Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
ÁSTRÁÐUR Í STÍFRI VINNU..
..um verslunarmannahelgi, Hinsegin dögum og á Menningarnótt í Reykjavík, en Ástráður er forvarnastarf læknanema. Ástráður ætlar að dreifa smokkum til fólks sem er á leið út á land yfir helgina. Auðvitað er það þarft framtak. Samt er eitthvað "dekadent" við þá staðreynd að það skuli vera litið á það sem eðlilegan hlut að allir verði gerandi það út um allt, eins og ekkert sé. Að það sé ekkert athugavert við þetta rosalega dodo-festival. Það er eitthvað ferlega undarlegt við að það skuli talið vera normið, en fyrst svona er þá er auðvitað betra að horfast í augu við staðreyndir og láta liðið fá smokka.
Mér finnst einhvernvegin eins og það sé einhver fjöldageðveiki í gangi fyrir þessi helgi. Svona örvæntingarfull ofsakátína. Það verður að vera svo gaman, svo mikið fyllerí svo mikið allt. Á mánudeginum er svo sýnt frá sviðinni jörð, rusli út um allt, brenndum tjöldum og öðru drasli. Þá dettur mér í hug að það sé eitthvað mikið að í þjóðarsálinni.
OMG
Súmí.
Ástráður dreifir smokkum um Verslunarmannahelgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Hneyksli, Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Fjöldageðveiki er gott orð. já, soldið sona eins og gamlaárskvöld
Jóna Á. Gísladóttir, 1.8.2007 kl. 23:35
Hnaut um fjöldageðveiki eins og Jóna, það var auglýsing áðan á einhverri stöðínni þar sem sagt var frá að Bónus bæklingur mundi koma í fyrramálið með Fréttabl. það mætti sko enginn missa af honum, fullt af tilb. og óþarfa fyrir helgina geri ég ráð fyrir. Þetta er manísk helgi og allt gert til að örva villdýrið í okkur. Frið á jörð
Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2007 kl. 23:43
æj ég er alltaf kvíðin fyrir þessarri helgi, búin að setja heimsljósið í band og hann unir því, hann veit að mamma er hrædd um hann....ég ætla að vera heima
Ragnheiður , 1.8.2007 kl. 23:51
Almáttugur!!! Verlsunarmannahelgi!!! Í fyrra kom ekkert sunnudagsblað út um verslunarmannahelgina = engin sunnudagskrossgáta (rífur-hár-sitt-karl). !!!!!
Athyglisvert að blöð koma ekki út á dögum eins og jóladegi, páskadegi, 17. júní og svo framvegis.... sem sagt svona tilbeiðsludögum, en þó ég sé engin sérstök bindindismanneskja þá fer það í taugarnar á mér að tiltekin blöð komi ekki út þó hálf þjóðin sé út um allt að tilbiðja bakkus og dodoast.
krossgata, 1.8.2007 kl. 23:55
Mér finnst þessi helgi fatalt dæmi. Myndi vera mjög sátt við að hlaupa yfir hana í dagatalinu. Það er eitthvað svo ótrúleg klikkun sem fer í gang.
Nú á ég í samningaviðræðum við þá yngri, er að reyna að fá hana til að taka sem minnstan þátt í þessu Horror Akureyri festival, er komin niður í eitt ball með Páli Óskari og smálabb í bænum meðan dagskrá er á útisviði. Vona að það verði ekki meira og hún sleppi ósködduð frá því.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 00:29
Rosalegt Anna að búa inni í miðri útihátíð. Djísús, settu stelpuna í gjörgæslu og vertu í humátt. Nei er að djóka, maður má ekki gerast humi en mikið rosalega er þetta erfitt. Var með blátt útihátiðarbann á mínar til 16 ára aldurs en sú elsta slapp til Vestmannaeyja og svo sú yngsa en miðbarnið mitt, litli materialistinn og tískudrósin fór ekki. Úff hvað það er gott að þetta er að baki.
Krossgata: Það er ekki skemmtilegt ef sunnudagskrossgátan klikkar, þá er landið í vanda. OMG
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2007 kl. 00:47
Þetta er náttúrulega einhverskonar geðveiki sem er í gangi ..... úff, einhver sem skilur mig :)
Það er akkúrat okkar foreldra að taka í taumana og koma í veg fyrir að þetta verði svona áfram!
Vildi að ég hefði fengið þessi blíðu viðbrögð sem þú fékkst við þessum skrifum ;)
Eva Þorsteinsdóttir, 2.8.2007 kl. 01:21
Sammála um að það sé okkar foreldra að taka í taumana og koma í veg fyrir þetta ef við viljum. En við viljum það ekki. Það erum "við foreldrar" sem höldum þessar hátíðir, seljum dópið, brennivínið, viljum græða og skemmta okkur í leiðinni. Það eru nefnilega "við foreldrar" sem stöndum að þessu sukki öllu saman.
Þröstur Unnar, 2.8.2007 kl. 07:27
Svo er þetta klassíska hjá ungu gæjunum, "Djöfull ætla ég að vera óóógeðslega fullur um helgina!"
Hvað hefur maður ekki oft heyrt þetta...
Hróarskelda dugði fyrir mig í 3 ár, annars hef ég aldrei farið á útíhátið.
Maja Solla (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 08:34
Mikið finnst mér "örvæntingarfull ofsakátína" lýsa vel stemningunni fyrir þessa helgi. Ég hef einmitt verið að leita að góðri lýsingu á þessu ástandi og þetta er ansi gott. Var einmitt að lesa fréttir af því að fyrstu gestirnir eru komnir til Eyja og talsverð ölvun var þar í nótt! Þetta verður þreytt fólk á mánudaginn.....ég sé ekki hvað er gaman við þetta, hvað sem ég reyni þá bara næ ég ekki að skilja þessa stemningu og þessa helgi og allt sukkið og svallið! Kannski bara ég leyfi mér bara að skilja það ekki! Þetta er svo yfirgengilega vitleysa sem fer í gang....
Sunna Dóra Möller, 2.8.2007 kl. 09:35
Það sem veldur mér alltaf jafn mikilli undrun varðandi þessa helgi er að það skuli vera talið eðlilegt að fórnarkostnaðurinn sé fyrir hendi, að það sé reiknað með slysum, nauðgunum og öðrum manneskjulegum hörmungum. Það er eitthvað að þegar okkur finnst þetta í lagi. ARG
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2007 kl. 10:04
Svei mér þá.. það var ekki svona mikið vesen í denn þegar maður´fór á útihátíð um verslunarmannahelgina Kanski það hafi verið en bara ekki fjölmiðla og fréttasnápar upp um allt og út um allt að snapa ja og jafnvel skapa fréttir fyrir 30 - 35 árum síðan..fyrir æsifregna þyrsta einstaklinga sem hýrast heima í glerhöllum sínum og þora ekki út um þessa helgi.....
.En að vísu er mér minnisstæð eitt viðtal við strák 17 -20 ára fyrir nokkrum árum síðan, en fréttasnáparnir sátu um liðið þegar það kom í land að lokinni þjóðhátíð og hann spyr strákinn hvort að hann hafi skemmt sér vel um helgina....Stráksi svarar rámur og hás ,, ég veit það ekki fyrr en ég verð búinn að framkalla myndirnar" Ég hefði nú sjálf viljað hafa verið með aðeins meir meðvitund en þessa sem hér ber vitni.....án þess að þurfa að hafa ljósmyndir sem vitni um það hvort svo hafi verið.....
En núna er minn næst elsti ný orðinn tvítugur að fara til eyja í fyrsta skifti og ég bið fyrir honum um að hann lendi ekki í neinu veseni, hef svo sem ekki þurft að hafa áhyggjur af honum, en það eru því miður of oft þeir einstaklingar sem eru ekki með vesen og stæla sem lenda fyrir bullunum.... Vonum svo bara að sem flestir hafi skynsemina með í för hvert sem ferðinni er heitið, hvort sem viðkomandi er edrú eða ekki.....Svei mér þá..þetta átti að vera athugasemd en ekki bloggfærsla
Agný, 2.8.2007 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.