Miðvikudagur, 18. júlí 2007
OF MÖRG TÆKI OG TÓL...
..fylgja nútímanum. Ég er í vandræðum með þessi tvö símtól heimilissímans. Ég er sífellt að skilja þá eftir út um allt, gleymi að hlaða, báða í einu og er stöðugt lendandi í tómu tjóni út af þessu. Þetta ætti auðvitað ekki að vera vandamál, en mér tekst afburðavel að klúðra öllu sem heitir tæki og tól. Það má kannski virða mér það til vorkunnar að ég ólst upp á síðustu öld þar sem t.d. var einn sími á heimili (ef fólk var svo heppið og varð ekki að láta sér nægja s.k. millisamband) en heima hjá mér var einhver framúrstefna í gangi en þar var hægt að stinga símanum í samband í hverju herbergi.
Ég þurfti að leita dauðaleit að símtóli í morgun þegar síminn hringdi. Hann hringdi út og hvorugt tækið fannst. Ekki þótt ég reyndi að ganga á á hljóðið. Að lokum fann ég annað, á baðbrúninni (ég næ mér ekki) og hinn fannst úti á svölum við hliðina á grillinu og þeir voru báðir nánast rafmagnslausir.
Ég er að hugsa um að fá mér síma sem ekki er hægt að vaða um allt með. Best væri að hafa hann múr og naglfastan í vegg. Svona eins og gömlu sveitasímarnir. Ég held bara, svei mér þá, að ég höndli alveg afturhvarf til fortíðar en ég er ekki svo viss um þetta með framtíðartæknina, a.m.k. ekki hvað varðar síma.
Súmí.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Hneyksli, Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni, Vefurinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2987289
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég var með svona þráðlausan og gafst upp. Heimsljósið brokkaði með hann á einkennilegustu staði. Já klóið og inn í ísskáp. Svo fór rafmagnið og heimsljós eitt heima og varð skíthræddur. Þá komumst við að því að þráðlausa græjan virkaði ekki í rafmagnsleysi og þá mátti foreldrið skipta um síma..
Ragnheiður , 18.7.2007 kl. 15:14
Iss ég er með 2 slíka síma og er alltaf að tína þeim,
Kristín Katla Árnadóttir, 18.7.2007 kl. 16:15
Mér varð það á að svara í fjarstýringu heima hjá vinkonu minni - fjarstýringar líta nefnilega ekki alltaf út eins og fjarstýringar! Komm on, fjórir gemsar og fimm stórdularfullar fjarstýringar á einu borði og allt í einu heyrðist ring. Ég greip náttúrulega bara það sem mér fannst líklegast en síminn var auðvitað týndur.
Kolgrima, 18.7.2007 kl. 16:21
Ef heimasímtólið á mínu heimili týnist þá byrja ég á að leita inn í sænginni hjá Gelgjunni. Finnst ótrúlega oft þar. Dont ask me why
Jóna Á. Gísladóttir, 18.7.2007 kl. 16:32
Sammála þessir þráðlausu eru ALDREI á sínum stað hehehe... en ég vildi samt ekki vara á hans, því það er bara svo þægilegt, er með annan múr- og naglfastan sem ég GET hlaupið í ef ég finn hinn alls ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2007 kl. 16:55
hehe kannast við þetta vandamál
Huld S. Ringsted, 18.7.2007 kl. 16:58
Kolgríma yndislegust...hehehe. Það er svipað ástand á stofuborðinu mínu...allt í fjarstýringum og þar á meðan ein af Wiiii tölvunni sem lítur ekki út fyrir að vera fjarstýring, eitthvað allt annað bara
Ragnheiður , 18.7.2007 kl. 17:07
Frú Jenný!
Á yðar ágæta stórheimili hélt ég að til væri svona "Þarfahlutur" sem sæi um svona smáleiðindaamstur eins og síma? Slíkir og bráðnauðsynlegir "þjónar" eru oftast í líki karlfausks!
Magnús Geir Guðmundsson, 18.7.2007 kl. 17:16
Ég keypti nýjan síma fyrir tveimur árum þar sem saman voru í raun tvö tæki. Annað er hið stóra fína með símsvara og þvíumlíku (skil ekki hvernig ég gat verið án símsvara). Sá sími er alltaf á sínum stað, fastur á veginn með tól sem tengt er við símann. Hitt tækið sem kom með er batteríssími sem ég get valsað með um alla stofu. Þetta er alveg súper. Annars hef ég þá tilhneigingu að láta þráðlausa símann alltaf á sama stað þannig að það kemur ekki oft fyrir að ég tíni honum.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 18.7.2007 kl. 17:16
Jóna: Hvernig heldurðu að gelgjan verði þegar hún verður GELGJA! OMG
Kristín: Greinilega með allt á þurru. Ertu í meyjarmerkinu eða hvað?
Magnús Geir: "Þarfahluturinn bregður sér til vinnu af og til. ARG
Kolgríma, Hross og allir hinir: Ég ætla ekki út í það að fara að tala um mistök í sambandi við að svara í fjarstýringar o.þ.u.l. Híhí, þið ættuð bara að vita
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2007 kl. 17:22
Ég skora á þig Jenný...upplýstu nú allt dramað fyrir okkur
Ragnheiður , 18.7.2007 kl. 17:40
Er "alræmdur heimilistækjamorðingi" á mínu heimili! Hef síðustu 10 árin murkað lífið úr öllum mínum heimilistækjum, nema þvottavélinni, en hún framdi "harakiri" því karlinn minn var að "nota hana", þegar hún dó! Er nýbúin að myrða heimilsímann, og gemsanum mínum drekkti ég með Egilssodavatni, 1/2 lítra, upp í hlíðum Esju núna í júlí. Á nú tvo þráðlausa síma, svona bara til að tryggja að "einn" finnist, þegar einhver þarf að bjalla. Eru "báðir" týndir samt, í 99% tilfella! Gemsann nýja geymi ég svo í "óræðum geimum" handtösku minnar, og hann sést og finnst aðeins við hátíðleg tækifæri, á fullu tungli í austanátt!
Sigríður Sigurðardóttir, 18.7.2007 kl. 20:00
HAHAHA Sigríður, við ættum að stofna sjálfsstyrkingarhóp.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2007 kl. 20:26
Ég á eftir að upplýsa nánar um málið, þegar ég hef taugar í það. Muhahahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2007 kl. 20:26
Líst vel á það! Betra samt að boða mig á fyrsta fund í gegnum bloggið....sleppa því að bjalla! Bévítans tólin aldrei "á sínum stað"!
Sigríður Sigurðardóttir, 18.7.2007 kl. 21:09
Tvær stuttar og ein löng er málið...
Brynja Hjaltadóttir, 19.7.2007 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.