Leita í fréttum mbl.is

ENDURSKOÐAÐUR ÞVAGLEGGUR

Það er eflaust að æra óstöðugan að halda áfram að blogga um þetta mál.  En mér er sama.  Að mínu mati framdi Selfosslögreglan alvarlegt mannréttindabrot, þegar hún með valdi setti þvaglegg upp í konuna sem grunuð var um ölvunarakstur.

Þetta mál hefur ekkert að gera með skoðanir almennt um ölvunar- og hrottaakstur.  Auðvitað er slíkt gjörsamlega ólíðandi og á þeim málum á að taka.  En að ganga á mannhelgi fólks, ganga fram með ofbeldi og nauðung á ekki að eiga sér stað í siðmenntuðu ríki.

Það furðulega er að margir virðast setja sama sem merki á milli þess að taka á ölvun undir stýri og að beita þeim aðferðum sem Selfosslöggan beitti.  Að það sé réttlætanlegt að ganga svona langt í því skyni að "upplýsa" brot.  Ég spyr; er í lagi með fólk? 

Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild H.Í. segir að konan sem fyrir gjörðinni var, geti fengið endurskoðun á máli sínu hjá dómstólum.  Um það má lesa nánar í viðtengdri frétt. 

Mikið skelfing vona ég að þessu máli verði fylgt eftir.  Ég vil engri manneskju svo illt að vera tekin með valdi af lögreglu og "heilbrigðisstarfsmönnum" eins og gert var í þessu tilviki.


mbl.is Mögulegt að endurskoða þvagleggsmálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ömurlegt mál.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 13:21

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vont mál frá öllum hliðum séð. Vonandi verður þetta til að svona aðgerðir verði endurskoðaðar og leið fundin sem niðurlægir fórnarlambið ekki svona.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.8.2007 kl. 13:23

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, en samt hvarflar að manni aðfarir lögreglunnar t.d. þegar grunaða fíkniefna smyglara er um að ræða. Kannski ekki alveg sambærilegt, en hvoru tveggja hættuleg athæfi. En þá er ekki hægt að neita að leyfa rannsóknir t.d. innvortis eða myndatökur. Sama þó að sá grunaði sé saklaus eður ei. Mér finnst forkastanlegt að framkvæma svona á þennan hátt, þ.e. þvagleggsmálið, þegar ljóst er að hægt hefði verið að leyfa konunni að sofa úr sér vímuna og taka þá sýni frá henni þegar af henni var runnið. Huxihuxihux.....

Bjarndís Helena Mitchell, 29.8.2007 kl. 13:25

4 Smámynd: Daði Einarsson

Bjarndís í öllum þessum tilvikum sem þú nefnir (leit á grunuðum fíkniefnasmyglurum) er nauðsyn, eftir því sem ég best veit, að leita eftir úrskurði dómara sem ætti að vera lítið mál. Þá eru lögreglumenn að framkvæma úrskurð dómara, svipað og þegar t.d. um húsleit er að ræða. Í öllum tilvikum um þvingunaraðgerð að ræða. Með því tryggir lögreglan jafnframt að ekki sé vafi um að sönnunargögn hafi verið tekin með löglegum hætti.

Daði Einarsson, 29.8.2007 kl. 14:01

5 Smámynd: Sigurjón

Athugið líka það, að þegar gerð er líkamsleit á ykkur, hafið þið rétt til að hafa lögfræðing viðstaddan.  Það er m.ö.o. litið á þetta sem yfirheyrzlu.

Sigurjón, 29.8.2007 kl. 14:24

6 identicon

Mér finnst ekkert rangt við þetta. ef þú framkvæmir glæpinn verður þú að taka afleiðingunum. ef þetta hefði verið karlmaður hefði fólk ekki kippt sér upp við þetta. er hún í meiri rétti vegna þess að hún er kona?

Helena (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 14:45

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Helena; það er nákvæmlega jafn slæmt ef það væri karlmaður sem ætti í hlut.  Ef þetta hefur verið gert við karlmann (eins og mér skilst að hafi verið gert) þá finnst mér sorglegt að þeir skulu ekki hafa kært það.

Hvernig dettur þér það í hug að það skipti máli hvort kynið það er sem fyrir þessu verður? 

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 14:50

8 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

ég fékk klígju við að heyra þessa frétt, mér fannst þetta vera nauðgun af versta tagi, og heyra menn afsaka gjörðir sínar, þvagið skilar sér alltaf, og þetta var algjör óþarfa aðgerð. ég sé að sumir halda að þetta sé bara ef um kvennmenn sé að ræða, það er sama hvort kynið er þetta eru naugungar aðgerðir sem á ekki að framkvæma, og síst af öllu inni í fangaklefa.

Helga Auðunsdóttir, 29.8.2007 kl. 15:59

9 identicon

Hvernig er hægt að vorkenna konunni, sem var að reyna eitt - að komast undan refsingu. Ef þið ættuð barnið sem hún hefði hugsanlega keyrt yfir ef hún hefði ekki keyrt bílinn útaf! Væruð þið svona samúðafull! Þetta var mjög yfirvegað hjá henni, hún sagði að hún hafði drukkið helling eftir að hún keyrði út af, því dugir ekki blóðprufa ein og sér, heldur verður að rannsaka þvagið til að hægt sé að meta hvenær hún innbirti Brennivínið. Þess vegna setti hún upp þetta scene sem þið eruð núna þáttakendur í! Mikilvæga í málinu er, að þetta er gert jafnt við karla og konur og að mínu mati eiga þeir sem keyra ölvaðir sé ekki miklar málsbætur

Agnar (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 18:47

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er nauðgun.  Og þetta bla bla um hvað um barnið sem hún hugsanlega hefði keyrt á, kemur málinu ekkert við. 

Hugsanlega verður þetta til þess að lögreglan situr eftir með sárt ennið og konan heldur bílprófinu, vegna þessara harkalegu aðgerða.  Hvað um öll börnin sem hún keyrir örugglega á þá ?  Það er einfaldlega ekki hægt að setja málin svona upp. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2007 kl. 19:37

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Ásthildur, þá má líka segja að í þjóðaröryggisskyni megi pynta fólk. Og síðan má finna nýjar og nýjar réttlætingar fyrir ofbeldi og kúgun alveg endalaust.  Þetta er sins og þegar fólk í lýðræðisríkjum vill "góðan einræðisherra".  Jafn hálvitalegt í raun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 19:46

12 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Helena: þetta eru engar fyrirsjáanlegar afleiðingar. Löggan hefur ENGAN rétt til að gera þetta.

Agnar: það skiptir ekki máli hvað konan gerði. Það er ekki löggunnar að dæma, og heldur ekki að refsa. Hún er saklaus þar til hún er dæmd sek fyrir dómstólum.

Það er ekki hægt að leyfa framkvæmdavaldinu að gera svona hluti. Við höfum einfaldlega ekki ráð á því að verða þriðjaheims alræðisríki, sem við yrðum ÓHJÁKVÆMILEGA ef við leyfum því að vaða uppi með skítuga skóna hvert sem er. 

Elías Halldór Ágústsson, 30.8.2007 kl. 09:00

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr Elías.  Af hverju á fólk svona erfitt með að skilja svona einfaldan hlut?

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2007 kl. 09:14

14 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Vegna þess að það skilur ekki grundvallarmannréttindi. Eigum við, Íslendingar á 21. öld, að njóta síðri mannréttinda en íslendingar á 12. öld gerðu?

Ég kenni Dönum um. 

Elías Halldór Ágústsson, 30.8.2007 kl. 09:38

15 identicon

Meira vælið í ykkur. Ég vona að þið séuð ekki að hvetja þá hegðun að maður keyri ölvaður, fyrst þið viljið að fólk geti komist hjá refsingu. Ef þvagprufa hefði ekki verið tekið þá hefði hún sloppið, það hafa fallið dómar, efinn væri metið henni til hagsbóta. Hún ásamt því hótaði lögreglumönnum og starfsfólkinu líkamsmeiðingum, einnig fjölskyldum þeirra.

 Það verður að hafa afleiðingar að keyra fullur! Ef ekki þá munu þeir sem það sýnast keyra fullir. Hún hefði vel getað gefið þvagprufu vandalaust, hún fékk val, hvað var hægt að gera betur en það?

Agnar (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 11:01

16 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Enn sem áður, engin rök, bara þokukennt væl um "afleiðingar".

Þið sem eruð fylgjendur þvagleggsins eruð allir idjótar; enginn ykkar hefur nokkurn tímann komið með rök fyrir honum, enda kann enginn ykkar eitt eða neitt um samfélagsmál, lögfræði er algerlega lokuð bók fyrir ykkur, heilbrigð skynsemi er ykkur jafn fjarri og Alpha Centauri, manngæska er ekki til, virðing fyrir mannréttindum er engin, rökfimi á við hjá fimm ára barni, almenn þekking myndi varða falli á grunnskólaprófi og íslenskukunnáttan verri en hjá flestum nýbúum sem ég þekki.

Ég efast ekki um að þessi kona sé hið versta illfygli og fól og mér finnst ekkert ólíklegt að hún sé samviskulaus níðingur sem aki full upp á hvern einasta dag, enda er ég haldinn miklum fordómum gagnvart fólki sem minnst er á í fjölmiðlum án þess að vera nafngreint.

Þetta skiptir hins vegar engu máli í þessu máli. Það sem skiptir máli er að hún, sem manneskja, á rétt til lífs án ólögmæts inngrips framkvæmdavaldsins inn í sinn líkama.

Þið skiljið ekki að ekki bara hefur lögreglan ekki leyfi til að gera þetta, heldur er ekki einu sinni hægt að veita henni leyfi til þess með lögum.

Einu sinni sat stjórn í Þýskalandi sem hélt að hægt væri að gefa framkvæmdavaldinu leyfi yfir líkömum og lífi annarra. Þegar loks tókst að koma þeirri stjórn frá völdum voru allir þeir sem höfðu unnið fyrir hana leiddir fyrir rétt fyrir glæpi gegn mannkyninu. Það var gert í nafni þessara sömu réttinda.

Ég er ekki að halda því fram að Selfosslögreglan hafi beinlínis gerst sek um glæp gegn mannkyninu, en það er ekki langt frá því. Mér finnst ekki ólíklegt að góður lögfræðingur gæti einmitt snúið málinu þannig.

Elías Halldór Ágústsson, 4.9.2007 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband