Föstudagur, 10. ágúst 2007
HÆGUR OG KVALAFULLUR DAUÐDAGI!
Hvaða sadisti ætli það sé, sem semur varnaðarorðin á sígarettupakkana? Ekki að þessar hótanir hafi nokkurn tímann farið fyrir brjóstið á mér (hm.. sko varnaðarorðin, reykingarnar eru svolítið að fara þangað). Ég hef reykt mínar sígarettur alveg án tillits til og í raun sent höfundum textanna feitt fokkmerki (í huganum) af allri þeirri ósvífni sem nikótínfíkill á í pússi sínu. Er ekki afneitun dásamleg þegar hún á við???
Í gærkvöldi varð mér í bríaríi, litið á pakkafjárann á borðinu. Þar stóð skýrum stöfum:
"REYKINGAR GETA VALDIÐ HÆGUM OG KVALAFULLUM DAUÐDAGA"
Þá veit ég það.
Það verður ekki hljótt um mig þegar ég kveð.
Æmgonnasúðefokkers!
Úje
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 2986904
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Væri mun nær að hafa eitthvað annað lesefni á pökkunum, t. d. eitthvað í líkingu við staðreynd dagsins, gullkorn, stuttar skrýtlur, eða bara hvað sem er annað en þessar aðvaranir. Hugsa að okkur lungnaleikfimifólkinu sé þegar ljóst hvaða áhrif reykingar geta haft á líkamann. :)
Sigurður Axel Hannesson, 10.8.2007 kl. 16:07
Það held ég að sé rétt Sigurður Axel, enda ekki spurning um skort á vitneskju, eins og henni er nú troðið upp á mann hæ. vi. heldur er hugarfarið ekki til staðar á meðan við hættum ekki að reykja. Þetta eru ofsóknir, svei mér þá og í minu tilfelli verð ég meira hortug ef eitthvað er.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 16:10
Blessuð stefndu þeim strax svo ég þurfi ekki að hafa fyrir því fyrir þig þegar þú ert dáin hægum og kvalafullum dauðdaga. Ertu ekki örugglega búin að gera afkvæmin arflaus og setja mitt nafn í staðinn?
Jóna Á. Gísladóttir, 10.8.2007 kl. 16:17
Jóna Á. Gísladóttir, 10.8.2007 kl. 16:17
Aldrei les ég þessar aðvaranir, ég veit alveg að þetta er óhollt, en er ekki bara fínt að kveðja með stæl heldur en hljóðlega?
Huld S. Ringsted, 10.8.2007 kl. 16:18
Segðu! Voru ekki einhvern tímann uppi áætlanir um að prenta myndir af skemmdum líffærum og hvaðeina á pakkana? Mér finnast þessar aðvaranir hreint út sagt ósmekklegar. Eflaust valda þær einhverjum óhug (og þar með er tilganginum líklega náð), en sá sem reykir á annað borð lætur fátt eða ekkert standa í vegi fyrir þeirri iðju.
Ég fagna þessari færslu þinni og fær mér íþróttablys.
Sigurður Axel Hannesson, 10.8.2007 kl. 16:19
Einhvers staðar las ég að aðvaranirnar sjálfar væru hættulegri en tóbakið, máttur hugans væri svo sterkur að ef við trúum því að við deyjum hægt, rólega og kvalafullt þá gerum við það. Fyndið, ég tek aldrei eftir þessum aðvörunum, held að stjórnvöld séu að róa sig þegar þau selja okkur þetta merkta "hryllilega eitur". Fannst reyndar fyndið einu sinni þegar ég sá á pakka: Rygning dræper (?), eða rigning drepur. Sömu stjórnvöld róa sig enn frekar með því að ráðast á andlega veikt fólk sem flest reykir með því að meina því að reykja á geðdeildum. Selt með annarri, bannað með hinni. Ég hætti ekki rassgat að reykja ... þetta æsir mig bara upp í mótþróa!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.8.2007 kl. 17:02
Reykjum við öll hérna í kommentakerfinu við þessa færslu? Djísús, var að vona að Þorgrímur Þráins myndi rekast inn. En það er borin von. Þetta er ekki marktækt við erum öll fíkla, nema Jóna nottla en hún hætti að reykja fyrir stuttu eða þannig.
Jóna þú komin í erfðarskrá með skuldabaggan. Stelpurnar senda þér þakklætis og vinarkveðjur. Arg sendi tollarann af stað fyrir löngu.
Og Gurrí ég hætti ekki RASSGAT að reykja heldur fyrr en ríkið fer að tala einni tungu og banna reykingar. Á meðan er þessi áróður ekkert annað en klingjandi málmur og hvellandi bjalla.
Og hana nú krakkar mínir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 17:33
Ég sé ekki þessar aðvaranir, jah nema í útlöndum. Skemmti mér við að þýða portúgalskar viðvaranir um daginn, ein hljóðaði eitthvað á þessa leið: Fumaro gravemente prejudica bla bla bla rodeo, (man þetta ekki alveg orðrétt), en þýddi þetta umsvifalaust í "að mikilr fordómar séu gagnvart reykingafólki á ródeóum".
krossgata, 10.8.2007 kl. 18:04
Mér fannst textinn "Reykingar drepa" alltaf soldið fyndinn, svona eins og þeir væru orðnir uppiskroppa með ónotalegheit til að skella framan á pakkana.
Maja Solla (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 20:14
Soldið fyndið að velta fyrir sér að tóbaksvarnarnefnd er í raun að drepa fleiri með þessum hrikalegu merkingum en þeir bjarga. Í hvert sinn sem einhver kveikir sér í rettu og hugsar þetta á eftir að drepa mig..staðfestist það í undirvitund hans og hjálpar þeim að drepast úr reykingum. Þess vegna segi ég alltaf við sjálfa mig þegar ég fæ mér rettu...ÞETTA GERIR MÉR GOTT....
Emoto ..sá sem sýnir framá hvernig hugurinn hefur áhrif á vatnið...segir á síðunni sinni og er greinilega sammála MÉR...að þetta sé það alvitlausasta sem hægt er að hafa utan á sígarettupökkum. Að stimpla inn sjúkdóma og hörmungar...iss piss segi ég nú bara. Það hafa verið teknir af fólki "Reykingafætur" sem aldrei hefur reykt.
Hugurinn er sterkari en allt annað...og það þurfa allir þessir sem eru með stöðugan hræðsluáróður að byrja að átta sig á...áður en þau valda meiri skaða.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 21:20
Nákvæmlega MS, einhver djö.. uppgjöf í þeirri fullyrðingu. Svona eins og maður kæmi að einstaklingi sem væri að hoppa í sjóinn og maður myndi garga. Ekki hoppa, ekki hoppa, ekki hoppa og hann myndi ekki svara, þá myndi maður segja í uppgjafatón (lágt við sjálfan sig): úps þar gossaði hann.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 21:22
Sammála Katrín, hugarfarið, hugarfarið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.