Leita í fréttum mbl.is

BUBBI DAGSINS

Bubbi

Ég verð að játa að var orðin áhyggjufull í gærkvöldi.  Það var ekki ein einasta "frétt" með Bubba í Mogganum í gær.  Ekki stafur.  Ég sá reyndar í Fréttablaðinu að Bubbi byggir, við eitthvað vatn, einhversstaðar og þar fékk ég líka að vita að það er komið þak á bílskúrinn hjá honum. 

Þetta var sem sagt orðið áhyggjuefni hjá mér í gær, það heyrðist ekki múkk frá manninum, ekkert um veiðar einu sinni.  Svo vaknaði ég og þar var komin þessi líka fréttin.  Það er væntanleg plata frá Bubba, sennilega fyrir jól.  Bubbi hyggst sem sagt, gera plötu.

Ég þekki reyndar þó nokkuð af tónlistarmönnum sem allir hafa hljómplötu í hyggju, sko áður en yfir líkur, en þeir eru svo lélegir PR-menn að ég hugsa að það komist ekki í fjölmiðla fyrr en þeir eru komnir í hljóðver eða eitthvað.  Fruuuuss.

En nú get ég glöð fengið mér morgunmat og kaffi.  Allt er eins og það á að vera.  Bubbi rúlar.  Hann er í fréttunum.

Það er B.O.B.A. - BOMBA

Æmsóexsætid!

Úje


mbl.is Ný plata væntanleg frá Bubba Morthens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var B.O.B.A. sem þýðir BOMBA.  það beitir öllu að það skuli vera komið þak á bílskúrinn hjá Bubba byggir veiðimanni eða stórlaxi  

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 10:12

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Manni léttir auðvitað

Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2007 kl. 10:16

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vá, var næstum búin að gleyma honum 

Ásdís Sigurðardóttir, 25.8.2007 kl. 10:16

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þessi fallegi dagur, þessi fallegi dagur.......lalalala! Góðan dag og eigðu góðan laugardag Jenný og bara allir aðrir rund om landet!

Sunna Dóra Möller, 25.8.2007 kl. 10:26

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2007 kl. 10:28

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, það er kannski ekki við Bubba greyið að sakast, fjölmiðlarnir eru að missa sig ef hann klórar sér í nefinu.

Góðan daginn stelpur mínar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2007 kl. 10:28

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er orðið langt síðan (1980) Benedikt og mikið vatn runnið til sjávar síðan

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2007 kl. 10:37

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2007 kl. 10:55

9 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Góðan daginn.

Bjarndís Helena Mitchell, 25.8.2007 kl. 11:02

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hann er fínn tónlistarmaður Arna, það er ekki hægt að setja út á það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2007 kl. 11:17

11 identicon

Komið þið sæl, öll !

Jenný Anna !!! Má ég, fá smá......... ATHYGLI ? Minni, enn og aftur á Kammersveit Reykjavíkur - Sinfóníuhljómsveit Íslands og Norðurlands - Prag kvartettinn - HESPERION XX, en þeir eru sérhæfðir í flutningi miðaldatónlistar - endurreisnar tónlistar (16.- 17. alda) og Barrokk tónlistar (17. - 18. alda)

Kveðjur, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.