Leita í fréttum mbl.is

KVENKYNS VINDTSTRÓKAR - HVÍ?

1

Ég veit að fellibylir eru alvarlegt mál.  Velkist ekki í vafa um það.  En af hverju eru þeir, nær undantekningarlaust skýrðir kvenmannsnöfnum?  Eru þetta ekki bölvuð karlrembusvín sem eru að kalla þetta eyðingarafl eftir konum svona til að ýta undir mýtuna um að konur séu beljandi vargar sem æði um og engu eiri.

Ég man aðeins einu sinni eftir fellibyljaseríu sem hét karlkynsnöfnum.

Nú er það Flossie.  Svei mér þá ef það var ekki einu sinni einn sem hét Jenný og lagði heilan helling í rúst.

Má ekki bara hvorugkynsnefna þessi fyrirbrigði.

Ég er orðin hundleið "áessu" Ég segi það satt.

Újejeje


mbl.is Fellibylurinn Flossie stefnir á Hawaii
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

þetta er verkurinn við að heita alþjóðlegu nafni. Þeim tækist aldrei að skíra neinn í höfuðið á mér, bæði mér séríslenskan staf og langt nafn. Fréttatíminn færi í að segja nafnið á fellibylnum.

Annars held ég að þeir heiti ekki bara kvenmannsnöfnum, það er eitthvað sérstakt kerfi á þessu. Ég ætla að kíkja á vísindavefinn.

Ragnheiður , 14.8.2007 kl. 14:47

2 Smámynd: Ragnheiður

Fellibyljum eru gefin mannanöfn til að auðvelda umræðu um þá. Nafngift er auk þess talin draga úr líkum á misskilningi við miðlun viðvarana ef margir fellibyljir eru samtímis á ferð.

Fyrr á tímum var algengt að fellibyljir væru nefndir eftir dýrlingum, en heimildir eru um kvenmannsnöfn frá 19. öld. Árið 1953 hóf Bandaríska veðurstofan að gefa fellibyljum kvenmannsnöfn og síðar tók Alþjóða veðurfræðistofnunin við útgáfu nafnalista fyrir fellibylji. Á 8. áratugnum þótti ekki lengur viðeigandi að nefna fellibylji einungis eftir konum og 1978-1979 voru karlmannsnöfn tekin upp til jafns við kvenmannsnöfn

Ragnheiður , 14.8.2007 kl. 14:49

3 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er ss tekið af vísindavefnum.

Ragnheiður , 14.8.2007 kl. 14:50

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Finnst það ætti að skýra þessi fyrirbrigði góðum og gegnum íslenskum karlmannsnöfnum: Friðgeir, Hrafnaflóki, Ragnar, Guðleifur, Grettir eða Rögnvaldur.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.8.2007 kl. 14:51

5 identicon

Allir fellibylir skyldu heita Soffía frænka.

Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 14:54

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Til örlítillar viðbótar við vísindagrúsk Hrossins, (sem ætti að kalla sig Hryssu, miklu fallegra og takið eftir, KVENNLEGRA!) þá er líka til að skerpa á umræðunni, alltaf byrjað upp á nýtt í stafrófinu við nafngiftirnar, þegar nýtt fellibyljatímabil hefst!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.8.2007 kl. 15:10

7 Smámynd: Ragnheiður

Magnús Geir hefur ekki séð mig muhahahhahaha.

Já ég vissi að það væri eitthvað kerfi á þessu en mundi það ekki betur en svo að ég varð að fletta því upp.

Ragnheiður , 14.8.2007 kl. 15:15

8 identicon

Jenný:  Veist þú ekki afhverju skýstrókar eru alltaf nefndir kvenmannsnöfnum ?  Ég veit það á ég að segja þér það ? 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 15:20

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sagði ég ekki að það hafi ekki þótt viðeigandi að kalla þá LENGUR eingöngu kvenmannsnöfnum?  Hehe,

Þú Jón Arnar vertu úti að leika vinur, hér er fullorðið fólk að leika sér

Guðrún: Hold your horses.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 15:22

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna hvað með að kalla þá Jónu, Jónas, Jóhann, Jósep, Maríu (segi svon)Jónadab osfrv.  Muhahahahha

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 15:23

11 Smámynd: Linda Pé

hvað er sameiginlegt með konum og fellibyljum?? :-D

Þegar þær koma eru þær blautar og heitar, en þegar þær fara þá taka þær húsið og bílinn! ;-) hahaha

Linda Pé, 14.8.2007 kl. 15:30

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe Linda, góður ef sannur væri.  Það verður einhverntímann. Muhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 15:33

13 identicon

Linda sagði það, akkurat svarið.  Fellibylir koma eins og konur, blautar og heitar og þegar þær fara taka þær húsið og bílinn með sér. 

Muhahahah

Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 15:38

14 Smámynd: krossgata

Auk ofangreindra fróðleiksmola má segja frá því að það eru mismunandi nafnalistar eftir því hvort stormarnir eru Atlantshafs- eða Kyrrahafsstormar.  Og að nöfn mikilla skrímsla sem hafa skilið eftir sig mikla eyðileggingu (t.d. Andrew, Katrina) eru ekki notuð aftur

krossgata, 14.8.2007 kl. 15:38

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ok Jón Arnar þú mátt leika með, þakka þér fyrir að kalla mig fullu nafni, svo fáir orðið sem nota Holy.  Iss einhver öfund.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 15:53

16 identicon

Þetta er nú að verða svo bjánaleg sandkassa umræða að það er erfitt að skilja að nokkur maður nenni að taka þátt í þessu...eins og þetta mogga blogg er reyndar yfirleitt..

 En því fer fjarri að Fellibylir séu eingöngu nefndir eftir konum. Hver man ekki eftir fellibylnum Gilbert sem reið meira að segja yfir ísland hérna um árið ?(í kringum 1990) ??

Auk þess hefðirðu örugglega farið að væla ennþá meira ef þeir væru eingöngu nefndir eftir karlmönnum.. "afhverju eru þessi fyrirbrigði bara nefnd eftir Karlmönnum..eru þeir þeir einu sem eru svona öflugir og ble ble..."... jafnréttisumræðutuð á villigötum..

Gilbert fúli

Gilbert (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 16:58

17 identicon

Og viltu endilega útskýra fyrir mér hvernig á að hvorkynsnefna þessi fyrirbrigði ??

 skýra þau bara "hús,blað, herðatré " og eitthvað þessháttar ?

Það mætti kanski benda frúnni á að þessi nöfn verða til erlendis og þar er víðast hvar ekki til neitt sem heitir hvorkyn!!!!

Gilbert Fúli

Gilbert (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 17:01

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gilbert hvern árann ertu að koma á Moggabloggið?  Þar er almúginn.  Það er búið að skýra út hér fyrir ofan að fram til ársins 1978-79 var farið að nefna fellibyli nöfnum beggja kynja.

Ég er fróðari eftir athugasemdirnar. 

Get a live

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 17:01

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eftir árin 1978-79 átti að sjálfsögðu að standa þarna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 17:02

20 identicon

tja..þegar stórt er spurt.. :)

Það er ánægjulegt að þú sért fróðari eftir athugasemdirnar,en ég verð að viðurkenna að ég er litlu fróðari um það sem ég spurði um samt... hvernig þú hafðir hugsað þér (áður en þú varðst fróðari), að hvorkyns nefna þessi fyrirbrigði ??

Það væri fróðlegt fyrir svona fýlupúka eins og mig að vita...

Gilbert Fúli

Gilbert Fúli (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 21:14

21 identicon

Það sorglegasta við þetta er að Mogginn ákvað að taka þessar (röngu) hugmyndir þínar og prenta í blaðinu í dag. 

Er ég eini jafnréttissinninn sem er orðinn þreyttur á þessum málfræðifemínisma þar sem þarf að túlka einhvern karlrembu hugsunargang í öllum hlutum? 

Stefán Sigurjónsson (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 09:54

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vona, kæri Stefán, að sorgin yfirbugi þig ekki.  Þú átt annars alla mína samúð, en þar sem þú telur þig jafnréttissinna þá ætti þetta ekki alveg að fara með þig.  Ef þú villt vinna að jafnréttismálum, þá get ég bent þér á að það er alveg hellingur af allskonar kynjamisrétti sem viðgengst hér heima og í útlöndum, þar sem þú gætir lagt lið.  Alveg óþarfi að vera að eyða orkunni í kjéddlu eins og mig.

Kveðjur,

Byljanefndin

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 2986904

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband