Miðvikudagur, 25. júlí 2007
..OG ALLIR HATA FEMINISTA
Stöð 2 er að toppa sig þessa dagana. Fyrr má nú vera gúrkan. Þeir sem horfðu áðan, hafa væntalega séð "fréttina", þ.e. viðtalið við Íslensk-Kanadiska klámmanninn sem lét hvað hæst þegar klámráðstefnan var blásin af á dögunum. Einhvern veginn sló sá maður mig ekki sem mjög áreiðanlegur heimildarmaður, en Stöð 2 étur vitleysuna hráa upp úr honum í símaviðtali. Hann og nokkri aðrir ferðuðust hingað hvort sem var, af því þeir voru búnir að kaupa miðann til Íslands og fá fríð í vinnunni.
Enhvernveginn svona hljómað frásögn Hr. Hjörleifssonar (held ég muni nafnið rétt):
Allir þekktu okkur af nöfnunum þegar við vorum að skemmta okkur í bænum. Við rákumst ÓVART inn í lokað partý hjá feministum og þær voru mjög ókurteisar, yfirheyrðu okkur og voru ekki mjög aðlaðandi. ALLIR sem við töluðum við á djamminu sögðust hata feminista. Borgarstjórinn er örugglega geðveikur að koma með yfirlýsingu eins og þessa, þegar hann lýsti andstöðu sinn við klámráðstefnuna, nema að hann hafi eitthvað vont á samviskunni!
Svo heilsteiptur karakter eitthvað.
Stöð 2 - getalæf!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Hneyksli, kvikindiskapur og illt umtal, Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2987283
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
...eða borgarstjórinn með exem eða brjósklos að gera svona......
Dúa (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 19:30
OMG hvað fólk getur endalaust talað um femínista eins og hugmyndafræðin sé ein skeggjuð kona sem hatar karlmenn.... byrjar ballið
Dúa (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 19:35
Já Jón Frímann, það er guðs mildi að þú fæddist með garðslöngu en ekki garðkönnu. Reynslusaga þín er áhugaverð. Ég heyri biturðina og umkomuleysið. Ég er kvikmyndagerðarmaður og hefði mikinn áhuga á því að skrifa þína sögu. Hvernig þú sem ungur maður hefur lent í hremmingum tengdum íslenskum femínistum. Ég táraðist þegar ég reyndi að setja mig í þín spor. En hvernig líst þér á þetta, ég er að hugsa um þrjár kvikmyndir, í fullri lengd svona tríólógíu, en ég reyndar efast um að það verði nóg til að segja frá píslagöngu þinni. Já eyðingarmáttur femínista er svakalegur og ég bið til Guðs á hverjum degi að allar litlu stelpurnar á fæðingardeildinni verði ekki loðnar, rauðar og ósáttar kvenréttindakonur. Elsku drengurinn, hafðu samband ef þig vantar að tala.
Garún, 25.7.2007 kl. 19:39
Garún I love u
Jón Frímann ég er svo fegin að þú ert ekki kona. Hélt fyrst að þú værir einn af þessum 8 konum á Íslandi sem er uppsigað við kynsystur sínar úr baráttunni. Soldið kvenlegur á myndinni og sonna. Grín.
Dúa: Ef orðið feministi sést á prenti skapast oft óreiða (understatement of the f.... century).
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2007 kl. 19:57
Hvernig er 'lokað partý hjá feministum'? Eru þau haldin reglulega? Hvernig kemst maður í slíkt?
Þarfagreinir, 25.7.2007 kl. 19:58
Ég var að láta mér detta í hug Þarfagreinir að þetta hafi verið fermingaveisla úti í bæ. Ég meina þetta eru útlendingar og sonna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2007 kl. 20:29
Ég er orðin svo bitur útí fólk sem lítur á feminista sem einhvern ljótan sértrúarsöfnuð sem vilji bara brenna hálsbindi og skvetta rakspíra á eldinn, að það liggur við að ég þori ekki lengur að upplýsa fólk um að ég tilheyri þessum hópi.
Einhvern tímann var ég nú skráð í Feministafélag Íslands, en vegna anna (hver sem hún er) komst ég aldrei á neina fundi eða neitt.
Auðvitað eru til öfgar í þessu, eins og öllu öðru. Það eru líka ansi margar öfgar í gangi í dag sem hamla jafnréttisbaráttunni, sem við hin ættum ekki að líða heldur.
Urr, sveiattan.
Maja Solla (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 20:30
Þessi frétt var eitt stórt skot á feminista, ansi litað af fúlheitum og biturleika yfir að hafa ekki fengið að halda þessa blessuðu klámráðstefnu. Það var eiginlega hálf fyndið að hann skyldi reyna að segja að þeir hafi "óvart" rambað inn í eitthvað feministapartý, svoleiðis gerist bara í amerískum bíómyndum. Þeir ætluðu auðvitað sér að vera þarna. Þetta var svona "candid camera moment", nema að myndavélin var engin. Hefði samt ábyggilega verið fyndið - klámhundar villast inn í partý feminista. Menn verða að hafa húmor fyrir þessu.
Hreinn Ómar Smárason, 25.7.2007 kl. 20:32
Ég þakka Guði á hverjum degi fyrir femínisma......ögfafullan og hógværan og bara alls konar. Það er þannig sem að konur ná fram réttindum sínum og sína samstöðu gegn oftar en ekki afar slæmum aðstæðum kvenna út allan heim, hér á Íslandi líka. Svo er líka til stórkostleg femínísk guðfræði sem að berst gegn afar óréttlátri íhaldsamri karlægri guðfræði, sem að leggur til dæmis áherslu á að konur megi ekki verða prestar og að þær séu manninum sínum undirgefnar. Alveg frábært lesefni sem er alveg þess virði að lesa!! Ég hreinlega elska femínisma í öllum sínum myndum !
Sunna Dóra Möller, 25.7.2007 kl. 20:32
Að sjálfsögðu brosir maður út í annað en mér finnst alveg út í hróa af stöð 2 að tala við þennan mann eins og einhvern f.... fréttaritara eða blaðamann. Maðurinn var að ausa úr skálum reiði sinnar. Hehe
Maja Solla við erum sammála systir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2007 kl. 20:34
Sá fréttina og þetta var sem betur fór frekar áberandi bull. Varðandi feministana þá eru þeir reyndar til sem eru skíthræddir við þá, enda kynni ég mig stundum sem brjálaðan feminista svona með tóninum ,,brjálæðislega flott!" og það er eins og það brjóti ísinn og fólk sé alveg til í að ræða málið að fengnum þessum upplýsingum.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.7.2007 kl. 20:36
Anna og Sunna Dóra þið eruð frábærar, enda feministar af guðs náð. Muhahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2007 kl. 20:39
Jón Frímann, hvernig getur nokkuð sem tengist kveneðlinu ( sem er feminint) verið haldið eyðingarmætti? Eru það ekki konur sem bera nýtt líf undir belti og hlúa að börnum sínum stóran hluta úr lífi sínu? Karlar hafa hingað til lagt sorglega lítið til þeirra mála. Konur hafa látið sig hafa það að þurfa að ganga með börnin og annast þau að mestu leyti og einnig heimilið og vinna þess utan einnig úti fyrir mikið lægri laun en karlpeningurinn.
Svava frá Strandbergi , 25.7.2007 kl. 20:40
æ... hvenær ætla femínistar að hætta þessu rausi... þegar búið er að líma risa-píku á tunglið og setja uppblásin brjóst á plútó..
Veit ekki betur en konur hafa það bara mjög gott og ég sá konu vinna á gröfu um daginn og veit um konu sem er flugstjóri hjá Icelandair..
En síðan eru til margar konur sem eru sívælandi en eru ekkert að reyna gera neitt af viti og eiga aldrei neinn pening. Dreymir um hús með sundlaug og frama en eyða öllum peningum í að sitja á kaffihúsi í Kringlunni og horfa á Sex and the City...
og við karlmenn viljum $ og xxx :)
I I (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 21:05
Jebb Guðný, nokk til í því. En það var nú ekki bara viðtalið við þennan pornoleikara sem var út í hött í sjónvarpinu. Svona svipað gáfulegt samtal átti sér stað í Kastljósinu, þar sem fréttamaður (kona sorrí) smjaðraði við heimskulegan nóbellarra sem mátti varla mæla af ást til fréttamannsins (konunnar sorrí) ,þannig að ekkert kom út úr kallinum, bara "vá" frá fréttamanninum (konunni ) .
Súmírightnowifudare.
Þröstur Unnar, 25.7.2007 kl. 21:05
...Ég held að ég þegi bara.
Maja Solla (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 21:10
Ég held stundum pínu smá að körlum standi hreinlega ógn af hinum frábæra femínisma vegna þess að hann ógnar valdakerfi sem að hefur verið við líði svo lengi sem að mannshugurinn nær. Það er aðeins farið að hrikta í stoðum feðraveldisins, þess vegna má kannski segja að femínismi hafi eyðingarmátt.......vegna þess að hann ræðst að óréttlátu valdakerfi karlmanna........það er nú bara einu sinni þannig og hana nú!
Sunna Dóra Möller, 25.7.2007 kl. 21:10
Auðvitað lætur enginn völd sín af hendi bara sísvona og þess vegna bregst karlveldið illa við feminisma. Auðvitað. Gaman að sjá málefnalega umræðu frá karlmönnum um málið eins og núna í kommentakerfinu. Ingþór er glæsilegur fulltrúi síns hóps.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2007 kl. 21:15
Ég hlít að vera feministi. Mér finnst ég allavega gáfaðari en allir karlmenn sem ég þekki og skemmtilegri líka.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 21:21
Af hverju er ég að tala við sjálfa mig á msn?
Dúa (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 21:23
Get ekki verið málefnalegur. Veit ekki hvað feministi er.
Teach me, or súmí...
Þröstur Unnar, 25.7.2007 kl. 21:31
Hæ Jenný. Er búin að lesa bloggin þín í dag og er sátt. Börn eiga EKKI að taka þátt í fegurðarkeppnum, þau eru dúllur og basta. Feministar eru svona eitthvað sem ég hef bara aldrei nennt að skilgreina neitt sérstaklega, finnst fólk bara skemmtilegt in general.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.7.2007 kl. 21:55
Þetta var sannarlega hressandi innlegg og að öllu laust við fordóma og gífuryrði gagnvart femínistum!
Sunna Dóra Möller, 25.7.2007 kl. 22:11
Hvað eru fófemínistar? Vondir ábyggilega
Dúa (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 22:32
Þröstur minn kæri bloggvinur, var ekki að skamma þig krúttið mitt.
Já SD þetta var innlegg í anda hinn einu sönnu jafnréttisstefnu.
Dúa: Ég held að fófeminístar séu vondar konur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2007 kl. 23:01
Nú fór ég að flissa smá......ein fyrir framan tölvuna! Ég hef aldrei heyrt talað um fófeminista........en mér finnst þessi skýring að það séu vondar konur alveg vel koma til greina! Algjörlega rökrétt í þessu samhengi viðkomandi athugasemdar! ...nú fer ég flissandi inn í svefninn og hvað er betra en að sofna brosandi!
Sunna Dóra Möller, 25.7.2007 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.