Leita í fréttum mbl.is

ÞESS SEM MAÐUR SAKNAR...

..frá Íslandi þegar maður býr í útlöndum er æði margt.  Fyrir nú utan hressandi storma og úrkomu, miðnætursólarinnar og lyktarinnar af vorinu, þá voru það nú yfirleitt, slælgæti, matvörur og stemmingsgjafar sem stóðu upp úr.  Ég fór að velta þessu fyrir mér þegar ég las færslu hjá einhverjum bloggvina minni um sælgæti.  Þegar ég bjó í Svíþjóð, varð ég stundum heltekin af löngun eða söknuði eftir eftirfarandi:

1. Lindubuffi, Krummalakkrís, Tópasi og Síríuslengjum, kók í lítilli glerflösku, harðfiski, lambalæri, steiktri ýsu, kremkexi (what?), kótilettum í raspi, soðnum laxi og brauðsúpunni hennar mömmu.

2. Jólin voru ónýt vegna þess að jólakveðjurnar á Þorláksmessu voru fjarri góðu gamni ásamt messunni á aðfangadag.  Málinu reddað annað árið með því að hafa teip með upptökum ársins á undan.  Nærri því skotgekk, ekki alveg.

3.  Skortur á skötulykt á Þorláksmessu varð mér tilefni til sorgar. Ég sem aldrei legg mér þennan viðbjóð til munns hvað þá heldur að ég hefði leyft eldun á óþverranum í mínu eldhúsi.  Fjarlægðin og fjöllin geta svo sannarlega ruglað mann í ríminu.

5. Haustið var glatað í Svíþjóð, sko á meðan ég hafði aðgang að því.  Alltaf rjómalogn og það tók eilífðartíma að falla af trjánum.  Jesús Pétur hvað ég er búin að sakna sænska haustsins eftir að ég afsalaði mér rétti mínum til þess.

Það er sama hvernig ég sný mér.  Hlutir verða betri, stærri og merkilegri í fjarskanum, þe ef maður að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur.  Ég ætla ekki að missa mig í söknuð eftir jólaskinku, kjötbollum og Jansons Frestelse af því að ég er viss um að það var ekki eins unaðslega gott og mig minnir að það hafi verið. Örgla bara svona la-la.

Fjalægðin og fjöllin þið vitið.

Jajamensan,

Úje 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OK  ég er farin út í sjoppu.  Bæbæ

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 20:51

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég man eftir karamellusmámálum sem að var til þegar ég var lítil, ég fór alltaf út í búð og keypti nokkur og át upp tl agna.....svo hætti ms að framleiða þau og í minningunni er þetta eitthvað það besta sem að hefur komið fram fyrr og síðar......ég er viss um að ef að það kæmi kombakk..........en svona eru fjarlægðin og fjöllinn eins og þú segir réttilega !

Sunna Dóra Möller, 13.8.2007 kl. 21:01

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir þetta  nú verð ég ekki í rónni fyrr en ég fæ Lindu buff. Ekki eins og ég megi við því haddna....

Jóna Á. Gísladóttir, 13.8.2007 kl. 21:21

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 13.8.2007 kl. 21:21

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ohh, hvað mig langar í Lindu buff, þó ég megi ekki heldur við því. En vel á minnst, þegar við bróðir minn vorum á Krít í sumar var hann alveg friðlaus yfir því að hvergi var hægt að kaupa molasykur með kaffinu. 

Svava frá Strandbergi , 13.8.2007 kl. 22:01

6 identicon

Jenný mín, ég skal hugsa til þín þegar ég fæ mér Jansons Frestelse í vínrauða, græna, bláa og appelsínugula haustinu.
Hlakka rosalega til að upplifa haust í Sverige aftur, eitt það fallegasta sem ég veit.

Maja Solla (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 22:17

7 Smámynd: krossgata

Ég borða alltaf skötu á þorláksmessu, en passa að mér sé boðið í hana annars staðar en heima hjá mér.    Nú langar mig hrikalega í harðfisk með sméri.  *Dæs*

krossgata, 13.8.2007 kl. 22:59

8 Smámynd: Rebbý

skil þig með Skötuna, merkilegt hvað hún er óheyrilega vond en lyktina má ekki vanta þá bara verða ekki jól
annars á ég eftir að segja þér að þú eyddir hellings tíma í draumaheimi mínum í vikunni við að kenna mér að baka marmaraköku sem átti að vera brún og rauð ... hvaða litblinda var í gangi þar 

Rebbý, 14.8.2007 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 2987300

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband