Miðvikudagur, 8. ágúst 2007
OK ORMARNIR YKKAR...
Hrútur (20. mars - 20. apríl): Þú ert óþolinmóður og fljótfær egóisti, góður að lofa öllu fögru, en fljótur að gefast upp og láta aðra þrífa upp skítinn. Þú ert keppnismaður og sérlega klár í að keppa við ranga aðila og slá tilgangslaus högg útí loftið. Þú ert kvikindi, en það hjálpar hversu einlægur,barnalegur og einfaldur þú ert.
Tvíburi (21. maí - 20. júní): Þú ert eirðarlaus og yfirborðslegur, alltaf á hlaupum frá einu tilgangslausu verkefni í annað, með hundrað ókláruð járn í eldinum. Þú ert sí ljúgandi, enda sérfræðingur í að gefa loforð sem þú getur ekki staðið við. Vissulega ertu vel gefinn, en þú sóar hæfileikum þínum í blaður og óþarfa.
Krabbi (21. júní - 23. júlí): Þú þykist vera töff, en ert í raun aumingi og tilfinningasósa, og getur ekki talað og tjáð þig, nema með því að væla og kvarta. Þú ert fastur í fortíðinni og munt því fyrr en síðar kafna í drasli og gömlum minningum. Þegar þú reiðist þá fer allt í einn graut og upp blossar grimmd og hefnigirni. En svona dags daglega þá ertu fúll, þunglyndur og sjálfsvorkunnsamur.
Ljón (22. júlí - 23. ágúst): Þú ert eigingjarn og of upptekinn af eigin málum til að hafa áhuga á öðrum. Þú veist allt og hlustar ekki eða öskrar á andmælendur þína. Þú ert svo barnalegur, einlægur og trúgjarn, að það er augljóst að þú hefur aldrei fullorðnast. Þú ert latur, en þegar þú gerir eitthvað, þá gengur þú of langt.
Meyja (23. ágúst - 23. september): Þú ert einn leiðinlegasti maður í heimi, alltaf að kvarta, gagnrýna og skipta þér af fólki, en segir aldrei neitt sem gagnast öðrum. Þú ert alltaf á hlaupum, þykist vera duglegur, en gerir aldrei neitt af viti, ekki frekar en stormur í tebolla. Þú ert stressuð taugahrúga.
Vog (23. september - 22. október): Þú þykist vera ljúfur og vingjarnlegur, en ert í raun falskur og eigingjarn, brosir framan í fólk, en lýgur og ferð bakvið aðra. Það tekur þig óratíma að taka ákvaðanir, en þegar það loksins gerist, ertu óhagganlegur, enda of latur til að hugsa málin aftur og of upptekinn af því að smjaðra fyrir öðrum.
Sporðdreki (23. október - 21. nóvember): Þú ert frekur og valdasjúkur, færð einstök mál á heilann (þráhyggja) og ert því einhæfur og hundleiðinlegur. Þú ert ímyndunarveikur og tortrygginn, móðgast útaf engu og gerir úlfalda úr mýflugu. Lífið er annað hvort frábært eða ómögulegt. Þú ert eins og biluð plata, stöðugt að spila sama lagið.
Bogmaður (22. nóvember - 21. desember): Þú ert týpan sem grautar í öllu, en kann ekkert, enda alltaf á hlaupum úr einu í annað. Þú átt erfitt með að þekkja takmörk þín, ert agalaus, flýrð óþægindi og veist ekki hvernig þú átt að nýta hæfileika þína. Ef þú nærð tökum á einhverju, þá
Steingeit (21. desember - 20. janúar): Þú ert stífur og vansæll vinnualki, fastur í tilgangslausum siðum og reglum, alltaf að skipta þér af öðrum og segja þeim að geraþað sem þú getur ekki gert sjálfur. Þú ert snobbaður og þráir stöðutákn, enda með minnimáttarkennd sem þú heldur að hægt sé að breiða yfir með titlum og merkjavöru.
> Vatnsberi (20. janúar - 19. febrúar): Þú ert sérvitur og skrýtinn, og alltaf svo langt á undan samtímanum að enginn skilur þig eða getur notað hugmyndir þínar. Vissulega ertu svalur, en þú ert svo sjálfstæður, ópersónulegur og hræddur við raunverulegan innileika, að þú ert í raun alltaf einn, frosinn í einskis manns landi. Týndur á skýi í háloftunum.
Fiskur (19. febrúar - 20. mars): Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert sérfræðingur í sjálfsblekkingum og
Ok, hér eru öll merkin nema þau tvö í færslunni á undan.
Hendið ykkur í veggi.
Úje
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Úbbasía..........ég er síljúgandi, yfirborðskennd vel gefin blaðurskjóða sem klárar aldrei neitt *grenj* !
Sunna Dóra Möller, 8.8.2007 kl. 20:24
Hrússi,,,,jea ræt
Þröstur Unnar, 8.8.2007 kl. 20:25
Ligg marflatur í dúnmjúkum sófa. Love you Jennsla....
Þröstur Unnar, 8.8.2007 kl. 20:27
Ég er í raun aumingi og tilfinningasósa
Þóra Sigurðardóttir, 8.8.2007 kl. 20:30
Fljótfæri egoistinn er hrifinn af svona garnahreinsun af og til, segja það eins og það er mútsjógratsjas
Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2007 kl. 20:30
Hehe ég er rugluð og tínd sál. ásamt fleiru.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.8.2007 kl. 20:32
haha ég er eigingjörn, gargandi letibykkja.
Huld S. Ringsted, 8.8.2007 kl. 20:35
"Vissulega ertu vel gefinn" Þetta er það eina sem er rétt!!!!!
Hrönn Sigurðardóttir, 8.8.2007 kl. 20:36
Þvílíkt bull um Ljónið. Er hissa á þér, stelpa, fyrir að birta svona rugl! Heheheheh
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.8.2007 kl. 20:36
Dúa.... við elskum þig öll (ég er Vog sko)
Jóna Á. Gísladóttir, 8.8.2007 kl. 20:54
Æi Dúfið mitt, við erum bæði hrútar,veit hvernig þér líður. Kalla jennslu, jennslu þangað til hún brennir mig sjálf. (pínulítillsmjaðurkall)
Þröstur Unnar, 8.8.2007 kl. 20:56
nú kva...mín er bara nokkuð rétt ! jennýarkall er eins manns band ss húsband. Minn ætti að vera kallaður einkabílstjórinn.
Ragnheiður , 8.8.2007 kl. 21:05
Segi eins og gurrihar, þetta um ljónið er steypa, ljón eru ekkert af þessu eins og þú ættir að vita ðaddna. þú átt ekki að láta svona ömmubrynjukéddlingu plata þig
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 21:38
Ég er líka aumingi og tilfinningasósa og þekki allt sem stendur þarna. ÞEGAR ÉG ER FULL .
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 22:08
Súmí!!!!! hahahahha varð að segja þetta í ljósi eins komments hér að ofan. Alla vega þá finnst mér þessi lýsing á merkjunum hrikalega sönn. Ég er aumingi og tilfinningasósa og það er bara nákvæmlega þannig. Stolt af því. hehe
Elín Arnar, 8.8.2007 kl. 22:19
hihi það fyndna er að þetta á við mig að mörgu leiti
HAKMO, 8.8.2007 kl. 22:21
Það er bara allt vitlaust þegar maður bregður sér frá til að hugsa um Jenny Unu. Þröstur minn kallaðu mig bara Jenny Önnu Baldursdóttur Laxdal, Ragnarsson, Vilberg ef þér finnst það þægilegra, hehe.
Annars elska ég ykkur töluvert þrátt fyrir hönnunargalla.
Dóntsúmí.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.8.2007 kl. 22:25
og engin sinueldur í þér Jenný Anna Baldursdóttir Laxdal?
Kannski hef ég gengið of langt í gælunafnafleytingunum.
Þröstur Unnar, 8.8.2007 kl. 22:34
Meyja (23. ágúst - 23. september): Þú ert einn leiðinlegasti maður í heimi, alltaf að kvarta, gagnrýna og skipta þér af fólki, en segir aldrei neitt sem gagnast öðrum. Þú ert alltaf á hlaupum, þykist vera duglegur, en gerir aldrei neitt af viti, ekki frekar en stormur í tebolla. Þú ert stressuð taugahrúga.
Já þetta á örugglega bara allt saman vel við mig
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2007 kl. 22:57
ARG! Er hægt að skipta um fæðingardag hjá Hagstofunni? Þetta er hörmulegt!
Ragnhildur Sverrisdóttir, 8.8.2007 kl. 23:04
Vaá það er aldeilis gangur í blogginu þínu... bara næstum búin að missa af þessu. Ég er sko í liði með manninum þínum en hef aldrei á ævinni séð eins slaka spá fyrir þetta merki, maðurinn minn fylgir líka með. Ég segi bara eins og Ragnhildur er ekki hægt að skipta um fæðingarmánuð?
Edda Agnarsdóttir, 8.8.2007 kl. 23:24
Ertu að meina Dúa að þú hafir ekki verið búin að losa pirringinn? Hehe
Ég þakka fyrir að ég var að horfa á mynd (að vísu leiðinlega). Það eru öll karaktereinkenni merkjanna bara spiluð út hér í kommentakerfinu
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.8.2007 kl. 01:28
Nohhh! mar er bara gleymdur og grafinn Þú hefur sem sagt tekið mark á þessari steypu um Ljónið - Konduyfirðaddnakjeddlingin..... eða .....ljónið sýnir klærnar
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 01:42
Mér finnst þetta dásamlegt. Ég er mjög sérvitur og öllum finnst ég skrítin. Ég er cirka 3 mánuðum alltaf á undan öllu. VSK, reikningar, og annað. Engin skilur mig og mér finnst það fínt, sérstaklega þar sem mér finnst annað fólk svo rosalega langt á eftir. Ég er týnd á skýi í háloftunum og er að fíla það í botn. Það er alltaf eitthvað æðislegt sagt um vatnsberann. Það reyndar vantar eftirfarandi:
Vatnsberinn
Þú átt það til að vera með þráhyggju og áráttuhegðun. Algjörlega agalaus á næstum öllum sviðum. Fljótfær og klárar sjaldan það sem þú byrjar á. Þú nennir sjaldan að hlusta nema að það sé þú sjálf/ur að tala. Þig dagdreymir oft, og þá oftast á kostnað verka sem þú átt að hafa klárað en lenda iðulega á einhverjum öðrum. En svona jákvæðar hliðar á þér minn kæri vatnsberi er að þú nennir sjaldan að lesa stjörnuspánna þína svo þetta mun aldrei pirra þig!
Garún, 9.8.2007 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.