Leita í fréttum mbl.is

LYFJAKOKTEILL - VARÚÐ EKKI FYRIR VIÐKVÆMA

1

Aldrei hefur mér dottið í hug að ég gæti fengið röng lyf afgreidd úr apótekinu.  Ég er alltaf að komast að því að ég er ekki nægjanlega ofsóknarkennd í hugsun.  Nú á tímum verður maður greinilega að reikna með að allir séu að klikka á öllu allsstaðar.  Ekki treysta kjúklingabóndanum, mjólkurframleiðendum, bílasölum, hjúkrunarfólki sem gætu verið iðnaðarmenn í dulargerfi, apóteksstarfsfólki og bara fólki yfirleitt.  Ekki gefa upp kennitöluna, segja heimilisfangið upphátt á mannamótum, ganga með hníf í töskunni og líta stöðugt (reiður) um öxl.

Ég veit ekki hvort ég hef það af að lifa svoleiðis.  Ég er alin upp við ólæstar dyr og traust á að manneskjur séu í eðli sínu góðar.  Þannig er það auðvitað í flestum tilfellum.

Mér varð hugsað til þess, þar sem ég er sykursjúk og óvirkur alki sem má auðvitað ekki taka þríhyrningsmerkt lyf, ef ég fengi nú einhvern svoleiðis ruglingslegan lyfjakokteil.  Ég veit það er langsótt, enda er ég bara að dúlla mér við að láta hugann reika, þar sem ég komst ekki á tónleikana sem ég var búin að ákveða að fara á.

Það yrði þokkalegt ef apótekarar þessa lands kæmu mér á fyllerí.

Ég held ég skrái mig í lyfjafræðina í haust svo ég geti afgreitt lyfin ofaní sjálfa mig.

Kommon slökum á í nojunni.

Úje


mbl.is Þegja yfir mistökum í apótekum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég man að gamli kötturinn hennar mömmu fékk einu sinni vitlaus lyf. Á ég að gera mál úr því núna fyrir hans hönd ?

Ragnheiður , 18.8.2007 kl. 15:55

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Hross, súðefokkers.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2007 kl. 16:07

3 identicon

Eldri stelpan mín er í lyfjafræði og ég veit að þegar hún fer út á vinnumarkaðinn (er reyndar í svona læri-vinnu núna) þá getur þú pottþétt treyst henni. Hún er sú samviskusamasta sem ég þekki í heiminum.

Annars - Meilímeil

smjúts

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 16:40

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

setjum lögguna í málið

Jóna Á. Gísladóttir, 18.8.2007 kl. 18:02

5 identicon

Rangt afgreitt lyf getur eins og gefur að skilja haft lífshættulegar afleiðingar. Fékk eitt sinn rangt "lyf" afgreitt úr apóteki fyrir ungan son minn og það var bara vegna árverkni okkar foreldra drengsins að hann stór skaðaðist ekki. Við gerðum okkur grein fyrir því að það sem við fengum í hendurnar var ekki ætlað til inntöku!!! heldur efni sem m.a. er notað til að aflita hár.


Það sem leiddi til þessara skelfilegu mistaka af hálfu lyfjafræðingsins var hræðilega rithönd læknisins sem skrifaði lyfseðilinn og skortur lyfjafræðingsins á smá gagnrýnni hugsun eða hvað má kalla það, þar sem hann setti fyrirmæli um inntöku á "lyfinu" á flöskuna sem innihélt vökva sem alls ekki má taka inn.

Umfjöllum um þetta kom í Tímanum á sínum tíma og ég vona að sú umfjöllum hafi vakið einhverja til umhugsunar.
Þar kom m.a. fram að ef drengurinn hefði fengið efnið ofan í sig, þá hefði hann að öllum líkindum dáið eða verið stór skaðaður það sem eftir væri.

Eins og gefur að skilja var læknirinn algjörlega miður sín þegar við höfðum samband við hann og lofaði að vanda sig betur í framtíðinni. Sem betur fer eru lyfseðlar að mestu tölvuskrifaðir í dag. Er það ekki annars?

Þórhildur (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 18:17

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jú Þórhildur, dagar hinna ólesanlegu resepta er sem betur fer liðinn undir lok.  Þetta er skelfilegt að heyra.  Vann lengi sem læknaritari og var svo heppin að vera með skrifandi lækna. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2007 kl. 18:24

7 Smámynd: Ragnheiður

omg þórhildur, rosalegt lán var að þið skylduð sjá þetta áður en illa fór ! Ég hálfskammast mín fyrir að hafa verið að skopast með köttinn

Ragnheiður , 18.8.2007 kl. 19:15

8 identicon

Ekkert mál "hross" og engin ástæða til að skammast sín.  
Auðvitað er hægt að sjá spaugilegar hliðar á öllum hlutum en sem betur fer voru þetta þó greinilega ekki alvarleg lyfjamistök í tilfelli kisu.

Ég er enn í dag að prísa mig sæla fyrir að þetta fór allt á besta vel. Nú er strákurinn orðinn 17 ára og heilbrigður á allan hátt.

Þórhildur (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 21:03

9 identicon

 "Ég er enn í dag að prísa mig sæla fyrir að þetta fór allt á besta vel."

Auðvitað fór þetta allt á besta veg sko

Þórhildur (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.