Fimmtudagur, 2. ágúst 2007
HÚRRA, HÚRRA OG HÚRRAAAAAA
Goldfinger hefur misst heimildina til nektarsýninga og það kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins, að ekki sé útlit fyrir að klúbburinn fái heimildina aftur.
Ég klíp mig. Er mig að dreyma? Þetta er stór sigur í baráttunni gegn klámi, mansali og vændi.
Ætli það séu aðrir möguleikar fyrir hendi, innan lagarammans, að halda út svona starfsemi með einhverjum ráðum?
Ef svo er verður það ábyggilega reynt af einhverjum mannvininum.
Den tiden, den sorgen.
Í dag fögnum við.
Újejejeje
Goldfinger missir leyfi til nektarsýninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Nota bene
Áhugaverðir tenglar
www.myspace.com/noise1
Athugasemdir
Það er bara gott mál og er er sko alveg sammála þér.
Kristín Katla Árnadóttir, 2.8.2007 kl. 13:37
Þetta er sorglegur dagur í sögu "frjálsa ríkisins" Íslands, þegar enn eitt skrefið er stigið í að útrýma öllu sem heitir frelsi.
Baldur (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 13:45
Samkvæmt nýlegri frétt mbl: http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1283098
þá er minni munur á milli kynjana en gert var ráð fyrir þegar það kemur að ástæðum fyrir samförum, ég þekki fullt af konum sem skoða klám reglulega og viðurkenna það fúslega og því oftar sem maður fylgist með feministum rakka karlmenn og klám þá grunar manni að eftirfarandi málsgrein í fréttinni sem ég bennti á sé sönn
"Aftur á móti segir hann niðurstöðurnar afar upplýsandi. Þær undirstriki sífellt vaxandi vísbendingar um að meintur kynjamunur kunni einungis að eiga við um fólk sem eigi við kynlífsvanda að etja."
Steinar (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 13:49
"Baldur" virðist telja að við eigum að hafa frelsi til að kaupa okkur konur frá fjarlægum heimshlutum til að selja aðgang að líkömum þeirra. Ég get í sjálfu sér fallist á að það er ákveðið frelsi en ég tel mikilvægara að tryggja frelsi kvennanna.
Hvort er mikilvægara að þrælar fái frelsi eða að húsbændur þeirra hafi frelsi til að halda þræla? Það er spurningin.
Varðandi hugleiðingu Jennýjar Önnu um aðra möguleika þá landar mig til að spyrjast fyrir um fyrirbærið "Strawberries" í Reykjavík. Þar áttu menn að geta keypt kampavínsflösku á 50-100 þúsund og fengið rúmenska stúlku með flöskunni afsíðist og ræða við hana meðan drukkið var úr flöskunni. Getur einhver upplýst mig um hvort þessi starsemi, sem augljóslega er vændisþrælahald, viðgengst enn á svæði Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins?
Hreiðar Eiríksson, 2.8.2007 kl. 13:51
skipting engu, fáum okkur bara gott þjonusta á bohem , hiiiiipyyy
porn_dog (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 14:03
Þetta er sorglegt og gerir lítið gegn mannsali, þetta ýtir einmitt frekar undir mannsal þar sem þetta fer í undirheimana og þar er nú erfitt að fylgjast með hvernig farið er með stelpurnar.
hsv (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 14:04
Ég er á því að Geiri myndi senda þér STÓRA GULLFINGURINN ef hann læsi þetta hjá þér........ Ég er sammála þér og mér þykir ekki mikið til þessara staða koma..
Samt verð ég að viðurkenna að mér þykir að sá karlmaður sem fer á nektarbúllur er frekar niðurlægja sjálfan sig en konur. Ég vil meina að karlmenn sem borga konu konu tugi þúsunda til að fara úr fötunum gera það vegna þess að þeir geta það ekki öðruvísi ? ef það skerðing á hinu FRJÁLSA ÍSLANDI eins og BALDUR segir þá segi ég að sú frelsisskerðing er hið besta mál. Því það segir sig sjálft að enginn vill ALGJÖRT FRELSI...
Brynjar Jóhannsson, 2.8.2007 kl. 14:12
Úff.... Feministar eru líkt og sortuæxli á þjóðfélaginu.
Logi (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 14:13
gaman af athugasemd nr 5. Lýsir eitthvað svo mikilli innsýn í lífið og tilveruna. Greinilegt að greind manneskja er þarna á ferð, viðkunnaleg og elskuleg.
Jóna Á. Gísladóttir, 2.8.2007 kl. 14:14
Hehe Jóna, algjör mannvitsbrekka þarna á ferðinni. Dásamlegt að fá að kynnast svona Mensum.
Logi vinurinn, eru feministar líkt og sortuæxli? Bara sortuæxli? Iss, piss.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2007 kl. 14:24
Ekki ber ég titilinn feminsti svo ég slepp þá við að ver sortuæxli, en þessi frétt gleður mig eins og ykkur flest.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2007 kl. 14:30
Það er got að fá svona ánægjulega frétt, nú þegar mesta nauðganahelgi ársins nálgast. Lýðurinn sem stundaði þennan stað reynir eflaust að finna sér einhvern annan vettvang fyrir vafasama iðju sína, vonandi halda þeir sér frá útihátíðunum.
Theódór Norðkvist, 2.8.2007 kl. 14:34
Nekt er af hinu illa. Okkur ber að leita allra ráða til að stoppa það að fólk fari úr fötunum.
Kær kveðja
Sveinn
Sveinn Valdimar Ólafsson, 2.8.2007 kl. 14:36
Sveinn og þið hinir kjánarnir hérna inni sem verjið þrælahald og misnotkun á konum; verið úti kallarnir, veðrið er gott og sólin skín, róló opinn og þar er sandkassinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2007 kl. 14:38
Jaahá, kjáni, þrælahaldari og misnotari og í sandkassann með þig!!
vááá
kær kveðja
Sveinn
Sveinn Valdimar Ólafsson, 2.8.2007 kl. 14:54
Ég yfirgef hér með svona bloggvef.
Hvar finn ég góða sandkassa - ansilangt síðan ég prófaði?
kveðja
Sveinn
Sveinn Valdimar Ólafsson, 2.8.2007 kl. 14:56
Finnst þetta vafasamt því þetta er tíðkað í öllum alvöru löndum í nágrenni okkar. Hef áhyggjur af því að vissir "sjúkir" aðilar sem fá nú enga útrás lengur, geti því miður leitað yfir í misnotkun á börnum sem er hið versta mál, ja hvort er skárra af tveimur möguleikum ?
Skarfurinn, 2.8.2007 kl. 15:12
gott mál
Huld S. Ringsted, 2.8.2007 kl. 15:13
Ættum við ekki frekar að reyna að laga þessa sjúku karla heldur en að halda starfsemi áfram sem brýtur á rétti svo margra.
Garún, 2.8.2007 kl. 15:21
Þeir sem vilja stunda staðina, húrra fyrir þeim. Þær/Þeir sem vilja dansa nektardans er alfarið á þeirra eigin ákvörðun.
Ef Þið ætlið að kenna Geira á goldfinger um að ræna dönsurum þá skil ég nú ekki alveg í ykkur því flestar þessar stelpur fá svipuð laun og forstjórar hjá stórum fyrirtækjum..
Friðjón (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 15:40
Lífleg umræða hjá þér bloggvinkona og hér flæða ljúfyrðin út um allt - veit ekki hvar ég á að bera niður fyrst. Það er svo erfitt að setja sig inn í þankaganginn hjá þessum sem þjást svona gríðarlega af femínistafóbíu. Æi- annars nenni ekki að eyða einni heilasellu hvorki í að ergja mig á þeim né vorkenna þeim (5, 8, 13). Hinir sem ekki eru sammála þessu mega eiga það að þeir eru að taka þátt í rökræðu.
Ég er einfaldlega gríðarlega ánægð með þessa ákvörðun og vona eins og þú að ekkert geti komið í veg fyrir að hún verði látin standa. Það er löngu sannað mál að vændi þrífst í skjóli þessara staða og eftir því sem þetta fær að dafna lengur óátalið þeim mun lengra ganga þeir sem halda þessu úti. Þegar upp er staðið snýst þetta allt um að græða sem mest og þar er öllum meðulum beitt sem fremi sem skrjáfar í seðlum.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 16:25
ég hef bara aldrei séð svona marga karla hérna hjá þér áður ! Vá nýtt met...endilega ekki eyða kommentunum frá þessum elskum
Ragnheiður , 2.8.2007 kl. 16:40
Vei uppáhalds feminista fórnarlambið mitt komið heilt á húfi eftir viku brotthvarf. Jón minn ég hafði svo miklar áhyggjur af þér, var hrædd um að eitthvað feminista fyrirbæri hefði rænt þér og mannfjandað þig. Æi hvað ég er glöð að þú ert komin aftur með þín frábæru rök og beyttu skoðanir. Bara svona samt til að ég skilji, hvernig "heyrðirðu og fékkstu síðan staðfest". Já kallinn það er gott að þú ert komin hérna til að halda áfram að láta vitgrannan almúgan vita af þeirri hættu sem feminisminn er. Góður
Garún, 2.8.2007 kl. 16:47
Þetta er góður dagur.
Svala Jónsdóttir, 2.8.2007 kl. 17:07
Vændi ER löglegt hérna en ekki þetta!?! Þessar konur stunda þetta af fúsum og frjálsum vilja og það er enginn að neyða þær í neitt. Þetta er bara rugl
Einar (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 17:18
Heldur virkilega einhver því fram að misnotkun á börnum og konum minnki einhvað við að halda úti nektarbúllu, nei aldeilis ekki, ef þeir sem sækja staðina geta ekki klárað sig þar inni hvert haldið þið að þeir leiti.
Hef farið inná svona búllu og ef menn fara eins út og sá sem dansarinn tók fyrir þá alla vega fór sá ekki heim að sofa, hann hefur örugglega fundið einhverja til að ljúka verkinu, og eflaust ekki alltaf gert með vilja þess aðila.
Vona að ég móðgi engann á þessum skrifum.
sola (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 17:35
Já gaman að sjá feministana taka málin í sínar hendur þegar eitthvað fer yfir þeirra siðferðismörk ;).
Jám engar hugmyndir um að hafa öryggisverði inná stöðunum og þá vaktaða af lögreglu til að tryggja öryggi stúlkanna, heldur bara grafa allt undir yfirborðið þar sem þið sjáið þetta ekki. Gaman að þessu
aron (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 17:49
Tek undir það að þessir menn sem sækja þessa staði þurfa hjálp, og þeir fá hana ekki nema það verði eitthvað gert.
Hvernig væri að berjast fyrir því frekar og hjálpa þessum stúlkum ? Ekki eruði að fagna því að þær séu með betra öryggi allavegana.
aron (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 17:52
ég er ekki feministi og finnst þeir nú fara oft yfir strikið, en það eru alskonar kröfur sem karlmenn gera bæði við kærustur, eiginkonur og hjákonur sem er sprottið af klámmenningu og strippi.
sola (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 18:11
Guð hvað hann Jón Frímann er skemmtilegur karekter og viðsýnn. Það er alltaf svo gaman að kynnast svona fólki. Ég er nú bara búin að liggja í kasti síðastliðinn hálftíma. Oftast fer það í taugarnar á mér þegar fólk er með ranghugmyndir um eitthvað ákveðið en þetta var bara fyndið. "feminstar eru hópur af fólki með það að stefnu að stjórna þjóðfélaginu, með góðu eða illu" eins og hann orðaði það.Ég vona það bara að hann eignist ekki börn, barnanna vegna ef þetta djók frá honum er eitthvað sem þau myndu alast upp við. Guð minn góður ég segi ekki meir. Jón farðu nú bara að plebbast einhversstaðar annars staðar með honum Geira litla. Hafðu það gott fyndni litli eldgosakarl.
Sara Hrund (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 18:37
Sara hann Jón Frímann æðislegur. Ég ætla að gera kvikmynd um hann. En það er ótrúlega þreytandi rök að alltaf ef maður er á móti einhverju þá er maður feministi. Mér finnst persónulega nektarbúllur vera ógeðslegar og öllum sem koma þangað eða vinna þar til skammar.
Garún, 2.8.2007 kl. 18:59
Ég botna ekkert í þessum köllum. Heimta að fá að borga á meðan ég er alveg ókeypis.
Anna Einarsdóttir, 2.8.2007 kl. 21:09
Í comment nr.23 er fullyrt að það sé löngu búið að sanna að vændi fari fram í skjóli nektarstaða.Mjög athyglisverð fullyrðing þar sem að lögreglunni hefur aldrei tekist að sanna slíkt, en sá sem það skrifar virðist vita betur.Höfundur þess comments myndi e.t.v vilja standa fyrir máli sínu og tjá okkur hér í bloggheimum hverjar þær sannanir eru?
Ég vil annars votta dansmeyjunum sem og öðru því starfsfólki á Goldfinger sem nú lýtur allt út fyrir að missi vinnuna samúð mína og vona svo að þau fái vinnu sem fyrst aftur, þó svo það sé á öðrum starfsvettvangi.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 21:27
Ja, hérna. Ekki vissi ég að svo margir lítilfjörlegir klámkarlar væru til á Íslandi. Það er alveg sjálfsagt að hafa skoðun á hinu og þessu. En eins og ég sagði á bloggsíðu minni (nota bene við Jón Frímann sem leit þar inn með strákslegar yfirlýsingar) þá gef ég ekki mikið fyrir skoðanir en meira fyrir þekkingu og reynslu.´
Sjálfur er ég ekki feministi og ætla ekki að verða. Ég skil hins vegar ekki fullyrðingar um "lögregluríki" eða "skert frelsi" í tengslum við þessa ákvörðun lögreglustjórans. Þessi ákvörðun er tekin í samræmi við lög sem sett eru af lýðræðislega kjörnum fulltrúum almennings. Þetta er því lýðræðislegt og á ekkert skylt við "lögregluríki". Ekki skil ég heldur hvað átt er við með "skertu frelsi". Er þá verið að tala um frelsi til að halda þræla? Var þá afnám þrælahalds í Bandaríkjunum ekki skerðin frelsis? Væri þá afnám barnaþrælkunar í Kína alvarleg aðför að frelsinu?
Svo eru aðrir sem neita að horfast í augu við tengsl þessara staða við mansalsglæpahringi þrátt fyrir að allar rannsóknir og skýrslur segi á afdráttarlausan hátt að slík tengsl eru sterk. Allt sem fram komið um starfsemi íslensku klúbbana styður það að hér er um um að ræða sama fyrirbæri í kynlífsþrælahald hjá öðrum þjóðum.
Hreiðar Eiríksson, 2.8.2007 kl. 21:31
Góðir punktar Hreiðar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2007 kl. 21:39
Núna eru allir kommunistarnir að missa sig af gleði, enn annað skrefið í lögregluveldi,
Ísland er orðið íhaldssamara en Írland þar sem þetta er löglegt, Þetta er ekki út af kvenréttindum heldur siðferði þrýstihópa sem beyta sér fyrir því að koma sínu heilagu siðferði í lög
Alexander Kr Gustafsson (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 22:15
EInu rökin sem ég sé hérna er ad hominem(persónuárasir) á alla sem eru ekki sammála feministaáróðurvélunum, allir sem eru ekki sammála jákórinum eru "pervertar,nauðgarar,klámhundar og fleira".
Í raun er stigamót og flest feministafélög hatursfélög sem starfa á sama hátt og nýnasistahópar, allir sem eru ósammála eru sjálfkrafa gyðingar nema í þessu tilfelli eru allir ósammála nauðgarar
Alexander Kr Gustafsson (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 22:20
Sá þetta innlegg eftir Sola:
"Heldur virkilega einhver því fram að misnotkun á börnum og konum minnki einhvað við að halda úti nektarbúllu, nei aldeilis ekki, ef þeir sem sækja staðina geta ekki klárað sig þar inni hvert haldið þið að þeir leiti.
Hef farið inná svona búllu og ef menn fara eins út og sá sem dansarinn tók fyrir þá alla vega fór sá ekki heim að sofa, hann hefur örugglega fundið einhverja til að ljúka verkinu, og eflaust ekki alltaf gert með vilja þess aðila.
Vona að ég móðgi engann á þessum skrifum."
Finnst engum nema mér skrítið að það skuli vera að gefa í skyn að ef þessar stúlkur taki ekki á móti öllum ógeðisköllunum að þá muni þeir fara eitthvað annað? Hvers eiga þessar konur eiginlega að gjalda? Eiga þær að þurfa að vera einhvers konar böfferar og díla við alla ógeðiskallana svo að þeir fari nú ekki eitthvað annað? Og "almenningur" þurfi þá að díla við þá. Hvers konar eiginlega hugsunarháttur er þetta til þessara kvenna?
Guðrún (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 22:25
Kæra Guðrún, ef þú lest yfir kommentalistann hér við þessari færslu og súmmerar upp fylgjendur nektardansstaða, þá má sjá að flestir, þám Sola eru hreinilega ekki svaraverðir. Mér finnst áhugavert að sjá hvernig fólk er innstillt til kvennanna og til mála af þessum toga yfirleitt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2007 kl. 22:41
Humm jammogjá....
Það eina sem svona bann gerir er að fjarlægja umbúðirnar, eftir stendur vændið sem nú fer bara fram í heimahúsum og hótelum eftir lokun strippstaða.
Svo er annað i þessu.... á þessum stöðum fengu litlir karlar að góna á naktar konur og borga þeim stórfé fyrir það og rölta svo út sáttir. eftir lokun staðanna held ég að verði bara algengara að þessar óheppnu stúlkur fari beint í vændi við komu hingað, nú þurfa þær ekki einu sinni að hafa danshæfileika eða dýrt sviðsdress
En feministar fagna og konur allar .... nema þær sem þurfa nú að læra að dansa
Kveðja Böðvar
Böðvar (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 22:50
"Í raun er stigamót og flest feministafélög hatursfélög sem starfa á sama hátt og nýnasistahópar, allir sem eru ósammála eru sjálfkrafa gyðingar nema í þessu tilfelli eru allir ósammála nauðgarar"
Ég ætla nú rétt að biðja þig að vera ekki að blanda Stígamótum inní þetta!
Maja Solla (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 00:01
Stigamót,feministafélag Ísland og nokkur aðrir haturshópar eru ábyrgir fyrir þessu
Alexander Kr Gustafsson (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 13:25
Alexander kr Gústafsson (sagt með reiðri móður rödd). Viltu í guðanna bænum halda Stígamótum fyrir utan þetta. Þær góðu konur sem starfa þar og hjálpa, vinkonum þínum, frænkum og öðrum að ná sér eftir misnotkun hafa ekkert með ákvörðun lögreglunnar að gera. Ég bið til guðs að þú þurfir aldrei á aðstoð Stígamóta að halda en þú hefðir gott af því að kíkja þangað í kaffi og spjalla við konurnar. Stígamót eru ekki pólitískur þrýstihópur, en oft notuð í heimskulegum röksemdarfærslum eins og þessari hjá þér. Það er nefnilega alveg greinilegt að þið hafið ekki hugmynd um hvað feministar eru, hvað Stígamót gera, eða hvernig áhrif nektarstaðir hafa á samfélagið í heild sinni. Það að við Íslendingar eigum að leyfa nektardansstaði "bara" afþví að aðrar þjóðir gera það eru barnaleg rök og greindarfari ykkar ekki til sóma. Hættið að vera með einhverju bara afþví að "frelsi" ykkar er misboðið, þið farið hvort eð er ekki á þessa staði og það er engin söknuður af þeim. Og annað bara til að trylla ykkur alveg, þá finnst mér það ætti að banna spilakassabarina Háspenna lífshætta, sem er nafn með rettu. Og reynið að troða feminista rökunum inná það.
Vinsamlegast hættið að rífast um hluti sem þið hafið ekki hundsvit á.
Garún, 3.8.2007 kl. 13:42
Garún: Þú sagðir það sem ég ætlaði að segja, jafnvel betur. Takk. Jón Hnefill, flott innlegg í umræðuna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2007 kl. 14:59
humm, ég hef heyrt marga stráka segja að þeir þekki einhvern sem fékk eða var boðið vændisþjónusta á strippstöðum í Reykjavík, þetta var þegar þeir voru amk 7 talsins. Þá var það ekkert endilega staðurinn sem skipulagði það heldur einfaldlega vildu sumar dansmeyjarnar selja sig til að fá aukapening... það er nefninlega misskilningur að þær fái svo há laun, sumsstaðar dönsuðu þær ókeypis og þurftu að treysta á að áhorfendahópurinn gaukaði einhverju smáræði að þeim. Kellurnar á goldfinger eru síðan ekki að fá sanngjörn laun, miðað við hvað starfið þeirra er viðbjóðslegt. Og að þurfa að hanga utaní þessum ógeðslega Geira og hans tröllavinum, maður fær klígju við tilhugsunina
En þessi umræða er ekki fyrir mig, ég er femínisti sem vill ekki láta banna nektardans, ein ótrúlega biluð kella mér er hinsvegar alveg sama þó að það sé gert, svoleiðis að ég samgleðst vissulega pistlahöfundi.
ég er samt sammála því að sem #13 sagði, nekt er af hinu illa
halkatla, 3.8.2007 kl. 15:29
Ég fer ekki á þessa staði, en bann leiðir til annars bann og fyrr en varir máttu ekki gagngrýna ríkistjórnina,
Kommunistahugsunarháttur eins og þú hefur Guðrún er hættulegur mannkyni og Kína hefur sýnt fram á hvað þín hugsun er gölluð
Alexander Kr Gustafsson (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 20:05
'Eg veit nú ekki hvers konar frjálshyggju þú fylgir Jón en hún á í enga átt við frjálshyggju heldur svipar til fasisma
Alexander Kr Gustafsson (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.