Leita í fréttum mbl.is

AFMÆLISSNÚRA

1

Jæja, enn eitt edrúafmælið orðið að raunveruleika.  Nú er 20. dagur mánaðar í 10. skipti frá því ég kom af Vogi.  Tíu mánaða snúruafmælið er staðreynd.

Merkilegt hvað tíminn hefur flogið áfram.  Og ég man afturábak, í stórum dráttum allt sem gerst hefur frá því af mér rann.  Það er ekki lítil breyting.  Reyndar er minnið að styrkjast dag frá degi, en áður en ég varð fyllibytta, gat ég státað af minni fílsins.  Um það leyti sem ég fór svo helsjúk inn á Vog, gat ég ekki munað símanúmer, og ekki einu sinni hvert ég hafði hringt.  Áfengi og lyf í of stórum skömmtum lama algjörlega allt sem er á milli eyrnanna á manni.

Ég hef fengið svo margt til baka.  Samskipti mín við mína nánustu eru betri en nokkru sinni.  Merkilegt hvað fólkið mans er fljótt að jafna sig, gefa manni séns, þrátt fyrir að það hafi verið búið að stimpla mann nánast út enda ég amk. orðin eins og innsetning í stól fyrir framan sjónvarpið.

Nú er ég reyndar eins og innsetning fyrir framan tölvuna (hehe), amk. þessa dagana þegar blóðskortur og önnur vanheilsa herjar á.  En ég tek þetta með vinstri og ég er í raun þakklát fyrir að muna nafnið mitt, kennitölu, skóstærð og föðurnafn, ásamt öllu hinu sem hefur hlotnast mér á þessum 10 mánuðum.  Ég er heppin kona sem fer edrú að sofa í kvöld.

Útsýnið af snúrunni er alveg frábært, þakka ykkur fyrir.

Úje...

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Í dag eða á morgun?

Þú ert snúlla. Ég sé þig fyrir mér hangandi á þvottasnúru með græna klemmu í peysunni á vinstri öxl og rauða á þeirri hægri. Þú ert heppin kona og ég líka að hafa fengið að kynnast þér.

Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 00:33

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, 20. ágúst, nákvæmlega. 

Takk Jónsí mín og sömuleiðis ég hundheppin að hafa ánægjuna af að þekkja þig.  Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 00:41

3 Smámynd: krossgata

Gangi þér áfram vel og vona að þér fari líka að batna af þessum blóðskorti.  Það er afar leiðinlegt ástand til lengdar.

krossgata, 20.8.2007 kl. 00:52

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 hvort segir maður Allt á sér fleiri en eina hlið eða fleira en eina hlið?

Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 00:58

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Til hamingju með áfangann Jenný! Klessuknús!

Laufey Ólafsdóttir, 20.8.2007 kl. 01:07

6 Smámynd: Jens Guð

  Ég skil ekki upp né niður í svona edrúmennsku.  Ég er ekki að hvetja til áfengisdrykkju en þykir fátt skemmtilegra en vera stöðugt fullur. 

Jens Guð, 20.8.2007 kl. 01:17

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Nú er komin 20 ág. til lukku en ekki í krukku - var það ekki einhvern vegin svona í minningarbókunum?

Edda Agnarsdóttir, 20.8.2007 kl. 01:19

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jens. Það gæti skýrt vísuna þína

Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 01:21

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég segi nú bara að það séu tvær hliðar á öllum málum.  Eins og t.d. Jens, hann veit fátt betra en að vera stöðugt fullur.  Ef hans hinsvegar væri stöðugt fullur líka þótt hann vildi það ekki, væri orðinn þunglyndur, hættur að geta unnið, þá má segja að hin hliðin birtist honum.  Þ.e dökka hliðinn á að vera alltaf fullur.  Sú hlið snéri að mér.

Kapis?

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 01:49

10 identicon

Til hamingju með hvern edrú dag Jennslan mín  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 01:58

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Svo má alveg óska Óla til hamingju eð afmælið 21.ágúst. Ljón elska að láta strjúka sér og hampa. Á þriðjudaginn.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 02:01

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk elskurnar.  Jóna, gleymdi að segja þér að nafnið er flott á hluta 2. en það á að drepa mann úr spenningi (bálreiðurkall).

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 02:05

13 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

  Holy Moly Big Hug 

Eva Þorsteinsdóttir, 20.8.2007 kl. 02:09

14 Smámynd: Jens Guð

  Jóna,  blessaður bjórinn hjálpaði til þegar vísan furðulega varð til. 

  Jenný,  ég hef aldrei lent í því að verða fullur án þess að vilja það.  Ég er bara alltaf fullur og vil það.  Ég hef aldrei fundið vott af þunglyndi eða neinum neikvæðum hliðum þess að vera fullur.  Jú,  að vísu hef ég sofið yfir mig þegar ég er með námskeið í skrautskrift.  Það reddast alltaf fyrir horn. Ég sef líka af mér pantanir í heildsölunni.  En það reddast líka fyrir horn. Ég er með talhólf sem reddar því.  Á móti kemur að það er svo gaman að vera alltaf fullur.  Mikið fjör og mikið gaman.  Að vísu dálítið dýrt.  2 - 3 milljónir á ári.  En jafn gaman fyrir því.   

Jens Guð, 20.8.2007 kl. 02:27

15 Smámynd: Ásgerður

Til hamingju með afmælið

Ásgerður , 20.8.2007 kl. 04:44

16 Smámynd: Ragnheiður

Innilega til hamingju, mér þykir vænt um að sjá að vel gengur. Þú átt það svo mikið skilið mín kæra

Ragnheiður , 20.8.2007 kl. 06:02

17 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Til hamningju  

Valgerður Halldórsdóttir, 20.8.2007 kl. 06:11

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn, ljúfust

Hrönn Sigurðardóttir, 20.8.2007 kl. 07:39

19 Smámynd: Ester Júlía

Innilega til hamingju með daginn!  Þú ert frábær

Ester Júlía, 20.8.2007 kl. 07:44

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Duglega stelpan mín!!! Innilega til hamingju með daginn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.8.2007 kl. 07:58

21 Smámynd: Huld S. Ringsted

til hamingju með daginn!!

Huld S. Ringsted, 20.8.2007 kl. 08:00

22 identicon

Til hamingju með tímann. Það er allt annað að taka þétt í lífinu ódofinn. Lífið er svo skemmtilegt og margbeitilegt. Þú ert frábær

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 08:24

23 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Flott hjá þér. Ég dáist að fólki sem viðurkennir veikleika sína og tekst á við þá. Það er þroskamerki.

Steingerður Steinarsdóttir, 20.8.2007 kl. 09:46

24 identicon

Til hamingju Jenný mín.. Ég er stolt af þér. Þú ert frábær ;-)

Brynja Nordquist (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 10:13

25 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Frábært hjá þér! til hamingju með daginn! Guð blessi þig og alla þína framtíð.

Guðrún Sæmundsdóttir, 20.8.2007 kl. 11:14

26 Smámynd: Rebbý

til hamingju með daginn .... frábært hjá þér

Rebbý, 20.8.2007 kl. 11:54

27 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mig langaði líka til að óska þér innilega til hamingju! Hver dagur í svona baráttu er sigur og þegar dagar verða vikur og vikur mánuðir, þá eru stórir sigrar að baki! Einn dag í einu....í 10 mánuði er frábært og gangi þér ótrúlega vel áfram að vera án áfengis ... einn dag í einu !

Sunna Dóra Möller, 20.8.2007 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband