Leita í fréttum mbl.is

ÞORLÁKSMESSUBRJÁLÆÐI

1

Ég fékk vægt áfall áðan þegar ég fór í Hagkaup að versla til heimilisins.  Þar var Þorláksmessa hinn fyrri í verslunarbransanum.  Ég komst varla áfram með vagninn og rakst stöðugt á fólk.  Allir voru einbeittir í framan.  Nú átti að versla og það á mettíma.  Skrýtið en það var einmitt það sem ég var sjálf að hugsa.  Ég held að ég hafi beðið a.m.k. 300 sinnum afsökunar þegar ég skellibjallaðist með vagninn utan í fólk á öllum aldri, utan í hillur og á veggi.  Það fór lítið fyrir hinum dreymna hillusvip að þessu sinni, örvæntingarsvipurinn var allsráðandi.  Listinn sem ég útbjó áður en ég lagði í hann og ég gaf mér dauða og djöful upp á að hann skyldi ég verka, var langur, svakalega langur.  Mér tókst það, en rétt með naumindum.

Árangur:

Marðir leggir.

Vægt taugaáfall.

Verkir í handleggjum (svei mér þá ef þeir eru ekki lengri en áður).

Höfuðverkur dauðans.

Troðfullur ískápur af mat fyrir heila herdeild.

Niðurstaða:

Mér væri nær að muna að gera stórinnkaup á mánudögum fyrir hádegi.  En ég veit að þegar kemur að næstu innkaupaferð þá verð ég búin að gleyma raunum mínum.

Mín eina von er að húsbandið muni hremmingarnar.

Síjú!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

aha..fór í svona leiðangur áðan, tókst að verða geðvond í 15 mínútur á eftir og það er nýtt met,persónulegt met !

Ragnheiður , 3.8.2007 kl. 19:00

2 identicon

Voðalega skil ég þessa tilfinningu vel, þú átt alla mína samúð. Vissir þú hvað þú varst að fara að kaupa? Oftast fer ég á síðasta klukkutímanum sem opið er og uppgötva svo þegar ég kem inn í búðina að ég er alls ekki með á hreinu hvað raunverulega vantar og kaupi fyrir vikið alls kyns óþarfa - til að vera viss  Á þessu sviði er ekkert til sem heitir skipulag í mínum kolli.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 19:22

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég á eftir að kaupa inn fyrir helgina það er opið á morgun er það ekki ??????

Kristín Katla Árnadóttir, 3.8.2007 kl. 20:12

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Anna mín að þessu sinni var listinn með í för en það er sjaldnast. 

Kristín Katla:  Allt opið á morgun.

Ljónynja:  Sömuleiðis takk fyrir að biðja mig.

Hross: Bara geðvond í 15 mín.  Ég er enn spúandi eldi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2007 kl. 20:23

5 Smámynd: Ragnheiður

já ég kann ekkert að vera geðvond enda kímdi karl minn og hafði gaman að smádrekanum sínum

Ragnheiður , 3.8.2007 kl. 21:16

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

LOL.  Allir einbeittir á svipinn. Ég verð sjaldnar geðvondari en við þessar aðstæður. Hate it. Finnst allir ljótir og tillitslausir og heilalausir. ALLIR ERU FYYYYYYYYYYYYYYRIR MÉÉÉÉÉÉÉÉÉÉR.... ARGH. Sko, þér tókst að æsa mig upp fyrirfram... ég þarf að versla á morgun. Æi.. ég sendi Bretann.

Jóna Á. Gísladóttir, 3.8.2007 kl. 22:37

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Jónsí mín þú sendir miðann með Bretanum því eins og hann segir þá finnst þér svo gaman að skrifa.  Hahahahahahaha mér finnst Bretinn ógisla fyndinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2007 kl. 22:41

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Akkúrat núna finnst mér hann ófyndnasti maður á jarðríki... en það er önnu saga

Jóna Á. Gísladóttir, 3.8.2007 kl. 22:49

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Arg, allt í steik á kærleiksheiminu?? Hm... meila Nennusín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2007 kl. 22:58

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

LOL. Búin

Jóna Á. Gísladóttir, 3.8.2007 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband