Leita í fréttum mbl.is

BRJÁLAÐ VÖRUMERKI OMG

1

Ég hef engan áhuga á bílum.  Hef aldrei haft og mun aldrei hafa.  Bílar eru fyrir mér kassi á fjórum hjólum sem maður kveikir á og keyrir.  Þ.e. sem aðrir kveikja á og keyra..... mig.  Ég er ein af þeim sem alltaf segi VÁÁÁ þegar bíll fer í gang.  Mér finnst það stórkostlegt kraftaverk að það skuli með lykli vera hægt að kveikja á apparatinu.  Auðvitað er þetta blöðruheila-afstaða til þarfasta þjónsins en ég er svona að reyna að undirstrika vanþekkingu mína á bílum með því að játa allt.  Beinlínis allt.

Ég hef stundum hugsað um það hvað ég myndi gera ef ég yrði vitni að óhappi í umferðinni eða ráni þar sem ræningjarnir hverfa á braut í bíl.  Ég væri í vondum málum, löggan líka en afbrotamennirnir væru í góðum gír og með heppnina með sér.  Ég þekki Wolksvagenbjöllur, Merzedes Benz og Rolls Royce.  Svo þekki ég strætó og gömlu Citroen bílana sem eru ekki til lengur.  Þar með er það upp talið og þó líf mitt lægi við gæti ég ekki nefnt aðra bíla.

En hvað um það.  Þessi fyrirsögn, "Ferrari brjálast" varð mér tilefni til þessarar hugleiðingar.  Hvernig getur vörumerki brjálast?  Eða er greifi Ferrari enn á lífi, sum sé persónan Ferrari.  Ég veit það ekki en mikið rosalega eru þeir orðnir líbó á Mogganum.

Er einhver arfaruglaður kommúnisti af gamla Þjóðviljanum búin að fá vinnu þarna?

Demdifænó - demdifæker!


mbl.is Ferrari brjálast yfir að McLaren skyldi sleppt við refsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Valur brjálast- Fylkir brjálast- Ég brjálast - Jenný brjálast - Ferrari vinnnur.

Þröstur Unnar, 26.7.2007 kl. 18:13

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þetta er pínu fyndið.......það væri nú ef að vörumerki færu nú bara að missa sig alveg út um allt ! Annars er ég ekki bílamanneskja heldur og það versta sem ég geri er að taka bensín og fara ein á bílaversktæði....OMG.....ég höndla það ekki, Finnst ég alltaf stödd í miðju karlaveldi og ég hafa ekkert til málanna að leggja! Ég veit að þetta er alveg galið að láta svona en ég er með algjöra fóbíu fyrir bensínstöðvum og verkstæðum! Enn ein fóbían í mitt annars ágæta safn hahaha!

Sunna Dóra Möller, 26.7.2007 kl. 18:13

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er nú bara eins og þegar "fullt af andlitum " mættu á svæðið, sé alveg fyrir mér bara andlitin ekki kroppana.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.7.2007 kl. 18:19

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

já.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.7.2007 kl. 18:19

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

nei.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.7.2007 kl. 18:55

6 Smámynd: Þröstur Unnar

What?

Þröstur Unnar, 26.7.2007 kl. 18:59

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Þetta kallast Nanoblogg.

Þröstur Unnar, 26.7.2007 kl. 18:59

8 identicon

Hehemmm..... vitið þið hvað ljóskan sagði þegar hún vaknaði einn morguninn ??

"Guð, strákar ... eruð þið allir í sama liði ? " 

Gott að nota þennann á bensínsstöð eða versktæði  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 19:15

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nano??

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.7.2007 kl. 19:22

10 identicon

Heheheheeh

Guðrún B. (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 19:26

11 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Sumpart er hugleiðing þín eðlileg en áhugaleysi þitt á bílum - eða formúluni - skýrir líklega niðurstöðuna! Ferrari er lið og í liði er hellingur af fólki og því stjórnar ákveðinn kjarni manna sem í þessu tilviki semja yfirlýsingu og lýsa geðshræringu sinni yfir niðurstöðu í tilteknu máli.

Ég er hvorki kommúnisti né arfaruglaður kommúnisti en ætli sé nokkuð slæmt að vera hvort tveggja? [Og hvað þýðir að vera arfaruglaður? Getur það tengst því eitthvað að ég er búinn að reita arfa margsinnis í garði mínum alveg frá í mars hérna í hlýindunum í Frakklandi? Og sé út um glugga núna að ekki veitir að taka til hendi, var samt síðast á ferð í beðunum fyrir 10 dögum!]

Vann aldrei á Þjóðviljanum sáluga, bara á Morgunblaðinu í 30 ár og plús. Þetta er ekki spurning um líberalisma. Heldur einfaldlega algeng aðferð við fyrirsagnagerð.

Í innganginum, strax á eftir fyrirsögninni, kemur svo hinn efnislegi kjarni. Upphafsorðið er "Ferrariliðið . . ." Og hafir þú lesið hann hefðu hugleiðingar þínar vart farið á blað. Er það ekki kjarni málsins, þú hefur látið duga að lesa fyrirsögnina og sökkt þér síðan í framangreindar pælingar?

Sem er sosum í lagi allt þar til þú gerir mér upp einhver trúarbrögð. Og af hverju ertu svona vond við gamla Þjóðviljamenn?  Er Össur Skarphéðinsson nokkuð svo slæmur, hann er nú einn af síðustu ritstjórum blaðsins áður en það dó?

Þetta er nú orðið alltof langt hjá mér, en þakka fyrir athugasemdina. Það er alltaf gott að fá aðhald og ekki skal ég víkja mér undan gagnrýni. Hún á alltaf rétt á sér, sérstaklega ef rökstudd er. Tek gagnrýni bara vel og reiðilaust en reyni að skýra mína afstöðu til textans ef ég tel á þurfa að halda. 

Þú sýnir líka ákveðinn skammt af sjálfsgagnrýni sem er einhver mesti kostur hverrar manneskju. Og ég trúi því alveg að þú hafir engan áhuga á bílum þegar þú segist "kveikja" á þeim. Í mínu ungdæmi á Raufarhöfn lærðist manni að segja að starta bíl, og enn fínna þótti að ræsa bíl en það heyrði ég þó helg ég ekki fyrr en ég fluttist til Reykjavíkur að verða 17 ára!

Með bestu kveðjum

Ágúst 

Ágúst Ásgeirsson, 26.7.2007 kl. 19:27

12 identicon

Ég er líka svona bílasnillingur og finnst agalegt að bjöllurnar, volvoinn, citroen og renault og alles sé ekki með sínu lagi eins og þegar ég var örlítið yngri. Ef ég er spurð: "Hvernig bíl á hún/hann?" -- þá svara ég : "Hann er blár" ---kva...meira get ég ekki og finnst sjálfri þetta mjög tæmandi lýsing

Sjálf á ég Volvo og veit hvernig hann er á litinn en demifænó hvaða týpa eða vottever

Ég tendra minn bíl

Dúa (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 19:36

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ekki hef ég neitt vit á bílum.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.7.2007 kl. 19:51

14 Smámynd: Garún

Héðan í frá mun ég af heilsufarsástæðum hætta að tala um bílinn minn sem bíl og segja "sjálfrennireið".  Ég mun einungis ræsa sjálfrennireiðina á helgidögum eða þegar ég er nýkomin úr baði.  Takk fyrir og góðar stundir.  

Garún, 26.7.2007 kl. 19:54

15 identicon

Þessi fyrirsögn er í hálf-gerðum æsifregna-stíl sem að Mogginn hefur nú ekki verið mjög þekktur fyrir hingað til.  Efni fréttarinnar er líka alls ekki í samræmi við fyrirsögnina.  Það er ljóst að Ferrari-menn eru ekki sáttir við niðurstöðuna en vægast sagt langsótt að segja þá hafa brjálast.  Hins vegar kemur þessi fyrirsögn kannski ekki á óvart, alla vegana fyrir þá sem hafa fylgst með formúlu-fréttum á mbl.is (og hlustað á Ágás í sjónvarpinu).  Af einhverjum ástæðum virðist Ágás vera mjög í nöp við Ferrari og því miður skín það álit hans ansi oft í gegnum formúlu-fréttirnar á mbl.is. 

Steini (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 20:13

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ágúst asskoti geta komið skemmtilegar athugasemdir út úr hringavitleysunni stundum (í þessu tilfelli mér). Takk fyrir skemmtilegan "pistil".  Ég er gamall kommi og "arfa"hrifin af flestum ritstjórum þess gamla snepils.  Að vera arfa eitthvað þýðir að vera "víðtækt" eitthvað. Hehe.

Las á hundavaði yfir greinina, það játast vantaði mótivasjón til að skrifa um bíla.

Takk öll og Dúa, ég tala við þig seinna (slefandi reiðikall)

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.7.2007 kl. 20:35

17 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Vísa á bug staðhæfingum Steina um að mér sé í nöp við Ferrari. Neita því að sýna því ágæta liði ekki tilhlýðilega virðingu. En umfjöllun um mál fylgir að maður verður að hafa skoðanir (bendi á bloggið mitt nýjasta um njósnamálið) og tjá þær undir fullu nafni. Það hræðist ég ekki, ekkert frekar en Jenný Anna.    

Það er hins vegar svo að stundum hef ég farið eitthvað í taugarnar á unnendum Ferrari - ástæðurnar skil ég þó ekki. Það er eins og megi ekki skrifa fréttir sem gætu á einhvern hátt varpað skugga á liðið eða dregið úr dýrðinni. 

Steini færir vonandi fram einhver rök og dæmi  um ætlaða fjandsemi mína í garð Ferrari. Honum til hughreistingar skulu nefnd nokkur dæmi úr fyrirsögnum vitrar erlendra netmiðla (m.a. BBC og Auosport) af viðbrögðum Ferrari í dag:

Þar koma t.d. fyrir: „Ferrari outraged by FIA spy decision“ - „Ferrari fume at ruling“ - „Ferrari fury over McLaren verdict“ - „Ferrari furious at hearing outcome“ - „Ferrari furious with McLaren's reprieve“ - „Ferrari slams FIA decision“ - „Ferrari condemn verdict in F1 spy hearing“

Í a.m.k. fimm þessara er talað um brjálsemi af hálfu Ferrari. Kannski erum við að taka sterkt til orða. En það verður að lesa fréttatilkynningu liðsins og skoða samhengi þess sem þar stendur við yfirskrift mína og annarra. Ég tek m.a. á því í blogginu mínu og bendi Steina aftur á það. Þótt þolinmóður sé hef ég annars ekki óþrjótandi þolinmæði til að standa í argaþrasi við fólk sem skortir kjark til að koma fram undir fullu nafni. 

Þess vegna virði ég fólk eins og Jenný Önnu og gagnrýni þess.

Ágúst Ásgeirsson, 26.7.2007 kl. 21:11

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert svo sem alveg með þarna Dúa dásó, bloggvinkona mín.  Muhahahaha, en þú verður tekin á beinið

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.7.2007 kl. 21:16

19 identicon

Það er afar áhugaverð umræða hvort vörumerki geti orðið brjáluð og felst líklega helst í því hvaða skilning við leggjum í orðið brjálað. T.d. Ferrari brjálað góðir bílar? Hins vegar vil ég benda á að Þjóðviljinn gamli var langsamlega best (réttast) skrifað af þeim dagblöðum sem voru gefin út á Íslandi og stílbrigði, uppbygging greina og efnistök með þeim hætti að margar gamlar greinar úr Þjóðviljanum hafa ratað inn í íslenskukennslubækur á síðari árum, sbr. Mályrkjubækurnar. Hvort það er vegna þess að kennslubókahöfundar eru allir gamlir arfavitlausir kommúnistar skal ósagt látið en ég efast þó um það.

Daníel (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 22:05

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég elska gamla arfavitlausa kommúnista.  Þeir eru svo gáfaðir.... eins og ég.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.7.2007 kl. 22:37

21 identicon

Til upplýsinga og sáluhjálpar fyrir Ágás, Steini = Þorsteinn Reynir Þórsson. 

Vitna bara beint í heimasíðu Ágás http://formula.blog.is/blog/formula/ 

"Ætli þessi afstaða forsvarsmanna Ferrari endurspegli aðra réttlætisvitund en tíðkast t.d. norðan Alpanna?"

Steini (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 00:41

22 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þakka þér Steini, ekki hafði ég minstu hugmynd um sá Steini sem ég var að þrasa við væri sá hinn eini og sanni ágætismaður sem varpað hefur skildinum! Mér þykir vænt um manninn og leitt að hann skuli halda að ég sé einhver fjandvinur Ferrari eða liðsins fínu ökuþóra þótt ég geti sett út á eitt og annað.

Jafn greindur og vel gerður maður og hann er vonandi ekki ósammála mér um að það gangi ekki af jafn miklu alvöru og toppliði og Ferrari að halda því fram að FIA hafi í gær gefið út leyfi til að svindla í íþróttinni? Með því að refsa mönnum ekki fyrir eitthvað sem ekki er hægt að sanna?  

Ég þarf enga sáluhjálp en er einfaldlega hlynntur því að fólk bloggi og skiptist á skoðunum undir fullu nafni. Það er í anda blog.is og verður á endanum ofan á. Við eigum alltaf þann kostinn að taka ekki til máls. Það nýti ég mér stundum  þegar löngunin til að blanda sér í umræður sækir á mig. Það er nú bara mitt almenna viðhorf.

Ágúst Ásgeirsson, 27.7.2007 kl. 09:58

23 identicon

Fjör utan formúlunar

Formúlan er þannig úr garði gerð að hana er varla að hafa annað sem skemmtun. Hún er eitt mesta sjónarspil íþróttanna að boxinu frátöldu. Það eru einfaldlega of margir þættir sem ráða úrslitum aðrir en eiginleikar ökumanna, utan brautar sem innan, þótt þeir skipti að sjálfsögðu máli.

Alla vega er óþarfa að fara á límingunum þótt einhver geri eitthvað sem ekki samræmist réttum reglum eða framgangi. Þeir sem hafa fylgst með formúlunni sl. áratug muna sjálfsagt eftir því að Michael nokkur Schumacher keyrði vísvitandi á Damon Hill og ári síðar á Jacques Villeneuve í þeim einum tilgangi að koma í veg fyrir að þeir ynnu viðkomandi keppnir og þar að leiðandi yrðu heimsmeistarar! Ef einhversstaðar hefur verið til "foul play" í sportinu þá var það þarna, þótt Schumi hafi ekki verið fundið sekur nema í annað skiptið, þ.e. í fyrra skiptið komst hann upp með árreksturinn. Áður en ferli hans lauk var hinn margnefndi Schumacher orðinn margfaldur meistari og búinn að sanna sig sem besti maður formúlunnar frá upphafi - alla vega tölfræðilega séð, þó sá sem þetta ritar hafi aldrei getað fundið samkend með honum eftir ofangreind atvik. En þótt einhver væri svekktur yfir þessum atvikum uppi á Fróni, breytti það engu um það sem gerðist og líklega gerir það ekki í framtíðinni.

Ég vil hvetja deilendur á þesari síðu að líta á formúluna svipuðum augum og listina, njóta hennar, sofna einstaka sinnum yfir henni eins og kemur fyrir hjá mér, en alls ekki taka hana alvarlega þó svo ég hafi ákv. að halda með einu tilteknu liði svona til að geta glaðst eða fundið mér tilefni til að gera eitthvað annað eftir atvikum.

En njótið lífsins og formúlunnar líka.

Jónas Egils. (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.