Kónguló
Dreymi menn kónguló ættu þeir að hafa í huga að þótt eitthvað hafi nýlega mistekist skulu þeir ekki missa móðinn Því þolinmæði þrautir vinnur allar. Skríði kóngulær yfir menn í draumi berast þeim miklir peningar innan tíðar. Drepi menn eina kógulóna verða þeir ánægðir í framtíðinni.
Og um kóngulóarvef segir: Sjái menn kónguló spinna vef eiga eiga þeir von á muklum peningum. Dreymi menn að þeir sópi í burtu kóngulóarvef munu þeirsigra keppinauta sína. Tilv.lýkur
Góðar stundir
Fríða Eyland, 1.9.2007 kl. 15:31
Skammist ykkar bara fyrir þetta drápstal um dýr sem gerir ykkur ekki nokkurn skapaðan hlut. Þær eru meira að segja nytadýr, því þær eta flugur og lýs, og eitthvað sem við viljum síður hafa. Ég er alveg bit á þessari kóngulóa, geitunga, býflugna, járnsmiðs, og músahræðslu í stórum manneskjum.
Lærið bara að takast á við hræðsluna i ykkur elskurnar. Eins og þið mynduð taka á innilokunarkennd og lofthræðslu ef þið vilduð losna við slíkt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2007 kl. 15:40
Sorrí Ásthildur en ég vil drepa allt í skordýraveg
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2007 kl. 16:59
Jenný... þá sleppa köngulærnar. Þær eru ekki skordýr. (Nope.)
Skordýr eru liðskipt, 3 búkhlutar, 6 lappir. Köngulær eru hins vegar áttfætlur.
(og nóg náttúrufræði í bili :-)
Einar Indriðason, 1.9.2007 kl. 18:28
Kóngulær eru krútt...ekkert ógeðslegt við þær. Dreymdi eina um daginn og það ku bara vera fyrir hamingju...
Brynja Hjaltadóttir, 1.9.2007 kl. 23:55
Brynja: Dream on
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.9.2007 kl. 00:04
Heee Jenný þar hefurðu það, eins og Einar segir, þá er önnur flokkun á Lóunum
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.9.2007 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.