Leita í fréttum mbl.is

SÍMABÖMMER

1

Ég er búin að ákveða að fara í stríð við símafyrirtækið mitt.  Eins og ég hef áður bloggað um þá hafa símaraunir hrjáð mig reglulega, en ég hef fyrirgefið þessu fyrirtæki vegna þess að þeir eru svo mikið ódýrari en síminn og bilanirnar hafa staðið stutt yfir.

En nú er ég sum sé búin að fá nóg.  Frá því um miðjan eftirmiðdag í gær og fram á morgun var síminn í ástandi.  Fyrst gat ég hringt úr honum, mikil ósköp, en sá sem hringt var í heyrði ekki í mér, alveg sama hvað ég býsnaðist.  Eftir kvöldmat var svo skipt um bilunartaktík og þá var hvert einasta númer hjá mér á tali.

Allir sem reyndu að hringja hingað á meðan á þessu ástandi stóð fengu meldingar um að síminn minn væri upptekinn.

Ég verð nú að játa að mér fellur þetta frekar illa.  Hvað ef eitthvað kæmi fyrir.  T.d. ef ég þyrfti að hringja á lögguna?  Eða sjúkrabíl? Þá er ég nú reyndar að taka þetta eins langt og hugsast getur í huganum.  Ég held að ég væri öruggari með Indíánahöfðinga og reykmerki.  Svei mér þá.

Síminn er öryggistæki.  ARG

Ég fer samt aldrei á Símann aftur.

Súmí.

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hva er þá bara ekkert hægt að hringja í þig meir?

En mér líst vel á reykmerki!

Annars er til Elínarsteinn á Akranesi þar sem kona nokkur sem hét Elín settist á út við sjó hér norðan megin og hrópaði yfir nesið hinum megin á systur sína sem hét Halla og svona töluðust þær við hér áður fyrr. Þú gætir prófað að hrópa úr Breiðholtinu yfir á Akranes, ég hugsa að það yrði nokkuð gott sánd. Svo gæti mar farið til Gurríar í sjónkíkinn og vinkað í leiðinni, hvernig líst þér á?

Edda Agnarsdóttir, 19.8.2007 kl. 11:31

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

hmmmm.... Tékka kannski á Vodafone? Þeir eru að taka yfir öll góðu tilboðin. Annars er ég með Hive og eftir að símtækið mitt bilaði og ég fékk lánssíma hjá mömmu sem gerir mér lífið leitt á allan hátt (síminn sko, ekki mamma) eru allar bilanir skrifaðar á hann. Hive hefur því fengið frið fyrir mér síðan.

Laufey Ólafsdóttir, 19.8.2007 kl. 11:37

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta gengur ekki Jenný mín. Það er ekki hægt að vera símalaus.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.8.2007 kl. 13:07

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

er með sítenginguna hjá Vodafon, aldrei bilað. Hitt hjá Símanum. Förum bara að kallast á ....

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.8.2007 kl. 13:22

5 Smámynd: Rebbý

ég á við vandamál að stríða með minn síma líka ... bestu vinkonurnar geta ekki hringt í heimasímann því ef þær hringja úr gemsum þá er númerið mitt ekki til en stanslaust á tali úr heimasímunum þeirra og þeir hjá Símanum vita ekkert hvað er að gerast - auðvitað ekki, græða bara helling á GSM símtölunum í staðin.

Rebbý, 19.8.2007 kl. 13:30

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ertu búin að finna Indíánahöfðingja? Úgg

Jóna Á. Gísladóttir, 19.8.2007 kl. 14:01

7 identicon

Við eigum það þá sameiginlegt að vera að fríka út á símabömmerum -

En BTW mín komin með nýtt lúkk - það er flott,

Mér sjálfri finnst þægilegra að þurfa ekki að lesa langt á breiddina, finnst þetta þema þægilegra að því leyti.

Smjúts

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 16:40

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið Skagastelpur við getum kallast á.  Þið frá Elínarkletti og ég frá Köllunarkletti í Kleppsholtinu.  Hehe!

Rebbý skipta um símafyrirtæki.

Jóna: Leit stendur yfir að höfðingja!

Anna: Mér finnst eimitt þægilegra að lesa af þessu þema.  Það er líka meira kompakt, finnst mér.  Held að ég haldi þessu bara, amk um sinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2007 kl. 17:25

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Laufey: Tékka á Vodafón.  Og Kristín Katla, nei það dugir ekki að vera án síma.  Maður gæti misst af einhverju.  Tala nú ekki um óþægindin ef maður fengi hjartaáfall og enginn heima.  Það væri smá bömmer.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2007 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband