Leita í fréttum mbl.is

MEYJURNAR Í LÍFI MÍNU..

 

..eru nokkrar.  Þær eiga það sameiginlegt að vera yndislega smámunasamar.  Dúa vinkona mín, raðar súpum og sósum eftir stafrófsröð í eldhúskápinn.  Notar litaspjald þegar hún raðar í fataskápana (ásamt, málbandi, halla- og dýptarmæli, auðvitað) og þegar það er glas í vaskinum, lengur en það tekur að þvo það upp, er hún á barmi taugaáfalls.  Meyjur eru sagðar vera bestu bókhaldararnir.

Þrjár meyjur sem ég þekki, brjóta plastpokana sína saman, nákvæmlega svona:

43

Kannist þið við þetta krakkar?

Bítsmí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég slapp fyrir horn. Fædd 23. sept sem er fyrsti dagur Vogar.

22. sept er síðasti dagur Meyju.

ég er sko ekki smámunarsöm

Jóna Á. Gísladóttir, 25.7.2007 kl. 14:24

2 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

Ég er sekur um öll ofangreind "smá"atriði...

Guðlaugur Kristmundsson, 25.7.2007 kl. 14:29

3 Smámynd: Rebbý

ég er fínasti bókari, en glösin geta verið í vaskinum meðan bara ég sé þau og pokarnir fara í eina hrúgu í skúffunni minni .... uppreisnarseggurinn ég

Rebbý, 25.7.2007 kl. 14:30

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sonur minn er fæddur 22. sept hann er ekki svona hehe

Kristín Katla Árnadóttir, 25.7.2007 kl. 14:35

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mamma er meyja og hún er nákvæmlega svona, að auki getur hún aldrei verið kyrr og þarf alltaf finna sér eitthvað að gera. Við vorum til dæmis að koma úr sveitinni núna þar sem að hún fékk okkur báðar dætur sínar til að koma með sér í gær til að bera 50fm af túnþökum á í bústaðnum  og hún er búin að panta meira. Ég er að hugsa um að fara í felur......!

Sunna Dóra Möller, 25.7.2007 kl. 14:37

6 Smámynd: Eygló

ég á einmitt vinkonu sem er meyja og hún straujar allt, meira að segja nærföt.. er alveg hryllilega skipulögð...

Eygló , 25.7.2007 kl. 14:44

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þekki meyju - hún er svona.....

Hrönn Sigurðardóttir, 25.7.2007 kl. 14:53

8 Smámynd: Ragnheiður

Kannast við svona brotna plastpoka en það er karl og hann er vatnsberi. Nenni þessu ekki sjálf en brýt pokana samt saman. Þeir passa ekki í skúffuna öðruvísi.

Mamma var krabbi og hún straujaði borðtuskur og nærföt !

Ragnheiður , 25.7.2007 kl. 14:59

9 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Humm.. ég brýt saman plastpokana, nákvæmlega svona, og er auðvitað í meyjarmerkinu.

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.7.2007 kl. 14:59

10 identicon

Ég er meyja, en er EKKI svona.

Plastpokunum er troðið i annann poka, og fötin já, hmmm.....ræðum eitthvað annað

Flakkari (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 16:07

11 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég er meyja :|

Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.7.2007 kl. 17:22

12 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég er líka meyja og þótt ég hafi eitthvað af smámunasemi í mér þá er ég langt frá því að passa við venjulegar lýsingar á meyjunni. Ég braut reyndar poka saman svona í þríhyrninga til að koma meiru fyrir í skúffuni en svo fékk ég mér svona útsaumaðan kött með stóran maga og maður treður pokunum í það. Ég brýt aldrei saman nærföt heldur hendi þeim í skúffu, vaskurinn minn er einmitt núna fullur af óhreinu leirtaui og er búinn að vera það síðan ég gær. Veit ekki hvenær ég ryksugaði síðast. Reyndar er ég fremur hreinlát svona almennt en hef verið löt upp á síðkastið. Alvöru meyja leyfir sér ekki að vera löt! Ég held að tunglmerkið hljóti að hafa meiri áhrif á mig en sólarmerkið. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.7.2007 kl. 17:25

13 Smámynd: Þröstur Unnar

Áttu nokkuð afgangs eins og eina meyju?

Þröstur Unnar, 25.7.2007 kl. 17:57

14 identicon

Pokarnir eru í kuðli ofan í skúffu. Pastasósan er fyrir aftan sveppasúpuna og m.a.s aspassúpa þar á milli. Það eru 5 glös og 2 diskar í eldhúsvaskinum og ég er sallaróleg (en það verður ekkert lengi). Löngu hætt að strauja þvottapoka og handklæði. Hins vegar langar , já LANGAR mig gífurlega að þrífa vaskinn á baðinu NÚNA!

Sry að ég glemdi að hringja. Var lengur í Nauthólsvíkinni en ég ætlaði. Tók sko sinn tíma að raða öllum þessum sandkornum snyrtilega

Dúa (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 18:51

15 identicon

Aldrei aftur blogga um vaskinn minn  Fékk þetta þvílíka samviskubit og hentist í að þvo upp, þreif allt baðherbergið og strumpinn með...og núna get ég slappað af

Væri búin að brjóta pokana saman ef ég kynni að gera svona fínan þríhyrning. Einhver sem kann kannski að búatil svani úr plastpokum?

Dúa (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 19:28

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég þekki þrjár meyjur elskan sem eru æstar í að deila þekkingu sinni á plastpokabroti til mannkynns.  Svanir, grísir, hanskar, sokkar og íþróttaföt, allt þetta er hægt að búa til og fleira.

Velcome to my nightmare muhahahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2007 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987257

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.