Leita í fréttum mbl.is

MORGUNBLOGG

1

Hm.. góðan daginn, ég er vöknuð og er ófyrirgefanlega hress.  Það er af því ég er svo ánægð með veðrið.  Það er votveður.  Geitungar eru ekki á sveimi í rigningu, er það nokkuð? 

Ég ætla að blogga þvagleggsframhald á eftir.  Þrátt fyrir að þetta sé að verða löng framhaldssaga.  Ég hef ákveðið að fylgjast með þessu ljóta máli.

Í dag hitti ég litlu fjölskylduna frá London.  Oliver verður knúsaður í kremju, það er á hreinu.

Samkvæmt teljara eru nú 117 dagar til jóla, ekki seinna vænna en að fara að undirbúa jólin.  Tíminn er svo fljótur að líða (okokok smá djók).

Allt er á sínum stað.  Trúboðsbloggarinn Jón Valur er á heiðingjavaktinni og hundskammar þá trúlausu eins og venjulega. 

Castró skrifar grein í málgagnið sitt.  Hann veðjar á Clinton eða Obama.  Nokkuð sprækur karlinn miðað við að hann mun vera dauður. 

Ég er farin í kaffi, kem að vörmu.

Læfissógúdd.

Újehehehe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag. Ég var einmitt að undrast um þig. Njóttu kaffisopans  

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 08:49

2 Smámynd: Elín Arnar

Godan daginn! Læfis gúd jah!  Gód hugmynd med kaffid, étla líka fá mér kaffi. Enjoy yours

Elín Arnar, 29.8.2007 kl. 09:17

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elin; do you spek Engilish?  Merkilegt með fólk sem flýgur yfir ókunn lönd.  Það er ekki talandi á eftir.  Muhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 09:22

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góðan daginn og til lukku með heimsóknina frá Londres, vona að þið njótið í botn öll saman.  Have a nice day !

Ásdís Sigurðardóttir, 29.8.2007 kl. 09:29

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Já ... það er sannarlega gott að allt sé bara eins og það á að vera, Ég var einmitt að skoða bloggið og sá að ég er að fá skammir hjá Jóni Val....en það er bara eins og það á að vera ! Ekkert nýtt þar á ferðinni!

Geitungar eru regnfælnir og deyja allir í einu þegar það kemur rigning....þannig nó mor geitungs....eða þannig..!

Njóttu kaffisins, ég er búin með þrjá sterka og er yfir mig hress alveg!

Sunna Dóra Möller, 29.8.2007 kl. 09:34

6 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Góðan dag mín kæra :)

Koffínaðu þig upp fyrir daginn, nóg að ske hjá þvagleggnum. Muhahahahahahahaha

Eva Þorsteinsdóttir, 29.8.2007 kl. 09:37

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góðan daginn - Til hamingju með heimsóknina frá Londons

Nebbs ég hef aldrei séð geitunga fljúga í rigningu....... ekki býflugur heldur.......

Hvernig kaffi drekkurðu?

Hrönn Sigurðardóttir, 29.8.2007 kl. 09:44

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góðan daginn já nú rignir hann hressilega þá er svo hreint og gott loft úti.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.8.2007 kl. 09:46

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko ég drekk huglægt kaffi stelpur mínar.  Það er vegna þess að ég er með magabólgur.  Í staðinn drekk ég aspartamkók.  Lalalala

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 09:46

10 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Hahaha, góðan daginn skvís. Ég er líka sek um að drekka aspartamkók, en núna er það tebollinn sem blívar. Síja

Bjarndís Helena Mitchell, 29.8.2007 kl. 10:38

11 identicon

Góðann daginn mín kæra Jenný... mikið ofboðslega er þessi strákpjakkur á myndinni mikið krútt   Algjör Ömmudraumur 

Hafðu það gott í dag Jenný mín, og góða skemmtun með fjölskyldunni.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 11:37

12 identicon

Geitungarnir sveima hér fyrir framan gluggann hjá mér nokkrir saman þannig að ég þurfti að loka honum

Kaffiskál

M (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 11:43

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er hér líka, búin að fara með Hönnu Sólina á leikskólann á Suðureyri, hún fékk að vera þar í hálfan mánuð sem mamma hennar ætlar að dvelja hér í viðbót.  Hún var í þessum leikskóla í fyrra í mánuð og var rosalega ánægð, enda er þetta frábær leikskóli.  Síðan setti ég á blað grein sem hefur legið á mér lengi, en fannst að ég yrði að koma þessu á framfæri núna. 

 Og svo sit ég hér og ætla að fara að fá mér einhvern morgunverð.  En aftur til lukku með fjölskylduna þína Jenný mín og eigðu góðan dag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2007 kl. 11:52

14 identicon

Morgunhress líka! - smjúts

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.