Leita í fréttum mbl.is

FYRRVERANDI Í SÖMU BORG..

 

..og á sama tíma.  Tom Cruise og Nicole Kidman verða bæði í Berlín við kvikmyndatökur í september n.k. og það telst greinilega til tíðinda.

Einu sinni fannst mér Tom Cruise flottur, eins og t.d. í barmyndinni (man ekki hvað hún heitir) þar sem þeir dönsuðu um allt með flöskurnar innan við barborðið.  Eftir að hafa heyrt um hann og Vísindakirkjuna fór sjarminn að renna af manninum og nú er hann bara lítill plebbi, sem hoppar í sófum og starir með aðdáun upp á eiginkonuna hana Kötu Holmes.

Með Nicole gegnir öðru máli.  Konan er afspyrnu góð leikkona.  Það er varla sú bíómynd sem hún hefur haft hlutverk í sem ekki verður eftirminnileg, bara vegna þess að hún er þar.  Myndin um Channel hefði reyndar mátt missa sig, en allir eiga sína slæmu daga.  Ég vona svo sannarlega að Nicole sé ekki í Vísindakirkjunni.

Annars er ótrúlegt að fylgjast með hvað telst fréttnæmt í slúðurheimum í dag.  Að þessi fyrrverandi hjón skuli vera í sömu borg á sama tíma og að það skuli komast í blöðin segir mér bara eitt.

Fræga fólkið verður að fara að haga sér illa.  Það er gúrkutíð í slúðrinu þessa dagana.

Mímí.


mbl.is Tom Cruise og Nicole Kidman við tökur í Berlín í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Talandi um gúrkutíð þá finnst mér fréttin sem ég las um daginn toppa Það allt.  "Angelina Jolie og Brad Pitt fóru í keilu" þetta var fyrirsögnin, og fréttin var bara um að þau hefðu ákveðið að slappa aðeins af og lyfta sér upp með krakkana.  Ég fór útí garð áðan og er að bíða eftir að lesa um það á mbl.is  

Garún, 28.7.2007 kl. 11:27

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Merkilegt.  Ég er í sama bæ og minn fyrrverandi og papparassarnir hafa ekki ennþá uppgötvað það.    En ég nota líka dulnefnið ANNA afturábak.

Anna Einarsdóttir, 28.7.2007 kl. 11:28

3 identicon

Æ þetta fræga fólk er nú orðið svoldið seigt undir tönn.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 11:53

4 Smámynd: halkatla

ég held að ég geti fullvissað þig um að frúin fyrrverandi er ekki í vísindaspekisöfnuðinum - gott hjá henni, hún reynir meiraðsegja að halda börnunum sem þau eiga saman fyrir utan söfnuðinn, hef ég heyrt, en ég get ekki selt þér það á dýru verði...

halkatla, 28.7.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband