Leita í fréttum mbl.is

ÞVAGLEGGUR Á ÞINGVÖLLUM?

Selfosslögreglan handótk mann á Þingvöllum sem var grunaður um ölvunarakstur.  Ég ætlaði nú ekki að fara að blogga um svoleiðis tittlingaskít, enda alltaf verið að taka drukkna hálfvita undir stýri og telst ekki til frétta einu sinni.  Því miður.

En í fréttinni er tekið fram að maðurinn hafi verið færður til sýnatöku.  Blóð og þvag tekið.

Það varð mér tilefni til bloggs.

Var þvagleggurinn tekinn á manninn?

Vonvonders!

Úje


mbl.is Ölvaður maður ók á rútu á bílastæði á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Ég ætla að vona ekki.

Garún, 27.8.2007 kl. 14:57

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú ættu þeir að neita hver um annan þveran að láta taka þvagsýni, bara til að meika point.  Svei mér þá.  Er alls ekki að mæla ölvunarakstri bót, get talað mig albrjálaða út af fyllibyttum undir stýri, líka þeim edrú sem keyra eins og m-f. en það er ekki spurning um það heldur hversu langt lögreglan leyfir sér að ganga.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 14:59

3 identicon

Væl er þetta í ykkur. Þessi hefur örugglega veitt þvagsýni á venjulegan hátt og þar af leiðandi sloppið við þvaglegginn. Það hefði konan átt að gera á sínum tíma, þá hefði ekkert vesen orðið.

Við, aðrir ökumenn, erum fórnarlömbin í þessu öllu, ekki fyllibytta sem leggur líf samborgarana í hættu og verður síðan hetja af því að hún er kolvitlaus

Saxi (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 15:12

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

LOL, spurning, en er þetta ekki bara hjá Selfosslöggunni, varla er hún með Þingvallasvæðið?

Bjarndís Helena Mitchell, 27.8.2007 kl. 15:47

5 identicon

jenný telur þú þig merkilega af því að þú kannt að setja caps lock á? eða af því að þú talar eins og lítill smá gelgja.. þú er ekki alveg að "meika" þetta. en ég styð þennan saxa

Halldór Sindri Sveinsson (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 15:51

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hvað er í gangi

Jóna Á. Gísladóttir, 27.8.2007 kl. 16:05

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já mér finnst dásamlegt að hafa þá hérna í kommentakrefinu, réttlætispostulana og mannréttindafrömuðina.  Svo eru þeir svo skemmtilega pirraðir á fyrirsögnunum og málfarinu þe. hvernig ég skrifa, þeir geta náttúrlega ekki vitað að ég er fædd mállaus..  Hvar ertu búin að halda þig Beta mín? *sakn* en diskómyndbandið rúlar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 16:19

8 identicon

Jenný mín - ertu kannski farin að fá haturspósta líka??? - þeir eru greinilega voða pirraðir sumir hér í kommentakerfinu

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 16:20

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já búin að fá haturspóst.  Ég hlýt að vera að gera eitthvað rétt

Beta knúsa álfana.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 16:41

10 identicon

Hvað er fólk ennþá að vorkenna þessari kolkl....konu á selfossi, ég er kona en stið karlkyns bloggarna skil ekki hvers vegna fólk er að vorkenna henni, svona fólk á ekki mína samúð sem þykist vera yfir lög og reglur hafið. það er alveg tími til komin að taka hart á þessum skríl sem er dópað og drukkið og kolvitlaust ættuð frekar að þakka löggunni á Selfossi að taka á þessum skríl.

sola (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 16:51

11 identicon

Bara ykkur fáfróðum til upplýsingar þá er umdæmi "Selfoss" löggunnar öll Árnessýsla, frá Litlu Kaffistofunni, að Þjórsá og langt inn á hálendið

Selfossbúi (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 17:06

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekkert grefur meira undan lögreglu og yfirvöldum en gróf misnotkun þeirra sjálfra á forystuhlutverki sínu.  Þegar vaknar minnsti grunur um að yfirvald hafi farið offari, á að rannsaka það ofan í kjölinn.   Ekki hér á bloggi, spjallrásum eða blöðum heldur af innra eftirliti lögreglunnar.  Það eru allir menn jafnir, og þó sumt fólk hafi fallið fyrir einhverjum fíknum, útskúfar það fólk ekki frá því að njóta þeirra réttinda sem stjórnarskráin á að tryggja öllum mönnum. Þetta hvað ef og slíkt afsakar ekki ofbeldi af þessu tagi. 

Þið skuluð bara líta í eigin barm fólk sem talar svona um annað fólk sem á í erfiðleikum.  Næsta fórnarlamb fíknar gæti orðið barnið þitt, eða annar  náinn fjölskyldumeðlimur.  Það er ekki fyrr en þá að fólk áttar sig á því að hér búa ekki bara tvær þjóðir í einu landi, þ.e. ríkir og fátækir, heldur er líka búið að afskrifa hóp fólk sem manneskjur af því að það hefur lent á refilstigum, misst fótana og þarfnast hjálpar en ekki fordæmingar.

Ég þekki vel til sem móðir fíkils og þá baráttu sem ég hef þurft að ganga í gegn um til að það sé ekki traðkað á mannréttindum hans.  Og í flestum tilvikum var það barátta við einmitt það vald sem þarna situr á bak við borðið. 

Hér þarf faglega úttekt á hvað gera á í vandamálum fólks sem hefur misst sig, en ekki útskúfun og fordæming og fólk sem setur sjálft sig á háan hest eins og farísearir forðum.  Guði ég þakka þér fyrir að ég er ekki eins og þessir ræflar.... eða eitthvað þannig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 17:09

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott hjá þér Ásthildur og orð í tíma töluð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 17:13

14 Smámynd: Daði Einarsson

Alltaf merkilegt hvað fólk er tilbúið að ætla lögreglunni hlutverk dómara og talandi um umrædda konu að hún hafi átt þetta (þvaglegginn) skilið. Eins og ég hef bent nokkrum sinnum á þá var ekki þörf á þessu þar sem löggjafinn hefur séð við þessu með 102. grein umferðarlaga. Auk þess hverskonar mannvonska er það að segja að uppsetning þvagleggs með valdi sé eðlileg aðgerð. Á sama tíma og ekkert réttlætir ölvunarakstur þá er ekkert sem réttlætir ofbeldi lögreglu.

Daði Einarsson, 27.8.2007 kl. 17:16

15 identicon

Eina sem ég get sagt í þessu Þvagleggsmáli!

Akureyri + Hundur + Engin veitt staðreyndir málsins + fljóttfært fólk með internet tengingu = Niðurlæging bloggheima íslands.

Annars hafa læknar staðfesta það nú margoft að þolimæði hefði verið lögregluni besta vopn þar sem allir þurfa nú að pissa að lokum.

Hannes (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 18:18

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hannes: Vóff!

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 18:21

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já samfélagið er vont við fíkla 'Oskar minn, að því leyti að þeim er ýtt út úr mannlegu samfélagi, og fólk sem er ekki þannig, telur sig geta dæmt hvern og einn þeirra niður í skítinn.  Málið er að það glóa gullmolar innan um sorann þarna niðri í ormagryfjunni, gullmolar sem vegna viðkvæmni og veikleika hafa annað hvort leiðst út í þessa vitleysu af ævintýraþrá, eða hreinlega verið plataði til að prufa... hafa orðið örlögunum að bráð, og hver ætlar svo að kasta fyrsta steininum ? Hver ert þú að dæma alla sem þar eru ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 18:42

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko bara að það sé alveg á hreinu þá er ég óvirkur alki og ég vil ekki hafa að það sé talað um alka/fíkla eins og einhver illmenni hér inni.  Þessi sjúkdómur er félagslegur jafnt sem andlegur og líkamlegur og hana nú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 19:56

19 Smámynd: Daði Einarsson

Ég held að ekkert okkar sem höfum talað á einn eða annan hátt gegn þessari aðferð lögreglunar séum að verja þessa konu. Hún var tekin drukkin og á skilið þá refsingu sem lög mæla fyrir um og verður ákveðin af dómstólum. En réttar aðferðir stjórnvalda skipta mig máli. Eins og ég hef komið inn á í pistli sem ég skrifaði á mitt blogg í síðustu viku þá eiga stjórnvöld, þ.á.m. lögreglan, að beita vægasta úrræði sem nær takmarki aðgerðarinnar. Þegar liggur fyrir að það að gefa ekki sýni varðar a.m.k. eins árs ökuréttindamissi skv. 102. grein umferðarlaga, þá er erfitt að réttlæta aðferðir lögreglu í þessu tilviki. Markmiðinu, þ.e. ökuleyfissviptingu, hefði verið náð með að kæra konuna skv 102. grein.

Daði Einarsson, 27.8.2007 kl. 20:15

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Auðvitað eru menn alltaf sjálfum sér verstir í svona málum.  En ég þekki þetta alveg mjög vel, alveg eins og þú.  Og ég þekki ef til vill þá hlið sem þér var hulinn sökum þokuhugsunar.  Ég upplifði vítahringinn þannig, og það var að kalla út í tómið að reyna að fá hjálp.  Meira að segja læknar hér vildu ekkert gera fyrir drenginn minn.  Einu sinni var kært til landlæknis yfir hegðun lækna hér, það eina sem landlæknir gerði var að senda yfirlækninum afrit af kærunni, en þetta var allt unnið eftir hans forskrift.  Þessi maður var einfaldlega afskrifaður.  Og hana nú.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 20:22

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásthildur, róleg, ég var að tala til hans Óskars.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 21:39

22 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Það að líkja þessu þvagleggsmáli við "Lúkasarmálið" sýnir hve alvarlega íslenska menntakerfi hefur brugðist í mannréttindafræðslu þeirri sem Ísland er skuldbundið til að veita í skólum sínum.  Í "Lúkasarmálinu" var fjallað um hund og atburði sem aldrei gerðust.  Í þvagleggsmálinu snýst málið um manneskju og atburð sem gerðist í raunveruleikanum, þ.e. að hún var beitt valdi, þvagleggur þannig settur upp og tekið þvagsýni úr þvagblöðru hennar.  Þetta hefur Sýslumaðurinn á Selfossi staðfest. 

Ásthildur:  Því miður er ekkert "innra eftirlit" starfandi í lögreglunni.  Lögreglan fylgist sjálf með sér og ef hún er kærð, og saksóknari ákveður að láta rannsaka málið, þá felur hann það venjulega lögreglustjóra í nærliggjandi umdæmi. 

Hreiðar Eiríksson, 27.8.2007 kl. 22:23

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ég er dálítið hrædd um það.  Samt svona kviknaði smá von þegar innra eftirlit rannsakaði varðstjóra sem lét lögguna skutla sér út á Keflavíkurvöll með öll ljós blikkandi og á forgangshraða.  En það er ef til vill bara í svoleiðis bráðamálum sem innri rannsóknar er þörf. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 23:16

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jenný mín ég var einmitt að svara honum líka, og ég er alveg róleg

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 23:17

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 23:26

26 Smámynd: Halla Rut

Ásthildur og Daði ,,, þið mælið rétt.

Ég skil ekki af hverju er alltaf verið að blanda þessu hundamáli í þetta. Hér eru staðfestar fréttir á ferð en ekki draugasögur. Sýslumaðurinn hefur komið fram í sjónvarpi og sagt söguna sjálfur og er hún eins og konan segir hana. Eini munurinn er að honum finnst árásin og niðurgyrðingin í lagi en konunni og 99% þjóðarinnar ekki. Hann er auðvitað bara maður sem hefur farið offari með vald sitt og telur sig ofar Guði og mönnum. Númer tvö í himnaröðinni er svo lögregluriddararnir hans. Allir standa þeir saman tilbúnir í næstu slagsmál við réttlætið.

Hreiðar hittir naglann á höfuðið, lögreglan er að passa sig sjálf. Bíddu hvernig er það hægt? Af hverju haldið þið að ríkissaksóknari hafi ekki kært í málinu? 

Halla Rut , 28.8.2007 kl. 00:09

27 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Halla Rut.  Skýringin gæti verið sú að núverandi ríkissaksóknari var áður lögreglustjóri Rannsóknarlögreglu ríkisins sálugu.  Hann hefur því hugsanlega tamið sér sjónarhorn og túlkun lögreglunnar á ýmsum lagaákvæðum.  Þetta get ég auðvitað ekki fullyrt en ýmsar réttarfélagsfræðbækur segja að meðferð lögregluvalds fari oft mjög mikið eftir því hugarfari sem ríkir innan stéttar lögreglumanna og þeirri hefð sem þar ríkir.  Þetta er ástæða þess að ég hef varað mjög við þeirri eftirlitsmyndavéla, valdbeitingar og njósnatilhneigingu sem hefur vaxið í íslenskri lögreglu á undanförnum árum.  Þetta kann að skapa nýtt hugarfar í lögreglunni og nýjar hefðir.  En þetta eru bara hugleiðingar mínar og styðjast ekki við neinar rannsóknir.

Hreiðar Eiríksson, 28.8.2007 kl. 08:23

28 identicon

Anna Ólafsdóttir: Hvernig í ósköpunum tekst þér að sjá haturspósta hér?? Fólk má nú skiptast á skoðunum.

Ásthildur Cesil: Þú ert það sem kallað er á meðferðarstofnunum "meðvirk".

Ásthildur og Hreiðar: Innra eftirlit Lögreglunnar er að svínvirka. Ég þekki til starfa lögreglumanna og veit fyrir víst að þar er tekið hart á öllum brotum þeirra í starfi. Skoðið bara fréttir undanfarinna ára, það eru fjölmargir lögreglumenn sem hafa orðið að víkja úr starfi fyrir hin ýmsu brot. Það fer minna fyrir því í fjölmiðlum þegar lögreglan er borin röngum sökum. Lögreglumenn eru bara fólk eins og við sem er að reyna að vinna vinnuna sína eins vel og það mögulega getur. Og Hreiðar: þú hljómar stundum eins og versta gelgja þegar þú ert með þína gagnrýni. Hefur þú einhverntíma þekkt alvöru lögreglumann af holdi og blóði? Eða hefur þú alla þína þekkingu úr fyrirsögnum DV?

Saxi (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 13:10

29 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Það vill til að ég hef þekkt alvöru lögreglumann af holdi og blóði.  Var sjálfur lögreglumaður í 20 ár og hætti árið 2004.  Þekki því vel hvernig þessum málum er fyrirkomið og hef sjálfur margsinnis rannsakað meint brot lögreglumanna bæði í starfi og utan þess. 

Enginn hefur dregið það í efa að lögreglumenn séu menn eins og aðrir og að reyna að gera eins vel og þeir geta og hafa þekkingu til.  Það gerir þá einfaldlega eins og alla aðra borgara og ef ekki væri þörf einhvers til að taka á brotum lögreglumanna, væri heldur ekki þörf á að hafa lögreglu til að taka á meintum brotum annarra.

Hreiðar Eiríksson, 28.8.2007 kl. 15:24

30 identicon

Þú ættir þá að vita betur heldur en að vera að taka undir þá sleggjudóma sem hafa komið fram í sambandi við þetta mál allt saman, enda ertu fullorðinn maður.

Saxi (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2987276

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband