Leita í fréttum mbl.is

BÚHÚ-FÆRSLA

1

Ég er í fýlu, mér finnst ég eiga bágt.  Búhú, búhú, snökt, snökt.  Það er ekki gott að vera í löngu fýlukasti en svona er það núna.  Ég er arfafúl.  Út í aðstæður sko.  Ég sakna Maysunnar minnar, Olivers og Robba.  Ég vil fá þau heim.  NÚNA! Þau voru að koma heim til London frá Spáni í dag og þar eru þau búin að vera s.l. hálfan mánuð.  Ég hef ekki séð þau síðan í maí.

Maysan, komdu heim!  Bara í tvo daga, ágúst er of langt burtu í tíma.  Ég vil heyra Oliver telja upp að 10 og segja "noine" á sinni yndislegu ensku og knúsa hann í rúsínu. 

Á morgun verður familíugrillpartý með krökkunum okkar hér við hirðina.  Ekki Maysu og þeim auðvitað. 

Búhú ég á svo bágt.

Dem


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: mongoqueen

Æj hvað ég skil þig vel.... Knús til þín

Og takk fyrir æðislega skemmtilegt blogg sem ég kíki inná á hverjum degi.

mongoqueen, 18.7.2007 kl. 21:39

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Búhú, Búhú, við eigum sko stundum bágt. Dætur í Londres og heilt haf á milli.  En við stöndum keikar, gerum það sko alltaf.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2007 kl. 21:41

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Oh stelpur. Spáið í hvað það væri óþolandi að hafa þetta hangandi yfir sér alla daga. Vælandi um pössun, og eitthvað að éta og talandi um hvað kallinn sé leiðinlegur, vaðandi inn í fataskápana ykkar, koma til ykkar í bað til að fá frið segðu þær og skildu svo allt eftir í drasli og blautum handklæðum... Fjarlægðin gerir fjöllin blá.

Neeei? ekki að virka? O jæja. Hvernig væri þá að skella sér bara til Londres í heimsókn?

Jóna Á. Gísladóttir, 18.7.2007 kl. 21:55

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Búhú, ég á líka bágt,,,, leit, leit, leit, finn ekki helvítis tárakallinn!

Þröstur Unnar, 18.7.2007 kl. 22:07

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheheheh Jóna góð.........

Annars áttu alla mína samúð en því skellirðu þér ekki bara um helgina?

knúsilús

Hrönn Sigurðardóttir, 18.7.2007 kl. 22:18

6 identicon

það er erfitt að vera lengi frá ástvinum... vona að tæknin, þ.e.a.s sími og tölva og myndir hjálpi þér þangað til næst þegar þú hittir þau...

Eygló frænka (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 22:22

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þú áttir að koma með mér til Ísafjarðar, "sko þú áttir" ég er með bullandi samviskubit yfir því að vera ekki heima á morgun því þá koma mínar elskur frá Köben, mjög seint og við komum ekki heim fyrr en seinnipartinn á föstudaginn! Svona er þetta - ég eiginlega skil þetta ekki alveg - þarf ræða þetta við þig í síma einn góðan veðurdag.

Edda Agnarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:45

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll.  Jóna flott tilraun en börnin mín eru fullkomin.  Biðja aldrei um neitt, ertu alltaf til friðs (búhú) Híhí.

Er búin að ná mér.  Þið eruð svo krúttleg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2007 kl. 22:57

9 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Krúttukveðja frá London frá einni sem hélt þar ömmubarni í 4 ár . Knúúúús!

Laufey Ólafsdóttir, 18.7.2007 kl. 23:05

10 identicon

Ég hef haldið ömmubarni í útlöndum og er á leið að fara að halda tveimur.
Þetta er erfitt, en...
Þið ömmurnar eruð fljótari að skella ykkur í heimsókn til London eða Sverige en að keyra til Akureyrar.

Maja Solla (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 23:11

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Æi þú ert svo mikið yndi...

Heiða Þórðar, 18.7.2007 kl. 23:19

12 Smámynd: Ester Júlía

Æ krúttuðust af öllu krúttuðu.. KNÚS

Ester Júlía, 18.7.2007 kl. 23:53

13 identicon

Já Jenný skelltu þér á Skypið. Ég tala við bróðir minn sem býr í Chile í gegnum Skypið. það er alveg frábært. Stundum er öll fjölskyldan hans í kamerunni og hundurinn líka.. Skypið er frábært og kostar EKKERT.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.