Leita í fréttum mbl.is

HEIMSPEKILEGT SAMTAL

1

Í morgun átti eftirfarandi samtal sér stað á meðan Jenny yfirvann óttann við villidýrið ryksuguna og fékk kennslu í því hvernig eldhúsgólf eru sogin, hvað ryksuga gerir við æti sitt og fleira í þeim dúr:

Jenny ekki hrædd við ryksugu, nehei en samt læti.  Er ryksuga góð eins og jákarlabörnin, nuffnuffbörnin og kisubörnin?

Já elskan ryksugan er góð og hún borðar draslið á gólfinu.

Er bumban hennar héddna amma? (Barn bendir á höfuðstöðvar ryksugu) En amma ryksuga ekki borða meir hún alveg SVÖNG (smá ruglingur með svöng og södd.  Hva?  Bara krúttlegt).

Já Jenny mín þarna setur hún matinn sinn og það er rétt hjá þér gólfið er að verða fínt.

Jenny líka ryksuga smá himumeigin(hina hliðina á eldhúsinu). Amma,  Jenny á ekki heima á Leifsgötu, neiei, Jenny heima í húsisín hjá mömmusín og pabbasín. Má Jenny fá ragnalakk? (Bara vaðið úr einu í annað).

Pabbinn kom svo og sótti Jennslubarnið og fór með hana í pylsu og kókómjólkurkaup, þar sem barnið vann til verðlauna fyrir að vera ekki öfugsnúið lengur þegar ryksugur eru annars vegar.

Yfir og út!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Nú er komið að mér að drepast úr krúttkasti

Ragnhildur Sverrisdóttir, 18.7.2007 kl. 13:25

2 Smámynd: Eygló

þetta voru góðar og krúttilegar samræður hjá ykkur Jenny og Jenny...

Eygló , 18.7.2007 kl. 14:19

3 Smámynd: Kolgrima

Börn eru frábær!

Kolgrima, 18.7.2007 kl. 14:29

4 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Börn eru svo skemmtilega á þessum aldri. Segja nákvæmlega allt sem þeim dettur í hug. Alveg frábær útskýring á ryksugu hjá þér Jenný.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 18.7.2007 kl. 15:07

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Jenný eitt það sem ég man mjög vel úr minni barnæsku hvað ég var hrædd við ryksuguna, þetta var löng og mjó ryksuga með svona taubarka sem var með strýpum, hávaðinn gerði mig mest hrædda held ég.  Skil hana alveg.  Mér var sko slétt saman hvað hún át og hvað hún gerði, hún var óvinur minn fyrir lífstíð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2007 kl. 16:58

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gott ef það klingir ekki í eggjastokkunum núna. 

Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2987290

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.