Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
TILLAGA AÐ SKAUPI
Það er verið að byrja á áramótaskaupinu. Ragnar Bragason, kvikmyndagerðarmaður er leikstjóri þess í ár. Hann ætlar að fókusera á innflytjendamál og þjóðernishyggju. Það finnst mér mjög rökrétt, þar sem það þarf nú ekki að kafa mjög djúpt í þjóðarsálina til að sjá að við erum hálfgerðir barbarar í viðhorfi okkar til útlendinga, þ.e. þeirra sem hér vilja setjast að.
Einhvertímann sagði einhver við mig að Íslendingar væru "gamlar sálir", þ.e. rosalega þroskaðar manneskjur, fordómalitlar og skilningsríkar. Að sama skapi væru þá Ameríkanar ungbarnasálir, því þeir væru svo stutt á veg komnir hvað varðar sálarlegan þroska. Vafasöm vísindi ég veit það, einkum og sér í lagi þegar litið er til munasýki margra Íslendinga, allra jeppanna, flottu húsanna og allrar hinna geypilegu neyslu. Ameríkanar hvað? En þetta var útúrdúr.
Skaupið í fyrra var frábært, fannst mér og einhverjum örfáum öðrum. Það er erfitt að búa til skaup sem slær í gegn. Ég legg því til að skaupið frá 1984 verði endurgert, "öppdeitað" og skellt í loftið. Það var nefnilega alveg brilljant.
I´m a looser!
Úje
Unnið að skaupinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Sjónvarp | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Var '84 skaupið ekki með Eddu Björgvins í aðalhlutverki?
Mér finnst '85 skaupið alltaf hafa verið best og síðan var '87 skaupið skemmtilega öðruvísi, með strákunum sem sáu um "Skonrokk" eða "Poppkorn" eða hvað sem vinsældalistinn var kallaður það árið. Lottódjókarnir það árið eru orðnir klassískir.
Ég er reyndar með kenningu um að flestum finnst skaupin þegar þeir/þær voru ca. 7-10 ára best í minningunni, því þá finnst manni allt fyndið.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 14:07
Tek undir - skaupið var frábært í fyrra! Það hefur hinsvegar svo margt gerst á þessu ári að eflaust má spara og nota bara eitthvað af fréttamyndum t.d. þegar bæjarstjórinn í Hafnarfirði stakk upp á því að byggja álverið á landfyllingu fyrst við höfnuðum stækkun. Nú eða þegar Landsvirkjun bauð bændum gemsasamband fyrir Urriðafoss eða þegar Síminn bauð frítt í sund í stað þess að lækka gjöldin.
Valgerður Halldórsdóttir, 16.8.2007 kl. 14:19
Edda Björgvins var örugglega í skaupinu 1984, en það sem mér fannst flottast var Örn Árnason þegar hann tók paródíu á "Wake me up before you go, go" í íslenskri þýðingu var það "Veika löpp á vondum skó, skó" og Siggi Sigurjóns með Cameleon með Boy George. Úff get enn hlegið.
Dubbum á pósku og höfum ítalskan texta (fyrir Impregilo sko). Hehe
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 14:21
Ó, var það '84? "Skaupinu stolið!". Hélt það hefði verið 85. Það var allavega skaupið sem ég meinti. Spaugstofan var með það skaup. SIGGI! ÖRN! RANDVER!... uh, allavega þeir þrír.
Ef það var '84 og Höfðaskaupið (Gorbachev og allt það) var '86, hvernig var skaupið þá '85?
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 14:30
Ég vil fá skaupið þegar Laddi lék fyllibyttu að borða hrækjukokteil, óborganleg sena var á árunum 79-81 man ekki alveg hvaða ár.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 14:31
Skaupið ´84 var ömurlegt, en menn muna það vel. Líklega er það vegna þess að það er eitt fyrsta skaupið sem var til á vídeó á hverju heimili. Nokkrir góðir frasar, eins og "Katerpillar D7 með ribber" og "ég nota bara mína eigin físísku pensla" duga ekki til að halda uppi heilu skaupi.
Skaupinu stolið var ´85. Það var samið af karlmönnum eingöngu og varð mörgum illa við, þó ekki hafi heyrst múkk þegar skaupið árið áður hafi verið samið af konum eingöngu.
´81 fannst mér alltaf best, svona fyrir utan ´85.
Ingvar Valgeirsson, 16.8.2007 kl. 15:39
Skaupið í fyrra fannst mér lélegt, það var alltof mikil pólitík í því og húmor fyrir fólk á aldrinum 19-25 ára. Já, skaupið 1984 var gott þrátt fyrir að það hafi verið gert af vanefnum enda var kreppa á Íslandi þá. Þau léku þrjú í því, Edda, Gísli Rúnar og Kjartan Bjargmundsson og stóðu sig frábærlega.
Hins vegar var skaupið 1981 það al besta sem ég hef séð. Það var þá þegar Laddi lék pönkara og borðaði hrækjukokteilinn góða. Gísli Rúnar lék Njóla H. Þórðar og var með umferðarhræðsluþátt. Siggi Sigurjóns hermdi frábærlega vel eftir Agli Ólafs sem hafði verið með söngvkeppni Sjónvarpsins það árið og Siggi kynnti lagið "Af litlu eista" (lagið sem vann í raun og veru hét "Af litlum neista". Skaupið 1981 gerði grín af sjónvarpsdagsskránni það árið sem og tíðarandanum í landinum þá. Frábærlega gert. Meira svoleiðis grín.
Örn Jónasson (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 16:05
Mér fannst skaupið í fyrra alveg frábært, hló mikið! Man voða lítið eftir gömlum skaupum en gaman að rifja upp í kommentunum þínum ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.8.2007 kl. 19:08
Nú heimta ég sérstaka bloggfærslu með almennilegri upprifjun á skaupinu 84. Þessi sketsar hérna fyrir ofan lappa ekkert upp á mitt minni - og bara svo það sé á hreinu, ekkert kjaftæði um það í hvaða ástandi ég hafi verið eða .... ég hef nefnilega ekki misst af neinu skaupi
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 19:49
Ég held Anna mín að ég sé að rugla Skaupum frá 85 og 85 saman. Í öðru hvoru var veika löppin í vondum skó, skó sem sló í gegn hjá mér og dætrum mínum. Hehe, þú hefur örgla alltaf verið í eðlilegu ástandi. Sko eðlilegu ástandi í samanburði við eitt og annað. Þannig hefur það amk. verið hjá mér. Muhahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 19:53
84 og 85 átti þetta að vera.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.