Leita í fréttum mbl.is

FYLLERÍ Í DRAUMI

50

Þetta er snúra, gott fólk.

Í nótt dreymdi mig að ég væri dottin í það.  Ég var ekki að gera það endasleppt, heldur teygaði ég vodka beint úr flöskunni bara.  Það er hreint ótrúlega vond upplifun fyrir alka að dreyma að hann sé fallinn.  Marga óvirka alka eins og mig, dreymir svona og ég held að  það sé vegna þess að við hræðumst svo að falla, að úrvinnslan kemur í gegnum drauminn.  Þar sem ég teygaði bölvaðan óþverrann af stút, í minni martröð (því þetta var ekkert annað en argasta martröð), upplifði ég þvílíka angist og skelfingu.  Alveg eins og ég myndi gera í raunveruleikanum, ímynda ég mér. 

Ég ætla ekki að lýsa léttinum sem gagntók mig, þegar ég vaknaði, bláedrú og með góða samvisku.

En á meðan mig dreymdi, hrundi lífið innan í mér og allt var sem fyrr.

Svona draumur er á við góðan AA-fund, svei mér þá.

Ég óska mér þó ekki fleiri martraða af þessari tegund.

Bötæmklínandsóber.

Újebb


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Gæti ekki verið meira ósammála...

Eins og edrúlífið er yndislegt þá alveg hreint frábært að fá að vera full í draumi... 

Aðalheiður Ámundadóttir, 28.8.2007 kl. 08:59

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ææ, skvís, nei svona martraðir eru skelfilegar. Sem betur fer fylgir þessi ekki timburmenn í stíl. Til hamingju með að vera vöknuð

Bjarndís Helena Mitchell, 28.8.2007 kl. 09:00

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svona getur þetta verið misjafn Alla.  Svo margir sem ég hef talað við lýsa þessu eins og ég.  Hehe

Jabb Bjarndís, ég er vöknuð og brakandi edrú og engir timburmenn þrátt fyrir vodkaþambið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 09:02

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sem betur fer fylgja ekki timburmenn draumi um vodkaþamb...eða ólétta í kjölfar eldheits losta í draumi eða  brotinn hendleggur eftir bílveltu í draumi eða....ómælt fitumagn á mjöðmum og maga ásamt vænni undirhöku ef mann dreymir rjómatertukeppni....bara smá svona pæling um hvað við erum heppin. Þú ert heppin Jenný að hanga á snúrinni með svona þvílíkum glans.

Good day darling!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 09:09

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef drukkið mig pissfulla í draumi og það var svo ljúft, engir timburmenn, en ég er reyndar ekki á snúru þó svo ég bragði sjaldan áfengi, hef bara misst listina með árunum.  Eigðu góðan dag ljúfust.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.8.2007 kl. 09:13

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gleymdi að segja ykkur að það að dreyma fillerý er fyrir hláku svo það er spurning hvar hlánar hann í dag??

Ásdís Sigurðardóttir, 28.8.2007 kl. 09:14

7 Smámynd: Ásgerður

Dreymdi oft svipaða drauma þegar ég hætti að reykja,,,,,var alltaf mikið létt þegar ég vaknaði, og áttaði mig á að mér var bara að dreyma hehe

Ásgerður , 28.8.2007 kl. 09:14

8 Smámynd: Ásgerður

Átti að vera " áttaði mig á að mig var bara að dreyma".  Sorry smámunasemina

Ásgerður , 28.8.2007 kl. 09:17

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þekki þetta Ásgerður, þ.e. smámunasemina, þarf oft að leiðrétta sjálfa mig. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 09:22

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

úff ég get ímyndað mér hversu mikið þér hefur létt elskið mitt

Jóna Á. Gísladóttir, 28.8.2007 kl. 09:22

11 Smámynd: Þröstur Unnar

Já "elskið" mitt þú ert heppin að hafa vaknað edrú.

Þröstur Unnar, 28.8.2007 kl. 09:37

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sem betur fer var þetta bara draumur mín kæra.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.8.2007 kl. 09:45

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þröstur; vísindaheimurinn hefði staðið á öndinni hefði ég vaknað í öðru ástandi en edrú, þar sem ég fór allsgáð að sofa addna.

Takk annars þið öll.

Jóna sendi þér póst kjéddling, búin að fá hann?

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 09:47

14 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mig hefur mjög oft dreymt einmitt þær aðstæður sem að ég óttast með að gerist í lífinu og það er svo raunverulegt......en almáttugur hvað ég verð alltaf fegin þegar ég vakna og sé alla í kringum mig og allt er eðlilegt !  Vona að þú eigir góðan dag.....ég er sko byrjuð að þrífa eldhúsið...svona er lífið skemmtilegt....

Sunna Dóra Möller, 28.8.2007 kl. 10:17

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið er gott að þetta var nú bara draumur Jenný mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2007 kl. 11:26

16 Smámynd: Ellý Ármannsdóttir

Að drekka úr flösku í draumi veit á gott og boðar ró.

Ellý Ármannsdóttir, 28.8.2007 kl. 12:04

17 identicon

Þú ert dugleg.  Ég stend með þér

Sigga (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 13:16

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, ég get þá slakað á og tekið því "rólega" Ellý.

Takk annars öll saman.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 13:20

19 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Mig dreymir enn eftir 15 ára reykleysi að ég sé með sígarettu í munni. Það er alveg gasalega gott en ég er svo glöð þegar ég vakna að vera ekki farin að reykja aftur!

Gangi þér vel í edrúmennskunni - hvað ertu búin að vera edrú lengi?

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 28.8.2007 kl. 15:44

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bráðum ár síðan ég kom úr meðferð. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 16:13

21 identicon

Vont að dreyma sig fulla eða dópaða. Það kemur fyrir mig enn svona 1-2 á ári. Mikill er léttirinn að vakna edrú.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 16:26

22 identicon

Ég fæ svona martraðir sem eru þannig að ég er byrjuð að reykja. Það er dásamlegt að komast að því að það gerðist ekki in real life.

Til hamingju með þig - knús  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 18:03

23 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Ég kannast vel við svona drauma.  Fyrstu árin varð mér mjög illt við og hrökk upp með andfælum en fylltist gleði þegar ég fann að ég var enn edrú.  Smátt og smátt jafnaði ég mig á þessu og núna lít ég svo á að æðri máttur sé að minna mig á það hvernig mér leið meðan ég drakk svo að ég megi gæta mín á því að vaka yfir hugarfari mínu og hugsunum í daglegu lífi.

Það einkennir mína drauma að í þeim hef ég alltaf verið að drekka í laumi, smátt og smátt verr og verr, allt frá því að ég fór í meðferð.  Og tilfinningarnar eru alltaf þær sömu:  Botnlaust vonleysi og sjálfsfyrirlitning.  Og þegar ég vakna, þá er ég þakklátur fyrir að fá að vera edrú, skýr í kollinum og í heilu lagi andlega og líkamlega.

Tóbaksreykingar trufla mig ekki.  Ég hætti þegar ég vil hætta og byrja aftur þegar mig langar til þess.  Engin vandamál á þeim bænum.

Hreiðar Eiríksson, 28.8.2007 kl. 20:57

24 Smámynd: Draumar

Það að drekka brennivín í draumi þarf alls ekki að boða slæma hluti, þó þér hafi liðið bölvanlega með það. Hér skiptir þó regin máli hvort dreymandinn eigi við drykkjuvandamál að stríða eða ekki. Sé svo eru mestar líkur á að draumurinn sé að endurspegla tilfinningar eða vandamál dreymandans, en ekki ber þó að horfa fram hjá því að hér gæti verið vísbending til dreymandans um að forðast smjaður eða umtal.

Séu hins vegar engin drykkjuvandamál þekkt getur drykkja boðað jákvæða hluti, mikla gleði og einnig góða vináttu. Það er einnig þekkt að útfrá drykkju í draumi megi spá fyrir um veður og er þá von á hlýnandi veðri og bleytu. Annað sem ber að huga að við slíka drauma er hvort viðkomandi verði drukkinn í draumnum því þá getur draumurinn verið að koma viðvörunum til dreymandans og skipta þá önnur draumtákn máli til að segja fyrir um hvað það er.

Bara smá innlegg til skemmtunar :) og gangi þér allt í haginn Jenny

Draumar, 28.8.2007 kl. 21:39

25 Smámynd: Báran

Fjúff,ég þekki svona drauma, ekki af eigin raun þó en vitni að þvílíku þakklæti þegar vaknað er og uppgötvað að þetta var bara drau..martröð!  Merki um bata , ekki spurning  Bíð spennt eftir afmælisfærslu og mynd af pjéning...

Báran, 28.8.2007 kl. 22:36

26 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Færð bæði afmælisfærslu og mynd af flottum péning Báran.  Takk þið öll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband