Leita í fréttum mbl.is

FRAMHALDSAGAN ÓGURLEGA..

 

..heldur áfram.  Á maður að þora að hafa álit á nýjustu þróun í "hávamálinu"?  Hm..

Er ekki sniðugt að gera eins og SVFR stingur upp á og halda kúrsa fyrir alla útlendinga um lax- og silungsveiðar á landinu?

Svo má kynna fyrir þeim kvótakerfið.

Það má kenna þeim um sláturgerð (hugsið ykkur þeir gætu farið að fokka upp íslenskri sláturgerð)

Svo þegar búið er að kynna þeim fjallgöngur á íslenskum fjöllum þannig að sómi sé að,  þá.....

má kenna þeim íslensku.

Ég er farin til fjalla. 


mbl.is Framkvæmdastjóri Alþjóðahúss svarar bréfi formanns SVFR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef ekki lesið þessa framhaldssögu, en vildi samt segja hæ við þig - og góða nótt

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 23:58

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Man ekki heitið á stangveiðifélaginu hérna á Skipaskaga. En þyrfti að láta þá vita af því, að mikið er af fullorðnum mönnum hér í bæ sem sitja á síðkvöldum á hinum ýmsu bekkjum bæjarins, með veiðistöng sér við hönd. Gruna þá sterklega um að laumast á bryggjuna eftir kvöldmat. Þetta er alveg satt.

Annars er allt svo dýrt í Einarsbúð að það er kannski nema von að menn reyni að bjarga sér um eitthvað í soðið, þó það sé ekki nema Marhnútur.

Þröstur Unnar, 24.7.2007 kl. 00:04

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hélt að á fjöllum væru engir nema prótótýpur af hobbittum.....

Hrönn Sigurðardóttir, 24.7.2007 kl. 00:07

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það var þannig þangað til ungverska innrásin var gerð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2007 kl. 00:19

5 identicon

Hver skyldi vera ástæðan fyrir ,,framhaldssögunni ógurlegu"? Er hún e.t.v. sú að góðhjartað og velviljað fólk áttaði sig ekki á alvöru málsins og því að um lögbrot var að ræða? Vel má vera. Það réttlætir hins vegar ekki viðbrögðin. Vanþekking á íslenskum veiðileyfamarkaði skýrir þetta að sumu leyti. Árlega fær stjórn SVFR kvartanir vegna þess að misbrestur sé á því að kaupendur veiðileyfa fái ekki notið þess réttar sem þeir hafa keypt sér. Því hefur verið haldið fram að ,,miðaldra hvítir karlar" (rasismi?) deili og drottni í íslenskum laxveiðiám. Gott dæmi vinsæla laxveiðiá, sem SVFR selur veiðileyfi í og þar sem veiðileyfin eru enn á sæmilega viðráðanlegu verði, er Stóra-Laxá í Hreppum. Þar hefur félagið orðið að endurgreiða veiðileyfi vegna þess að kajakræðarar hafa siglt niður ána á veiðitímanum. Nýjasta dæmi um vanvirðingu við ársvæði félagsins sást best í fréttatíma Sjónvarpsins um liðna helgi þar sem starfsmaður Hveragerðisbæjar státaði af því að það væri ,æðislegt" að börn og unglingar á íþróttanámskeiði bæjarfélagsins stykkju fram af Reykjafossi í Varmá, einn besta veiðistað árinnar. Nú vill svo til að fyrrnefnt bæjarfélag er einn af veiðiréttareigendum Varmár og hefur framselt leigu á veiðiréttinum til SVFR. Það hefur aldrei þótt skynsamlegt að gera í nytina sína en sumir viljia hvort tveggja halda og sleppa. Sennilega finnst einhverjum að SVFR eigi að bæta við upplýsingum á hinum ýmsu tungumálum við alla veiðistaði á ársvæðum félagsins, sem formaður SVFR segir að geti verið um 2000 talsins, um að ekki megi veiða í óleyfi, ekki megi sigla á kajökum og ekki megi baða sig í veiðistöðunum - og þá er fátt eitt talið. Við þá segi ég; Það sem þér viljið að aðrir menn gjörið yður, það skuluð þér og þeim gera.

Eiríkur St. Eiríksson (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 00:25

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ástæðan fyrir þessu öllu saman er ekki veiðiþjófnaðurinn sem slíkur, enginn mælir því bót.  Ástæðan fyrir mínum viðbrögðum er framgagnsmáti stjórnar og formanns SVFR og svo geturðu kallað mig rasista þar til þú verður blár í framan Stefán Eiríkur Stefánsson.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2007 kl. 00:31

7 identicon

Sæl Anna Jenný.

Sennilega væri ég orðinn vinstri/grænn í framan ef það væri ekki vegna svona bullurokka sem eyðileggja fyrir því ágæta starfi sem Steingrímur J. Sigfússon stendur fyrir.

Ég verð reyndar að segja eins og er að ég hef ekki verið duglegur við að fylgjast með blogginu, hvað þá að taka þátt í því. Ég hef hins vegar gripið til varna fyrir SVFR hvar og hvenær sem er þegar félagið er borið röngum sökum og ég mun halda því áfram. Til þess var ég kosinn í stjórn. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort þú og fleira af sleggjudómafólkinu væri ekki betur geymt í barnalandinu. Mér er sagt að þar geti fólk bullað eins og það vill án þess að þurfa að standa við það sem það segir. Þeir, sem vilja taka þátt í málefnalegri umræðu, ættu hins vegar að halda sig við Mbl.is. Því miður uppfyllir þú ekki þau skilyrði.

Eirikur St. Eiríksson (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 00:45

8 Smámynd: Steinríkurkrati

Hér fá menn að hafa málefnalegar skoðanir og verður SVFR að sætta sig við það. Gæti ekki verið meira sammála eigenda þessarrar síðu í þessu máli. SVFR ætti að skammast sín fyrir þann málflutning sem þið hafið uppi gegn fólki sem er á annarri skoðun en þið hvað varðar framsetningu á málefninu. Það er til fólk sem telur að þið hafið gengið of langt og verðið þið að virða þá skoðun. Að mínu mati þá grafið þið undan stangveiði í landinu með þessum málflutningi. Vonandi að forystumenn SVFR í framtíðinni læri af þessu.

Steinríkurkrati, 24.7.2007 kl. 01:17

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir að taka upp hanskann fyrir mér Steinríkurkrati.

Eiríkur St. Eiríksson, þar sem við tengjumst svona óbeint og frændsystkini þín eru skábörnin mín, ætla ég að láta mér í léttu rúmi liggja þessi þroskuðu skilaboð sem þú sendir mér.  Ég ætla að gefa mér að þú sért í einhverri vörn fyrir heldrimannafélagið SVFR.

Góða nótt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2007 kl. 01:52

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úbbs, það er almenn kurteisi Stefán Eiríkur að hafa nöfn rétt eftir.  Ég heiti Jenny Anna. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2007 kl. 01:53

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

GJÖF MÍN TIL STANGAVEIÐIFÉLAGSINS Á BANNMERKI - TIL AÐ FORÐAST ÁGREINING OG ÁMÆLI UM RASISMA

Predikarinn leyfir sér að færa Stangaveiðifélaginu bannmerki það sem fylgir með þessu bloggi að gjöf. Þetta merki getur félagið sett upp hér og þar um veiðisvæði sitt. Þetta merki verður að teljast að muni skiljast á öllum tungumálum.

Bannað að veiða

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.7.2007 kl. 02:10

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Predikari, rólegur með skiltið.  Þeir eru búnir að sjá það.  Slaka!

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2007 kl. 02:23

13 identicon

Sleggjudómarar þurfa greinilega ekki að temja sér sömu kurteisi og þeir krefjast af öðrum. Ástæðan fyrir því að ég nefndi þig Önnu Jennýju var sú að þú kaust að kalla mig Stefán Eirík Stefánsson. Ég hefði svo sem getað bætt við Jónsdóttir en ég lét það vera. Jafnvel í umvöndunarpóstinum getur þú ekki farið rétt með nafnið mitt sem þú segist þó hafa heyrt minnst á og sem fylgir sömuleiðis öllum mínum póstum. Væri ekki rétt að staldra aðeins við í blaðrinu og ná (jarð)tengingu?

Eiríkur St. Eiríksson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 22:55

14 identicon

Örlítil viðbót.

Hélt eina örskotsstund að ég hefði farið rangt með Jennýjarnafnið. Sé að þú segist heita Anna Jenny í pósti þínum en undirskriftin er Anna Jenný. Ekki vil ég falla í sömu gryfju og þú að gera lítið úr nöfnum fólks eða faðerni. Ef svo ólíklega vildi til að ég villtist inn á þessa neikvæðu sleggjudómasíðu í framtíðinni þá væri gott að vita hið rétta.

Eiríkur St. Eiríksson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 23:01

15 identicon

Enn frekari viðbót.

Biðst velvirðingar á því að hafa snúið nöfnunum við Jenný Anna eða Jenny Anna. Það eru glöp sem ég gengst við. Sennilega ætti ég að skrifa Stefán Eiríkur undir þessa færslu.

Eiríkur St. Eiríksson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 23:04

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér greinilega orðið á þarna og svona getur maður orðið mikið flakandi taugabúnt í öllum þessum fjandskap.  Biðst velvirðingar á rangnefninu. Viðurkenni alveg að hafa átt þetta með snúninginn skilið en að öðru leyti er ég fullkomin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2007 kl. 23:08

17 identicon

Ætli þetta sé ekki miklu frekar tengt því að vera miðaldra hvít. Hvað varðar ,,fjandskapinn" þá virðist bloggið vera eins og í Valhöll forðum daga þar sem menn vógu hverjir aðra í ,,góðsemi" alla daga en allir virtust standa upp ósárir að lokum vopnadags. Þeir, sem hyggjast vega að Stangaveiðifélagi Reykjavíkur í framtíðinni, verða hins vegar að hafa vopn og málatilbúnað sem dugar í þá baráttu. Ekki það að félagið sé hafið yfir gagnrýni og það er svo sannarlega ekki ..heldri manna félag" eins og þú lætur að liggja. Klámhögg duga ekki og eru móðgun við rúmlega 3000 félagsmenn af báðum kynjum og af öllum stéttum og stöðum ef út í það er farið.

Læt ég þessu þá lokið. Bið að heilsa tvíburunum, sem ég held að séu með efnilegustu ungu tónlistarmönnum landsins, og sömuleiðis Ástrósu ef þú hittir þau á undan mér.

Ég er hins vegar fráleitt fullkominn en hef góðan ,,ráðgjafa" mér við hlið. Hann heitir Funi og hann er hundur. Með því að kynnast honum sífellt betur þverr virðing mín fyrir mannhundum.

Eiríkur St. Eiríksson (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 00:22

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Eiríkur Stefán og það var ekki leiðinlegt að eiga við þig orðastað.

Skila kveðju og veit að strákunum þykir vænt um hrósið, sem þeir reyndar eiga svo innilega skilið.

Kveðja,

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.7.2007 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2987151

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband