Leita í fréttum mbl.is

ÉG ER Á LEIÐINNI...

..í IKEA en eins og bloggvinir mínir vita þá eru það sögulegar ferðir, sem enda oftast með því að ég kem heim, með fulla poka, einhverjum þúsundunum fátækari, reynslunni miklu ríkari og.... án þess sem ég fór til að kaupa.  Ég er búin að fara þrisvar í IKEA á þessu ári til að kaupa sturtuhengi.  Mér hefur enn ekki tekist það.  Nú förum við SARA og fröken Jenny Una Erriksdóttirrrr í kjötbolluferð í stórverslunina sem alltaf gefur mér höfuðverk og við ætlum að kaupa barnarúm.  Jenny Una verður að fara að fá rúm og einhversstaðar verður hann Oliver að geta sofið þegar hann kemur í heimsókn frá Londres og gistir hjá Granny-J og Einari.  Það vantaði nú bara.

Ég mun skrifa nákvæmlega innihald pokaskjatta þegar ég kem heim.  Held að ég muni ekki gleyma að kaupa rúmið, ef svo er, er ég illa stödd í minnisdeildinni.  Set sturtuhengi á innkaupalistann en mér segir svo hugur að ég muni gleyma því.  Ég verð auðvitað að hafa ástæðu til að fara í verslunina til að kaupa eitt og annað fyrir jólin.  En ekki hvað?

Skelli hér inn nýjum myndum af Oliver en hann kíkti til ljósmyndarans nýlega og gerði Granny-J og ömmu-Nordquist alveg svakalega glaðar með því tiltæki sínu.

Gjörsovel!

123

Úje - Læfisbjútífúl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HAKMO

ohh hann er algert krútt :)

HAKMO, 1.8.2007 kl. 13:10

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Hakmo hann er algjört yndi og dúlla.  Hann er alltaf glaður og kátur, nema þegar hann fær smá frekjuköst, bara pínulítil sko.  Alveg yndislegur drengur og elskaður af öllum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.8.2007 kl. 13:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst hann algjör töffari þessi ungi maður.  Sá á einhverntíman eftir að heilla dömurnar upp úr skóm og n*******

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2007 kl. 13:20

4 identicon

Hann er ofurbjútí þessi drengur  Afhverju kannast ég annars við svona búðarferðir???

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 13:51

5 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Alveg eðalgullmoli

Ragnhildur Sverrisdóttir, 1.8.2007 kl. 14:06

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Flott hjá þér. Þú mátt alveg setja mynd af rúminu á bloggið þitt. Ég er nefnilega í svipuðum vanda og þú, með sturtuhengið þitt. En mig vantar rúm fyrir Eydísi Láru Þrrrrastarrrdótturrr, og hef skoðað IKEA, en ekkert rúm hefur fylgt mér út ennþá. Þjáist af valkvíða þegar ég kem þarna inn.

Þröstur Unnar, 1.8.2007 kl. 16:05

7 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Hmmm er ekki enn svo frægur að hafa komið í nýju IKEA búðina. Hún er eitthvað svo ægilega langt í burtu

Kristján Kristjánsson, 1.8.2007 kl. 16:11

8 identicon

Aftur ég, Farðu nú að koma heim áður en þú klárar allt úr búðinni - missjú darl  og BTW: Mér finnst tiltillinn á þessu bloggi þínu alveg hrikalega kúl - af hverju ætli mér finnist það???  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 16:17

9 identicon

OH..JÁ, Barnabarnið okkar er yndislegt Jenný mín ;-).. Við eru í sólinni í sumbarbústaðnum. Fábært veður.......Tala við þig þegar ég kem heim á mánudaginn.. Kossar til þín.

Brynja Nordquist (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 17:53

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þröstur face it, auðvelt jobb.  Keypti fururúm með brík þannig að börn detti ekki á gólf.  Falleg sængurverasett og skreytingu á veggin.  Easy as pie.

Anna: Var að hugsa um þig og húsbandið þegar ég skellti inn fyrirsögn.  Húsbandið þitt er svona nokkurnveginn á leiðinni er það ekki?

Brynja:  Flott veður sem þið hafið fengið, þvert ofaní veðurspár.  Kærar kveðjur til ykkar í sælunni.

Smjúts öll

P.s. Anna mín komin, búin að eyða fullt af péningum er góð sko.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.8.2007 kl. 17:58

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Kristján, þú hefur ekki LIFAÐ fyrr en þú hefur upplifað geggjunina í IKEA!

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.8.2007 kl. 17:59

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Geðveikar myndir af Óliver sæta - það er ekki amalegt að hafa svona myndir í kringum sig.

Edda Agnarsdóttir, 1.8.2007 kl. 18:27

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

je dúdda mía hvað þetta barn er eitthvað ónáttúrulega mikið krútt.

Jóna Á. Gísladóttir, 1.8.2007 kl. 18:30

14 Smámynd: Rebbý

já vantar ekki að barnabörnin séu falleg
IKEA er stórhættulegur staður - fer reglulega þangað en fæ aldrei það sem mig vantar en kem heim með allskonar óþarfa í staðin.  Væri kannski málið að kunna eyðslu sinnar hóf

Rebbý, 1.8.2007 kl. 20:26

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nú klingir í eggjastokkunum.

Anna Einarsdóttir, 1.8.2007 kl. 23:12

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við förum ekkert að hófsemdast Rebbý mín í IKEA.  Algjör óþarfi.

Anna: Pling, pling.  Þú ert sem sagt í krúttkasti.  Lol.

Þið öll:  Takk fyrir falleg orð. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2007 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.