Mánudagur, 6. ágúst 2007
Í HJARTANS EINLÆGNI!
Ég ætlaði til Maysunnar minnar í London í þessum mánuði. Ég hef vitað s.l. hálfan mánuðinn að af því getur ekki orðið. Það eru einhverjar breytingar í blóðinu á mér (fyrir utan að vera lág í blóði sem er auðvitað tertubiti) og þangað til ég fæ úr því skorið hvað er á ferðinni, fer ég hvorki lönd né strönd. Ég fór í smá afneitun á þessu fyrst þegar ég heyrði það og þess vegna raunveruleikageri ég þessa staðreynd með því að skella því á bloggið. Þetta þarf ekki að vera neitt alvarlegt. Alls ekki og ég er alveg viss um að sjúkdómaguðinn fer ekki að bögga mig með einhverjum alvöru vandamálum, eftir að vera búin að hjálpa mér á fætur eftir minn virka alkóhólisma. Ég á við að svona veikindaalmætti getur varla verið svo andstyggilegt að það brummi á mig einhverju blóðfyrirkomulagi. Enda er ég með sögu um algjört blóðheilbrigði. Eins og gangandi auglýsing frá Blóðbankanum, svei mér þá. Ég held að sjúkdómaguðinn myndi setja ojabjakk í lifrina á mér frekar. Það er meiri stemmari fyrir því, enda djöflaðist ég á lifrarkvikindinu þegar ég var fyllibytta.
Hur som helst, þá bíð ég eftir að komast til sérfræðings og fá úr þessu skorið. Þangað til læt ég mér nægja símtöl og myndir frá Londres, og á morgun verða allar stelpurnar mínar saman í heimsborginni. Það finnst mér svo skemmtilegt.
Eruð þið hissa á að ég bloggi mikið?
Ég blogga til að gleyma! (Ég bilast úr hlátri).
Þarna er ég komin með allibí á bloggið.
Bitru bloggararnir geta ekki hamast yfir þessu.
Eymd selur, kynlíf selur og ég er núna eymdin uppmáluð.
Jeræt
Úje
Úje.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Synt yfir sundið, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 11
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 2987297
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Jenný - þetta er örugglega einhver tímabundin stríðni í kerfinu í þér. Kona sem bloggar eins og þú ER með heilbrigt blóð - Úje
Smjúts inn í daginn
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 12:19
Takk Anna mín, ég hallast reyndar að því þessa dagana að ég sé ÓSNERTANLEG með öllu, þegar sjúkdómaguðinn á í hlut- úje og til hamingju með að þinn "dearly beloved" er kominn heim, heill á húfi. Takk fyrir falleg orð elsku Anna
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 12:24
æj drasl...vonandi er þetta bara eitthvað verulega ómerkilegt. Þú ert eðal og þannig á það að vera
Ragnheiður , 6.8.2007 kl. 12:31
Auðvitað áttu ekkert að vera að þvælast til London. Þú hefur skyldum að gegna fyrir okkur blogglesendur og við í okkar eigingirni bönnum allan útlandaþvæling því hann kallar á fjarveru frá blogginu
Nei í alvöru Jenný mín, þá verður þetta með blóðið vonandi allt í lagi og þú átt eftir að skella þér til London hress og kát og hitta fólkið þitt. Knús til þín
Björg K. Sigurðardóttir, 6.8.2007 kl. 12:45
ELSKU besta Jennslan mín, ef blóðið er að bögga þig þá er ég sannfærð um að við vinir þínir getum með hugarorku einni hjálpað þér, takk fyrir að leyfa okkur að vita af þessu, nú setjum við allt á fullt í jákvæðri læknis hugsun og þér MUN batna snúllu dúllan mín, júarþebest farin í bæinn kíki á þig STRAX og ég kem heím í kvöld, eigðu bestastan dag.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2007 kl. 12:46
Vá, vá! Segi eins og hinir, svona bloggglöð kona er ósnertanleg! Fann þarna orð þar sem þrjú G komu fyrir í röð! Jibbí! Hlakka til að sjá þig á sunnudaginn!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.8.2007 kl. 12:51
Jenný mín, það er örugglega allt í lagi með þig. Þetta er bara tímabundið vandamál Knús.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 12:52
Ljúfust! Vona að allt verði í lagi með blóðið hjá þér.
knús
Hrönn Sigurðardóttir, 6.8.2007 kl. 12:58
Ég er örgla of blóðheit. Það er vandamálið. Nananabúbú! Takk görls.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 13:07
Þú ferð ekki rassgat héðan. Láttu bara kíkja á frostlöginn og haltu þínu striki.
Þröstur Unnar, 6.8.2007 kl. 13:10
Vonandi Jenný mín er allt í lagi með þig . það er bara gott fyrir þig að blogga og blogga.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.8.2007 kl. 13:19
Er næstafærsa þá um kynlíf?
Segi svona - vonum bara að það verði í góðu lagi með þig, annars taka bloggheimar sig bara saman og gefa þér blóð
Birna Dís , 6.8.2007 kl. 13:23
"næsta færsla" átti þetta víst að vera
Birna Dís , 6.8.2007 kl. 13:23
Ég er búin að greina þetta. Segðu læknunum þetta strax. Þú ert með blátt blóð í æðum og ástæðan fyrir því að þú getur ekki flogið er að einkaþotan er í viðgerð. Og hana nú!
Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2007 kl. 13:33
Ég síkrita mig auðvitað út úr þessu. Annars var ég löngu farin að reikna með jákvæðum hlutum áður en ég vissi af síkritnu. Það er bara kommonsens. Næst er það klobbafærsa Birna Dís, og Jóna, langa-langa-afi minn var launsonur Danakonungs og blóð mitt því helblátt, en reyndar eru í því rauðar slettur frá hinum lágmenningarlegu frönsku duggurum sem sváfu hjá formæðrum mínum. Hver skilur þær ekki? Ég skil þær allavega í botn. Ég er því innflytjandi með landvistarleyfi fíbblin ykkar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 13:45
Ertu ekki bara letiblóð eins og ég? Það gæti skýrt skrítna útkomu í svona prófum. Nei, annars, kona sem skrifar jafn mikið og þú getur ekki verið löt. Og svo frétti ég að þú værir búin að taka niður jólagardínurnar í eldhúsinu.
Ibba Sig., 6.8.2007 kl. 17:11
Ég er ekki bara búin að taka þær niður Ibba mín, heldur búin að skipta út tvisvar síðan í vor. Baka nokkur tonn af bananabrauðum, kryddbrauðum, döðlubrauðum, kanilsnúðum og pönnukökum. Okokok, fyrr má nú rota en dauðrota. Upp með jólagardínurnar, ekki seinna en strax.
Þarf að blogga um það dæmi Ibba mannstu?
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.