Leita í fréttum mbl.is

TRÚAROFSTÆKI - HREINN HRYLLINGUR

 

Það er eitthvað svo öfugsnúið við hugtakið "sæmdarmorð".  Á bak við það eru ófáar hryllingssögur kvenna eins og í þessu tilfelli þar sem faðir tvítugrar stúlku og föðurbróðir hennar voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða hana í janúar á s.l. ári.  Þriðji maðurinn var einnig dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið.

Stúlkunni hafði verið nauðgað og henni misþyrmt illilega áður en hún dó.  Faðir hennar og frændur fengu mann til verknaðarins en ástæða þess var að stúlkan var ástafangin af manni sem fjölskyldunni líkaði ekki við. 

Trúarofstæki fyrirfinnst í öllum trúarbrögðum.  Þarna fær það á sig hina ljótustu mynd.

 


mbl.is Dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir sæmdarmorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta morð hefur ekkert með trú að gera, heldur siðvenjur sem viðkomandi hafa tekið með sér frá sínu heimalandi og byggja sitt ofbeldi á.

Lævirkinn ljúgandi (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 16:37

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jú þarna fléttast trú, siðvenjur og hið daglega líf saman í vöndul.  Ergo: Hættulegt!

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 16:51

3 identicon

Ég er sammála því að þetta er alger hryllingur og er ekki múslimum til sóma, það er engin sæmd að þessu. Ég get ekki annað en velt fyrir mér hvað sé hægt að gera þegar tveir svona ólíkir menningarheimar mætast. Ég ætla þó ekki að fordæma múslima né setja þá alla undir sama hatt, hins vegar er ofstæki hættulegt, hvort sem um er að ræða pólitík eða trúmál. Ef blandað er saman ofstæki, trú og völdum þá fæst banvænn kokteill, hvort sem um er að ræða múslima eða kristna. Skiptir ekki máli hvað trúarbrögðin kallast, þegar trúarbrögð og trúarskoðanir eru notaðar til að réttlæta voðaverk er það skelfing. 

Mikilvægt er að blanda ekki saman trú og trúarbrögðum. Ekki er ég vel að mér í trúarbrögðum kenndum við Muhamed spámann en hins vegar veit ég að það er eins hjá þeim og okkur, alltaf spurning með túlkun á trúarbókmenntum. 

Þegar trúabrögð eru notuð í þeim tilgangi að réttlæta hvers kins brot á lögum, mannréttindum og kúgun á minnihlutahópum eru þau orðin hættuleg.  

Ég velti fyrir mér hvað Imamanarnir segja við "sæmdar morðum" ?

Er einhver sem veit hver afstaða þeirra er gagnvart þessu, ég spyr því ég er forvitin um hvað æðstu trúarleiðtogar muslima hafa um þetta að segja.

 k kv Elín Lóa

Elin Lóa Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 16:57

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo sammála þér Elín Lóa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 17:23

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jesús minn. Og aumingja stúlkan var búin að biðja um hjálp, meira að segja eftir morðtilraun af hendi föður hennar.

Eitthvað hef ég nú grun um að ''sæmdarmorð'' séu heldur ekki ''like they used too''. Er ekki einhver kynferðisleg brenglun að fléttast inn í þetta líka, þeir láta nauðga henni ofan á allt annað. Ég á ekki orð yfir hryllinginn.

Jóna Á. Gísladóttir, 20.7.2007 kl. 17:29

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það er svo sorglegt hvað trúarbrögð, flest eða öll, eru notuð sem skálkaskjól illverka.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.7.2007 kl. 17:35

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Skiptir einhverju máli hvað æðstu trúarleiðtogar múslima hafa um þetta að segja?

Ekki veit ég betur en allir múslimar séu svo trúræknir að þeir snúi sér í austur knékrjúpandi sex sinnum á dag.

Þetta er menningarheimur sem við breytum ekki og þó við höfum auðvitað andstyggð á svona óskiljanlegu og ómanneskjulegu athæfi þá breytum við ekki þessu fólki.

En væntanlega voru það ekki þið sem kölluðu fylgjendur Frjálslynda flokksins rasista fyrir síðustu Alþingiskosningar!

Mín skoðun er sú að öll trúarbrögð feli í sér ákveðna bilun.

Kristnir menn hafa borist á banaspjót öldum saman vegna mismunandi túlkunar á biblíunni.

Hér á Íslandi eru kristnir trúarhópar sem telja að fólk sé fordæmingunni ofurselt ef það étur slátur! Og jafnframt kýs að horfa á börn sín deyja heldur en leyfa þeim að þiggja blóð.

Kaþólikkar trúa því að menn komist í eilífa himnasælu þó þeir stundi morð og hverskonar grimmdarverk ef þeir komast síðan inn í einhverja kompu og játa á sig verknaðinn í áheyrn prests sem ekki má líta þá augum á meðan. Og þessir menn gefa ógrynni fjár til kirkjunnar svo þeir fái náð fyrir augum Maríu meyjar eftir dauðann.

Hvílík andskotans hringavitleysa.

Árni Gunnarsson, 20.7.2007 kl. 17:39

8 identicon

kannski eru þessir kallar trúleisingjar, er fólk ekki að gefa sér að þetta hafi eithvað með trú að gera. Snýst þetta ekki um eithvað stolt varðandi að fá að ráða hvað meðlimir fjölskyldunar gera.

viktor (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 18:00

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

"En væntanlega voru það ekki þið sem kölluðu fylgjendur Frjálslynda flokksins rasista fyrir síðustu Alþingiskosningar!" spyrð þú Árni Gunnarsson og ég svara því svona:  Jú ég kallaði amk með sjálfri mér hluta af frjálslynda flokknum rasískan.  Ég tel svo enn vera.  Ég veit hins vegar að það eru langt í frá allir en hann var ekki par flottur málflutningurinn sem sumir í framvarðarsveit flokksins fóru með strax í vetur varðandi innflytjendamál.

Ég vil taka fram að þessi færsla hefur EKKERT með innflytjendamál að gera, ég er aðeins að bregðast við hroðalegum raunveruleika margra múslímskra kynsystra minna.

Takk öll fyrir komment.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 18:33

10 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Morðið á stúlkunni er glæpur sem hefur ekki neitt með trú að gera. Muslimar bera enga ábyrgð á þessum glæp frekar en aðrir.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 20.7.2007 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 2987154

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.