Leita í fréttum mbl.is

MÖMMUSTRÁKAR

1

Mömmustrákar eru allsstaðar til, á öllum aldri og þeir eru ekki ófáir sem hafa búið heima hjá mömmu langt fram á fullorðinsár og jafnvel þar til mamman eða drengur gefa upp öndina.  En á Ítalíu er þetta þjóðaríþrótt.  Að búa hjá mömmu fram að fertugu er algengt og það er til ítalskt orð yfir þessa öldruðu smádrengi en því miður er ég búin að gleyma því.

Ég er að velta fyrir mér hverju um sé að kenna.  Kannski er það "rúmsörvis" sem er svona svakalega 10-stjörnu.  Það þarf þó ekki að vera.

Er þetta ofmæðrun?

Eða vanfeðrun?

Ædóntnó. Einhver?

Úje

 


mbl.is Mömmustrákur á sjötugsaldri komst í klandur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

en vanmæðrun og offeðrun? Möguleiki? Ég vil fá þessi orð í orðabók Háskólans. Strax!

Jóna Á. Gísladóttir, 3.8.2007 kl. 00:35

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

mail

Jóna Á. Gísladóttir, 3.8.2007 kl. 00:35

3 identicon

ofmæðrun vanfeðrun!!! Segi eins og Jóna, snilld sem þarf að komast í orðabók (aðdáunarkarl)

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 00:38

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þarna er mjög algengur misskilningur hvað ítalíu varðar að bara karlmenn búi inni hjá mömmu sinni til svo langstíma heldur er það öll fjölskyldan.. Það vill svo til að fyrverandi kærastan mín er ítölsk með öllum tilheyrandi skapofsa .  Ítalía er allt öðruvísi upp byggt  þar er miklu meira atvinnuleisi og atvinnuleysisbætur takmarkaðar... Kaþolisminn tröllríður öllu og hefðinir vægt til orða tekið SKRÍTNAR... t.d á karlmaður að bú helst með konu sinni alla hunds og katta tíð en ef hann færi frá henni væri hann álitin hinn mesti hrotti.. Aftur á móti þykir hið besta mál að hann eigi glás af ástkonum.. engin setur sig gegn því..

Brynjar Jóhannsson, 3.8.2007 kl. 00:46

5 Smámynd: krossgata

Nýyrðasmíð!!!    Naflastrengsduld?

krossgata, 3.8.2007 kl. 00:58

6 Smámynd: Ragnheiður

ég held að heimsljósið hafi séð umfjöllun mína um þetta sama mál, hann kemur allaveganna ekki heim blessaður.

Ragnheiður , 3.8.2007 kl. 00:58

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha stelpur þið eruð æði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2007 kl. 01:49

8 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ætla sko að passa vel upp á það að ofmæðrun sé ekki stunduð á mínu heimili.

Eva Þorsteinsdóttir, 3.8.2007 kl. 01:54

9 Smámynd: Ósk Sigurðardóttir

Þeir eru svona þessir elskulegu latínu drengir :) T.d er einn vinur minn nýlega fluttur að heiman og inn til kærustunnar, en hann er 30 ára. Honum finnst ekkert sérstaklega gaman að þurfa að gera allt sjálfur og saknar þess að það séu ekki straujuð föt á rúminu þegar hann kemur heim á daginn! En þetta er nú líka v. þess að það er ekkert sem heitir námslán þarna suðurfrá og íbúðir MJÖG dýrar.

Flott nýyrði :)

Ósk Sigurðardóttir, 3.8.2007 kl. 07:40

10 identicon

Hefur engum af ykkur stelpunum dottið í hug að það sé eitthvað annað í gangi á Ítalíu en karlremba og ofmæðrun og hver önnur nýirði sem þið getið komið upp með? Kanski er ítalía bara ekki eins og ísland. Mæður á Ítalíu viljakanski bara hafa fjölskylduna nálægt sér. Þar til þið vitið meira um þetta mál er ég hundfúll með ykkur því þetta eru bara fordómar í ykkur kellunuml.

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 18:12

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég man ekki að nokkur hafi minnst á orðið karlremba.  Þú verður að lesa betur.  Hér var verið að tala um vanfeðrun, þe. að pabbinn hafi of lítið vægi í uppeldinu.

Hjördís, flott orð.  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2007 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.