Leita í fréttum mbl.is

BITRIR BLOGGARAR

p

Hér er á ferðinni uppsafnaður pirringur, hjá mér sko, vegna bitru bloggaranna.  Ég reyni nú yfirleitt að blogga um eitthvað annað en aðra bloggara nema auðvitað þegar ég linka á einhvern af mínum æðislegu uppáhalds, en þeir eru margir.

Það er alveg sama hvar mig ber niður þegar ég les blogg hjá fólki.  Það skilar mér nánast alltaf einhverju.  Það þarf ekki að vera merkilegt.  Stundum eru það myndir úr hversdagslífinu, stundum um sérhæfð efni, pólítík, fjölmiðla og nánast hvað sem er.  Ég er hæstánægð.

Bitru bloggararnir(ekki margir en andskotans nógu áberandi) eru farnir að fara ólýsanlega mikið í taugarnar á mér.   Þeir eiga það sameiginlegt að blogga um hvað aðrir bloggarar blogga ömurlega, of oft, fréttablogga, blogga um ekki neitt og yfirleitt eru allar bloggaðferðir ómögulegar nema þeirra eigin.  Þeir eru menningarlegri, meira rétthugsandi og betur skrifandi en aðrir,  að eigin mati.  Þeir eiga það oft sameiginlegt líka, að hætta að blogga og koma aftur, hóta því að hætta og þá vegna þess að þeir telja sig ekki í  nægjanlega fínum félagsskap.

Eina ráðið til að losna við boðskap þeirra bitru er að sneiða fram hjá þeim.

Það ætla ég að gera og nú er ég hætt að vera pirruð.

Lovejúgæs!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svooooo sammála þér Jenný. Ég var akkurat að blogga um þetta áðan. Ég varpaði fram þessari spurningu hvað er ekta blogg og hvað er alvöru blogg ??  Ég skil ekki muninn.

Knús.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 14:45

2 Smámynd: Ragnheiður

Iss stelpur, þessir rétthugsandi montrassar geta bara farið til fj*******!

Við getum ekkert verið að setja upp einhver sparisvip hérna, við erum eins og við erum og höfum ákveðna reynslu sem kom okkur þangað.

Við rokkum !!

Ragnheiður , 5.8.2007 kl. 14:48

3 Smámynd: Garún

"Það kemur fyrir að andinn, sem kannski er ekki mikill, yfirgefi mann á þeim stundum er forheimskun opinberast í blogggaggi þar sem margir halda að því hærra sem galað er því gáfulegra sé það. Þess vegna er sárt að sjá á eftir bloggurum með vit( maple123), sem hætta að blogga af því þeir haldast ekki við innan um bónusheilana."

Þetta að ofan fann ég á einni af þessum heilögu bloggsíðum, þar sem gáfufólkið var að vandræðast með okkur heimskingjana.  Síðan reglulega hóta þeir að hætta hérna og þá koma svona 700 komment "æi ekki hætta, please, ekki hætta að skrifa þá er allt farið til fja....."  Og svo mætti lengi telja.  Það eru til fjórar tegundir af Bloggurum.  nr.1 þeir sem blogga um daginn og veginn.  nr.2 þeir sem vilja koma framm með skoðanir sínar  nr.3 Sögublogg og nr.4 fólk sem bloggar um hvað aðrir blogga heimskulega.... 

Garún, 5.8.2007 kl. 14:50

4 identicon

Gremjublogg þykir mér leiðinlegt nema þegar ég er á því vesæla stigi sjálfsvorkunnar og beiskju að vera að blogga gremju og beiskju-blogg sjálf. Og varla þá þykir mér það í lagi. Ég er svo innilega sammála þér. Ég sneiði hjá beiskju og gremjubloggurum.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 14:50

5 identicon

GOBBIDIGOBBIDIGOBB.  Þú ert svo mikill snillingur...   Ég get núna andað léttar.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 14:51

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Hlaut að koma að því að manni yrði hent út.

Þröstur Unnar, 5.8.2007 kl. 15:09

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Voða er þetta  leiðinlegt hvaða ansk er þetta hvað  með þessa bloggara sem er tuða í öðrum bloggarum hvað er maður ekki nógu fínn  eða hvað og ég nenni ekki velta mér uppúr þessu. þeir geta bara átt sig fyrir mér. En annars ´góð færsla hjá þér eins og alltaf.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.8.2007 kl. 15:53

8 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Sammála,bloggarar eru misjafnir,en allir hafa eitthvað að segja og misgott,við getum ekki oell verið super bloggarar.

María Anna P Kristjánsdóttir, 5.8.2007 kl. 16:04

9 identicon

Setti þetta komment inn hjá Kalla Tomm um daginn þegar verið var að ræða um bloggheiminn, og þá vísað sérstaklega til atburða síðustu helgar. Það er í raun sama pælingin hjá mér og það sem þú ert að pæla hér (enda hugsum við ekki svo sjaldan það sama;)

... Það sem ég hef verið að sjá undanfarna daga er að bloggarar hafa verið að tala niður til annarra bloggara með kommentum um vafasamt gáfnafar, móðursýki, og fólk er kallað múgæsingalið og dramadrottningar, fólk er jafnvel dæmt fyrir að nota orð eins og sorglegt, harmleikur og annað álíka um voveiflega atburði. 

Annað sem ég hef orðið vör við er að það er hálfpartinn farið að flokka bloggara eftir því hvað þeir kjósa að blogga um og hvernig þeir setja það fram. Þannig virðast það vera orðnir einhverjir annars flokks bloggarar sem tengja í fréttir eða endurtaka eitthvað upp úr þeim (sem ég geri t.d. oft til að kynna efni fréttarinnar þannig að fólk þurfi ekki sjálft að smella á linkinn á fréttinni). Flestir þessi bloggarar bæta nú einhverju við frá sjálfum sér en jafnvel þó að þeir geri það ekki finnst mér að það eigi bara að virða þeirra rétt til að haga sínu bloggi eins og þeir vilja.

Og hana nú!

Takk fyrir þarfa og góða færslu - smjúts

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 16:06

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Flott hjá þér. Anna ÓLAFS.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.8.2007 kl. 16:12

11 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Bitur bloggari röflar um bitra bloggara. Er þetta ekki bara hringrás, eins og árstíðirnar og annað fallegt í lífinu?

; - )

Ólafur Þórðarson, 5.8.2007 kl. 17:00

12 Smámynd: Ragnheiður

Þér getur ekki verið kalt ennþá !? ég fór framhjá heima hjá þér áðan og þvílíkt majorka veður þarna á fjallinu !

Ragnheiður , 5.8.2007 kl. 17:06

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er rjómablíða hér hjá mér, en var það ekki í gær.

Veffari: Ég er ögla skemmtileg, leiðinleg, reið og döpur og margt fleira.  En ég er ekki bitur.  Þorrí kallinn og vertu úti að leika.

Takk þið hin.  Anna tek undir með því sem þú skrifaðir og Garún hver í fjáranum er BÓNUSHEILINN???

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2007 kl. 17:23

14 Smámynd: Benna

Hjartanlega sammála þér....lítið gaman af þessu "gáfumönnum" sem telja sig yfir allt og alla hafnir!

Benna, 5.8.2007 kl. 17:29

15 Smámynd: Jens Guð

  Þessi bitru bloggarar hafa alveg farið framhjá mér.  Reyndar er minn daglegi bloggrúntur í frekar föstum farvegi.  En samt tek ég stundum hliðarspor inn á önnur blogg líka.  En greinilega ekki inn á bitru bloggin.  Heppinn ég. 

Jens Guð, 5.8.2007 kl. 17:35

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Jens þú ert svaka heppinn, en til að hafa rétt, rétt þá eru þau heldur ekki mörg, sem betur fer, þannig að það er alveg hægt að sleppa.  Takk fyrir innlitið, ég les þig oft og finnst það fróðlegt og skemmtilegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2007 kl. 17:46

17 Smámynd: halkatla

hahahaha - þetta er svo satt , við hugsum sko alveg eins ég fæ alltaf hálfgerðan aulahroll þegar ég sé fólk byrja að kvarta yfir því að aðrir bloggarar séu ekki nógu góðir fyrir það, híhí. 

halkatla, 5.8.2007 kl. 17:47

18 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það eina sem ég hef að kvarta undan á moggabloggi og skiptir svo sem engu máli, en pirrar mig stundum (segir kannski meira um mig) er þegar ég er búin að leggja mikla vinnu í fréttatengt efni og einhver skrifar, "Úps", eða eitthvað álíka við sömu frétt, en það á ekki við um þig Jenny.

Benedikt Halldórsson, 5.8.2007 kl. 17:56

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jenný  mín, góð að vanda. Ég les bara minn rúnt og held eiginlega aldrei framhjá svo ég slepp við allt bögg, elska ykkur hin öll.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2007 kl. 18:18

20 Smámynd: Garún

Jenný mín ég veit því miður ekki hvað bónusheili er.  En sá sem þetta skrifaði er greinilega ekki með svoleiðis grip. 

Kannski þýðir það að maður sé með bónusheila ef maður sparar!

Kannski þýðir Bónusheili að maður hafi auka heila, svona í bónus.

Kannski þýðir það að vera með bónusheila, að geta husað meira, svona í bónus.

En samt grunar mig að maðurinn sem skrifaði þetta hafi verið að meina að aðrir en hann séu með minni greind en hann og þeir sem versla í bónus eru annars flokks þjóðfélagsþegnar og þarafleiðandi telur hann að orðið bónus sé slæmt.  Hann verslar bara í Nóatúni og í kjötmiðstöðinni. 

Garún, 5.8.2007 kl. 21:43

21 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

úpps..moi dead!!! Ég ákvað um einn vondan veðurdag a hætta eða hvila mig á bloggi og kom svo aftur. Og ég er sek um að hafa einu sinni sagt að mér finndist ekki gaman af frétttabloggurum.  En hva...það er þroskamerki að skipta stöðugt um skoðun og vita betur í dag en í gær..ha???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.8.2007 kl. 21:56

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Katrín mín þú ert ekki biturbloggari ´sskan.  Ekki með tærnar þar sem þeir bitru hafa hælana.  Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband