Leita í fréttum mbl.is

EF ÞETTA ERU RÓLEGHEIT ÞÁ HEITI ÉG HERJÓLFUR

 1

S.l. helgi gerðust eftirfarandi lítilræði á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum:

11 fíkniefnamál komu til kasta lögreglu. Bæði stór og smá, þó aðallega smá, hvað sem það nú þýðir.

5 líkamsmeiðingar voru kærðar til lögreglunnar

1 blygðunarsemisbrot.

3 voru teknir grunaðir um ölvun við akstur.

1 var kærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

5 voru kærðir fyrir akstur án ökuréttinda.

8 voru kærðir fyrir að vera ekki með beltin spennt og

2 fyrir að hafa ekki öryggishjálm við akstur léttbifhjóls (hefðu nú alveg geta gefið þessum séns þeir eru með geislabaug í samanburði).

9 eignaspjöll voru kærð til lögreglunnar þessa helgi.

5 þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglunnar.

"Lögreglan segir, að þjóðhátíð Vestmannaeyja 2007 hafi í heild tekist mjög vel og verið með þeim rólegri seinni ár. Óhætt sé að segja, að sú langa hefð hagsmunaraðila við skipulagningu á þessari hátíð eigi sinn þátt í hvað vel hafi tekist til."

Hvernig ætli það líti út þegar þeim tekst illa til?

Æi ég veit það, þetta er skárra en oft áður, en er þetta hegðun sem er ásættanleg eða krúttleg jafnvel?

Það er sagt að hin hefðbundnu 10% komi til kasta lögreglu.  Váá, ef rétt reynist.  Þjóðarsálin þarf að fara í enduruppeldi.

Ég,

alltaf glöð, aldrei bitur, bara pírí yfir allri geggjuninni.

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Obbosssslega krúttlegt allt saman. það er náttúrlega ljóst að við erum veruleikafirrt þjóð og eftir því sem ástandið versnar þeimur hærri verður viðmiðunarþröskuldurinn. Eftir nokkur ár verður aðeins 1 manndráp af gáleysi (vegna ofdrykkju) blessun og merki um vel heppnaða verslunarmannahelgi.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2007 kl. 13:45

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gleymdi þessum

Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2007 kl. 13:46

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha Beta þú varst á undan mér.  Fór inn í kommentakerfið og ætlaði að skrifa eftirfarandi: "Nú bíð ég spennt eftir einhverjum aulahúmorista sem segir: Hæ Herjólfur" OMG þú drepur mig kona (hræddurumlífsittkall).

Jóna:

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 13:57

4 Smámynd: Ragnheiður

heyrðu Herjólfur, nei ég meina Jenný. Þeir miða þarna við fyrri hegðun eða einhverja svollis skrambans vestmanneyska viðmiðun. Ef það kæmi engin skammalisti eftir helgina þá væri það merki um að þjóðhátíðin hefði fallið niður það árið.

ég hef aldrei farið og fer áreiðanlega ekki héðan af. Ég nenni ekki ókunnugu fólki í þúsundatali og fullt í þokkabót..bjakk...

Ragnheiður , 6.8.2007 kl. 13:57

5 identicon

Herjólfur, ?? Mér finnst Hildibrandur flottara.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 13:58

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 6.8.2007 kl. 14:03

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Ein lítil sem reyndi mikið að segja Herjólfur, en gleymdi þessu nafni jafnharðan, og þegar á þurfti að halda sagði mín bara Rúdólfur.

Guðrún, það er félagskapur í Eyjum sem heitir Hildibrandarnir. 

Þröstur Unnar, 6.8.2007 kl. 14:07

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Get sagt þér Þröstur að hjá löggunni í Rvk vann maður að nafni Rudolf og ég kallaði hann allaf Adolf (þurfti vegna vinnu að vera í miklu sambandi við hann um tíma).  Hann móðgaðist maðurinn í hvert einasta sinn og það skil ég vel.  Hann tengdi það beint við Hitler þessi elska en Adolf ... æi meina Rudolf () var mikið góðmenni.  Svo er auðvitað aldrei gaman þegar maður rangnefnir fólk, sem hendir mig af og til, verð ég að viðurkenna.

Kallið mig endilega Herjólf.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 14:18

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það getur orkað beggja blands að engin nauðgun hafi verið kærð.  Helgin er ekki liðin og oft eru nauðganir kærðar eftirá, stundum löngu eftirá.  Svo er bara lítill hluti nauðgana kærður, því miður.  En auðvitað er dásamlegt ef engum hefur verið nauðgað Hrafnkell og listinn er yfir það sem VAR kært til lögreglu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 14:20

10 identicon

Þröstur Unnar talar um Hildibrandana. Árið sem ég fór á Þjóðhátíð í Eyjum mættu Hildibrandarnir inn í Dal, settu upp stórt tjald (eitt af þessum hvítu) og næsta sem gerðist var að kominn var flygill í tjaldið  Þeir urðu líka frægir fyrir að setja saman fótboltalið sem spilaði á pungbindunum einum fata.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 16:23

11 identicon

Þú ert semsagt ein af þessum þúnglyndu og leiðinlegu manneskjum sem sérð eingöngu það neikvæða í lífinu.

Nú er þjóðhátíð lokið og er þetta ein sú rólegasta sem haldin hefur verið en að sjálfsögðu reynir þú að drag fram það versta sem henni fylgir. það er þó töluvert betra að skemmta sér á þjóðhátíð en í miðbæ Reykjavíkur það eru allavega allir með eyrun í heilu lagi hér í eyjum enþá.

Siguurður (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 16:34

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigurður en frumlegt nafn.  Halltu áfram að skemmta þér vel kallinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 16:38

13 Smámynd: Þröstur Unnar

Jáhá Anna, þá höfum við örugglega sést, ég var mikið með þessum gaurum.

Þröstur Unnar, 6.8.2007 kl. 16:45

14 identicon

Vel heppnuð þjóðhátíð? Það fer eftir því hver segir frá hátíðinni. Herjólfur-Jenný-Anna.Sá sem var laminn eða sá sem lamdi.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 17:22

15 identicon

Mér finnst þetta bara nokkuð vel heppnað, það er ekki hægt að ætlast til að þegar 11 þúsund mans koma saman að ekkert komi upp og það sé einhver sem er að dópa. 

Mér finnst þetta líka sýna það að umræðan um aukið ofbeldi og aukna fíknefnaneyslu speglar ekki alveg raunveruleikan. Það komu t.d. færri fíknefnamál upp þessa helgina og öll voru þetta minniháttar mál. Ofbeldi er minna en undanfarin ár og það hefur ekki enn verið tilkynnt um nauðgun.

Mér finnst þetta sýna að það er eitthvað jákvætt í gangi og ekki vera ástæða að rífa það niður með neikvæðri umfjöllun. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 21:00

16 identicon

Það koma fleirri mál upp á venulegu laugardagskvöldi í Reykjavík en komu upp á þjóðhátíð í ár 

Bjöggi (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 21:03

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég ætlaði mér ekki að vera neitt sérstaklega neikvæð og ég er ekki að halda því fram að þetta með ofbeldi, dóp og annað sé ekki fyrir hendi hér í RVK, því það er það svo sannarlega.

Ég var hinsvegar að benda á hvað við færum þolþröskuldinn alltaf ofar og ofar, viðmiðunargildin verða sífellt hærri og það finnst mér varahugavert. 

Ekkert persónulegt Bjöggi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 21:54

18 Smámynd: Solla Guðjóns

54 afbrot  á 6.daga hátíð þar sem 13000.manns voru saman komin!!!!

Auðvita vill maður hafa allt hnökralaust og afbrot epga ekki að líðast.Sem þau heldur gerðu ekki.

Mín skoðun er að Þjóðhátíðargestir hafi verið til fyrirmyndar.

Solla Guðjóns, 6.8.2007 kl. 22:36

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Róleg með tölurnar Ollasak.  Í fréttunum var talað um hámark 10.000. og hin eiginlega hátíð stendur frá föstudegi til mánudags.  Erum við ekki með það á hreinu án þess að ég nenni að tuða um þetta alveg sérstaklega.  Gott ef fólki finnst þetta ásættanlegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 22:53

20 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er alls ekki að segja að afbrot af neinu tagi séu ásættanleg en miðað við mannfjöldann og lengd þjóðhátíðarinnar þá finnst mér það alveg frábært að ekki skuli  hafa verið meira um afbrot og allt HITT fólkið hafi verið til fyrirmyndar og skemmt sér vel .

Ok ég hljóp á mig með 13000.það var hátt á ellefta þúsund.

þjóðhátíðin er sett formlega á föstudegi.Húkkaraballið er á fimmtudegi í Herjólfsdal.Fólk byrjar að streyma til eyja á miðvikudeginum.Þjóðhátíðargestir eru að koma til lands alveg fram á miðvikudagsmorgun.

Þannig er það nú.

Kveðja Solla Guðjóns starfsmaður Herjólfs í Þorlálkshöfn.

Solla Guðjóns, 7.8.2007 kl. 01:15

21 identicon

Nei ég held að þröskuldurinn færist sífellt neðar og neðar. Fólk gerir sífellt meiri kröfur til samborgara og lögreglu. Ég held að þjóðhátíð sem hefði verið haldin fyrir 5 árum og það komu upp miklu fleirri mál hafi verið talin vel heppnuð.

 Sem dæmi um hversu neðarlega þröskuldurinn hefur færst var ungu fólki bannað að koma til Akureyrar þessa helgina að ótta við skrílslæti, ofbeldi og fíknefni sem gætu fylgt þessu fólki. Reyndar er það að verða óþolandi hvað þröskuldurinn hefur færst neðarlega. Það má varla reka við án þess að það sé kominn einvher að segja manni að hafa hljóð og búin að hrinjga á lögregluna. Svo er málið komið á bloggheima þar sem fólk skammast yfir unga fólkinu og hver það sé nú komið í dag. Þetta hafi ekki verið svona þegar það var ungt.

Ég vill samt bara benda á það að Pabbi minn sem vinnur mikið með lögreglu og afbrotaunglingum segir að sem betur fer sé ástandi ekki jafn slæmt og þegar hann var ungur.

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 15:06

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er sammála þér Bjöggi, að mörgu leyti hvað varðar allt tal um að ungt fólk sé ómögulegt og allt það.  Að vísu eru þeir ómögulegu alveg óþolandi lítið jólalegir í hegðun.

Varðandi Akureyri og bannið á tjaldstæðunum fyrir 18-23 ára, finnst mér það vægast sagt vafasöm aðgerð (þó ég skilji hugsunina á bak við það).  Það á ekki að vera hægt að útloka lögráða fólk frá ákveðnum stöðum eftir geðþótta.  Það er bara rugl.  Allt öðru máli gegnir að neita börnum undir lögaldri um tjaldstæði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2007 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987302

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.