Leita í fréttum mbl.is

FORGANGURINN Á HREINU!

 

Mér er slétt sama hvað brennivín kostar.  Ekki bara af því að ég er óvirkur alki og kaupi það ekki lengur, heldur líka vegna þess að á meðan ég drakk, bæði bjór og rauðvín, þá pældi ég aldrei í hvað mjöðurinn kostaði.  Ég hefði heldur ekki elt tilboð á vínum milli búða, eins og gjarnan er gert þegar matvörur eiga í hlut.  Þeir sem eiga í erfiðleikum með áfengi, kaupa það einfaldlega án tillits til.  Svo mér er nokk sama.

Forgangurinn á lækkunum rennur illa niður hjá mér.  Hvað með matarverðið?  Allir þurfa að borða og við erum með dýrasta matinn í allri Evrópu (og þótt víðar væri leitað). Það er akútmál.  Venjulegt fólk er að sligast undan matarkostnaði.

Gætu þessir frómu alþingismenn náð þverpólitískri samstöðu um það mál áður en þeir fara í gæluverkefni af þessum toga?  Hvað er minn þingmaður hún Katrín Jakobsdóttir eiginlega að hugsa? Hinir koma mér hins vegar ekki á óvart með þessu.

Forgangsraða forkræingátlád.


mbl.is Pólitísk samstaða um lækkun áfengisverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég viðiurkenni að ég hef ekki kynnt mér þetta mjög nákvæmlega og það kemur ekki til með að breyta mínum fjárhag eða neysluvenjum þó áfengi hækki eða lækki en ég held að það sé nokkuð til í því að hátt áfengisverð fjölgi freystingum til að smygla inn eða brugga. 

Það var nú gerð einhver tilraun til að lækka matvöruverðið en það er takmarkað hvað ríkið getur gert í því þegar það eru heildsalarnir og smásalarnir sem halda verðinu uppi.  Er ekki launakostnaður þeirra líka mun hærri en hjá ´nágrönnum okkar sem við erum að bera okkur saman við?  Þetta eru ekki bara skattar og opinber gjöld sem við erum að borga þegar við kaupum í matinn.

Nú hljóma ég eins og ég sé í áróðursherferð fyrir ríkið en það er langt frá því.  Ég þarf eins og margir fleiri að hugsa um hvað það er sem aurarnir mínir fara í og ég gæti örugglega haft veisluhlaðborð á borðum á hverjum degi og rándýrt rauðvín með því ef ég hætti að kaupa allan óþarfann sem freistar manns á hverju götuhorni.  Neysluvenjur okkar eru orðnar svo allt öðru vísi en þær voru áður og ég held að hlutfallið af launum sem fer í mat og fatnað sé örugglega mun lægra nú en það var fyrir t.d. 20 árum síðan.  Við þurfum öll meira af öllu í dag en við gerðum fyrir 20-30 árum. 

Hulda (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 12:57

2 identicon

Það eru nú fleiri en bara fólk sem á í erfiðleikum með áfengi sem kaupir það.
Þetta er almenn neysluvara í þeim skilningi.
Hinsvegar finnst mér útí hött að á meðan áfengi er talin neysluvara, að þá eru bleyjur og dömubindi munaðarvörur... Væri ekki mál að breyta því? Aðeins að lækka verðið á þessum nauðsynjum?

Forkræingátlád.

Maja Solla (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 12:59

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Áfengi hefur vissulega sett spor sitt á líf margra en hófdrykkja er viðurkennd góð fyrir fólk, þó vissulega séu skiptar skoðanir á því.

Það er þessi millivegur sem er svo erfitt að feta, en ég er sammála því að það væri betra að lækka verð á nauðsynjum áður en áfengisverð er lækka.

Ester Sveinbjarnardóttir, 20.7.2007 kl. 13:11

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér er slétt sama hvað brennivín kostar skrifa ég þannig að það er ekki svo að ég hafi eitthvað á móti því hvort það hækki eða lækki.  Bara af því ég er óvirkur alki þýðir ekki að ég sé á móti áfengi fyrir þá sem bæði geta og vilja neyta þess.  Ég skil ekki hvernig fólk les það úr minni færslu.

Ég segi líka að ég hafi ekki trú á að hátt áfengisverð komi í veg fyrir að fólk kaupi áfengi.  Það er keypt í mjög stórum stíl þótt það kosti hvítuna úr augunum á fólki.  Ég er bara að benda á að mér finnst mararverð út úr kortinu og brýnna vandamál heldur en áfengi.  That´s all

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 13:29

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég er tek undir það að þetta er skýrtin forgangsröðun.
Það ætti frekar að lækka skatta á nauðsynjavörum sem kæmi ÖLLUM til góða.

Grímur Kjartansson, 20.7.2007 kl. 13:29

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Settist við tölvuna með kaffi og sígó og byrjaði bloggrúntinn eins og venjulega á Jenný, hafði ekkert merkilegt að segja um Brosnan, bloggaði sjálf um aulaganginn í Sting en núna er ég sko algjörlega sammála Jenný FORGANGSRAÐA! Brennivínslækkun er ekki efst á lista hjá fjölskyldufólki 
heldur matarverðið, það þurfa allir að borða, brennivín er ekki lífsnauðsyn!!

Huld S. Ringsted, 20.7.2007 kl. 13:35

7 identicon

Kata Jakobs er alltof lágvaxin til að ná upp í matarverðið hér. 

Sauðaþjófurinn síkáti (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 13:57

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Nú er ég sammála. Þó ég hefði ekkert á móti því að geta hlaupið út í búð og keypt mér eina rauðvín með steikinni á laugardegi án þess að deyja úr samviskubiti yfir bruðlinu, þá finndist mér einmitt nauðsynlegra að geta hlaupið út í búð og keypt mér steik án fyrrgreinds samviskubits.

Það er alltof alltof dýrt að versla inn matvöru. það er reyndar óþolandi hversu dýrt það er og forgangsröðun langt frá því að vera í lagi hjá háttvirtum herrum þessa lands.

Jóna Á. Gísladóttir, 20.7.2007 kl. 17:26

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Held,svo ég vitni í Jónu, þá eru það reyndar ekki þessir "háttvirtu herra landsins" sem ráða eða geta gert nokkurn skapaðan hlut í háu matarverði, heldur einungis Samsteypan okkar (Bónus). Samsteypan á allann mat í landinu og ræður matarverðinu alfarið, og ekkert helvítis kjaftæði mað það!

Þröstur Unnar, 20.7.2007 kl. 17:34

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Andskotinn gelymdi að vitna í Jenný, varð svo reiður:

Það er ekki neinn möguleiki fyrir alþingismenn, eða konur aað forgangsraða neitt þegar kemur að matarverði. Vísa í fyrri færslu.

Brennivínslækkun er bara pólitískur fokking leikur.

Þröstur Unnar, 20.7.2007 kl. 17:40

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þröstur minn er það ég sem reiti þig svona til reiði.

vissulega er það rétt hjá þér að Bónus hefur mikið með málið að gera en er þetta ekki allt saman háð orsök og afleiðingu. Á ég (ljóskan) að trúa því að háttvirtir herrar hafi ekkert með málin að gera? Well.... ég neita að trúa því.

Jóna Á. Gísladóttir, 20.7.2007 kl. 17:55

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Þú verður að trúa því kæra ljóska. Jón Ásgeir ræður þessu alfarið.

Svo varst það ekki þú Jóna mín sem grættir mig, heldur þessi áminning um hátt matarverð.

Þröstur Unnar, 20.7.2007 kl. 18:03

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er alveg furðulegt hvað það er okrað á okkur Íslendingum. Í öllu alls staðar. Við látum allt yfir okkur ganga. Ættum kannski að fá atvinnumótmælendur til að mótmæla þessu og taka þátt með þeim. Alveg væri ég til í góða mótmælagöngu vegna matarverðs og fleiri hluta. Kaupi sjaldan vín sjálf og er þannig séð sama um það ... en það er þó allt of dýrt, eins og annað. Höfum samt forgangsröðina á hreinu, alveg sammála þér þar, Jennslan mín. 

Búin að skrá mig inn nokkrum sinnum og tel það kraftaverk ef þetta komment skilar sér. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.7.2007 kl. 20:38

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí ég er að verða brjáluð á "stack overflowinu" og líður ekkert betur þótt Doktorinn hafi útskýrt fyrir mér hvað muni í gangi.  Gerði fjórar tilraun með eitt aumingjalegt komment hjá þér í dag.  ARG vér Moggabloggarar eigum ei þetta skilið.  Smjúts öll.

Kveðjur,

frá Jenny Önnu bloggvinkonu Þrastars votauga.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2987152

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.