Leita í fréttum mbl.is

BLOGG UM KOMMENT OG MIÐUR FAGRA PÓSTA

Suma daga er fólk (lesist karlar í þessu tilviki) meira pirrað en aðra daga. Undanfarnir dagar hafa verið í merki pirrings, í kommentakerfinu mínu.  Ekkert alvarlegt þó, heldur eitthvað skítkast út í persónu mín, málfar og tæknilega notkun á lyklaborði.  Sem sagt ekkert alvarlegt og mér gæti ekki staðið meira á sama.

Það er hægt að losa sig við þessa "nafnlausu", þe þessa óskráðu, sem geta skrifað undir hvaða nafni sem er, en af því ég er svo mikill lýðræðissinni og þar að auki bandrauður vinstri maður, þá hef ég ekki viljað loka á þetta fólk, og eyðileggja möguleikann á að fá komment frá venjulegum gestum og gangandi.  Ég ætla að bíða enn um sinn.

En í dag fékk ég póst.  Ímeil nánar tiltekið.  Hálf nafnlaus var hann og frekar óhuggulegur.  Ég sendi póstinn til Moggans.  Það er eitthvað markaleysi í gangi á netinu sem tíðkast ekki í samskiptum milli manna í raunheimum.  A.m.k. ekki síðast þegar ég gáði.

Sá sem sendi mér póstinn er greinilega stórbilaður trúarofstækismaður sem gefur auðvitað ekki upp nafn sitt.  Þessi kjáni hræðir mig ekki en það er alltaf óhugnanlegt að fá nafnlaus bréf.  Þetta segir mér þó , að eitthvað hef ég komið við kaunin á viðkomandi.

Þangað til næst,

ég er farin í þvottahúsið til að þvo bænamottuna!

Amen og Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Jedúddamía... Jenný mín. Hvurn djöfulinn var hann að vilja? 

Hei þið!! viljið þið bara hundskast til að koma almennilega fram við hana Jennýju þessa gæðasál

og ekkert kjaftæði

Aðalheiður Ámundadóttir, 27.8.2007 kl. 17:12

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Muhahahhaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 17:16

3 Smámynd: Daði Einarsson

Það er þó gott að þetta veslings fólk hafi eitthvað fyrir stafni - þessi litlu grey sem geta aldrei verið málefnaleg.

Jenný um að gera að halda áfram að pirra þessa vitleysinga.

Daði Einarsson, 27.8.2007 kl. 17:19

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, haltu bara áfram að vera þú og pósta því sem þú vilt. Þið hinir sem ekki kunnið mannasiði getið bara sleppt því að lesa og í það minnsta sleppt því að vera með skítkast!!

Bjarndís Helena Mitchell, 27.8.2007 kl. 17:44

5 identicon

Heil og sæl, Jenný Anna og aðrir skrifarar !

Jú, jú kannast við þetta. Alls konar lyddur, og smámenni; eru að gruflast inn í athugasemdakerfin okkar, þess vegna undir fölskum nöfnum, eða þá í nafnleysingja eymdinni.

Eigum ekki, að taka þetta lið alvarlega, en...... víst, getur þetta fólk verið stórlega brenglað, andlega. Höldum okkar striki samt; eins og ekkert hefir, í skorist. 

Mbk. / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 18:12

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr, mínir kæru vinir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 18:19

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég segi það líka, af hverju getur þetta lið ekki bara sleppt því að lesa bloggið, því hlýtur að leiðast alveg hrikalega

Huld S. Ringsted, 27.8.2007 kl. 18:22

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Héðan í frá meiga leiðinlegir asnar og bjánar ekki lesa bloggið hennar Jennýjar nema borga fyrir það   eða  hvað ??

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2007 kl. 18:41

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst svona samt pínu skerí....einhver sendir manni krípí póst! Mér stæði ekki á sama, en ég myndi samt ekki hætta að skrifa eins og ég skrifa eða breyta mér á nokkrun hátt! Baráttukveðjur frá einni sem er í baráttu annars staðar við einmitt fólk sem að hefur fundið sannleikann! Einn fór nú að skipta sér af á minni síðu hverjir mega kommenta og hverjir ekki! Fór bara að stjórnast fyrir mína hönd.........alveg ótrúlegt. Spurning um að ná jarðsambandi og hætta að skipta sér af öðrum *dæs* og *gremj*!

Sunna Dóra Möller, 27.8.2007 kl. 19:16

10 Smámynd: krossgata

Mér finnst alltaf sorglegt þegar trúað fólk missir sig í svona vitleysisgangi.  Mér finnst himnafeðgarnir ekki þurfa á slíku PR að halda.

krossgata, 27.8.2007 kl. 19:34

11 identicon

Krípí nötkeis.Og að vera að kommentera nafnlaus er nógu hallærislegt þó gerpið fari ekki að senda e-mala til manns. Þetta er greinilega einhver vitleysingur. Og að nota trú á svona hátt er eitthvað klikkað. Gott hjá þér að senda mogganum e-malið. Ég er trúuð en læt ekki svona og þannig er um flesta. Þetta er eitthvert nötkeis.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 20:14

12 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Alltaf jafn undrandi fyrir mína hönd og annarra sem virðast geta reitt fólk nóg til reiði til að það komi með ómerkileg, nafnlaus skrif í hvaða birtingarmynd sem við á. Þegar menn reiðast kemur stundum undarlega biluð eða fordómafull hlið fólks fram í dagsljósið. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.8.2007 kl. 20:40

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk ég bara eflist, en verst með að hafa misst af færslunni sem hafði fyrirsögn með mínu nafni og var síðan tekin út.  Hefði viljað upplifa það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 21:41

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Iss hvað ég er reið fyrir þína hönd.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.8.2007 kl. 21:58

15 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það á auðvitað ekki að vera hægt að senda svona umsagnir sem allir geta lesið, án fulls nafns. Það er bara dónaskapur.

Þórbergur Torfason, 27.8.2007 kl. 22:12

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég skil þig ekki Þórbergur?  Ertu að meina að ég megi ekki skrifa að ég hafi fengið nafnlaust bréf?  Sá hinn sami nafnlausi bloggar hér og mun hafa skrifað færslu til mín/um mig og hún var síðan tekin út.  Ég er kannski að misskilja þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 22:51

17 Smámynd: Þórbergur Torfason

Varstu ekki að kvarta yfir því að hafa fengið nafnlaust bréf eða email eða hvað þessi samskiptamáti kallast. Ég les það alla vega úr orðum þínum. Ég segi bara, vinsamlegast skrifið aths. eða þess vegna heilu greinarnar undir nafni. Er hægt að orða þetta skýrar? Já þú ert eitthvað að misskilja mig.

Þórbergur Torfason, 27.8.2007 kl. 23:58

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mig grunaði það Þórbergur.  Stundum eru skelfilega langar í mér leiðslurnar.  Takk fyrir að útskýra samt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband