Leita í fréttum mbl.is

HULIN ANDLIT

1

Á Moggablogginu skrifar allskonar fólk, um hin ýmsu málefni og í flestum tilfellum hef ég gaman af að lesa, þrátt fyrir að allt falli ekki að mínum prívat og persónulega smekk.  Með því að lesa sem flesta fær maður pínulitla innsýn í líf fólks og kringumstæður og stundum les maður eitthvað sem getur drepið mann úr leiðindum upp að því marki að það verður bara fróðlegt.  Enda þokkalegt ef allir væru að skrifa það sama.

Sumir skrifa án myndar, án nafns og það er þeim að sjálfsögðu fullkomlega heimilt þótt mér finnist það nú frekar leim.  Myndalaus blogg eru þó í lagi ef að nafn fylgir.  Annars er ég bara nokkuð líbó í þessari deild.  En það er eitt sem fer all verulega fyrir brjóstið á mér.  Nokkrar konur sem blogga hér nota mynd af konum með burku, þe með hulið andlit og mér verður allaf jafn illa við.  Ég efast ekki um að þetta er gert án mikillar hugsunar en fyrir mér er burka og hulið andlit ein sterkasta myndbirting þeirrar hroðalegu kvennakúgunar sem viðgengst í mörgum múslimaríkjum.  Í ríkjum þar sem konan er óæðri vera, má ekki sjást, heyrast né vera til nema á forsendum karlsins. 

Heimur múslimakvenna er íslenskum konum eflaust framandi.  Ég ímynda mér að flestum vestrænum konum finnist óhugnanlegt að sjá kynsystur sínar sem enn lifa án allra venjulegra mannréttinda, eins og búfénað, enda varla hægt annað en bregðast við með óhugnaði.

Til viðkomandi bloggara:

Hristið upp í ykkur stelpur, þessar burkumyndir eru vægast sagt lélegur stíll.

Égmeinaða!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég tek undir þetta! Það er annars bara svo gott að vera komin heim  

halkatla, 13.7.2007 kl. 12:05

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Velkomin heim esskan, hvar varstu?

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2007 kl. 12:18

3 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

er sammála finst þetta ekki passa.Ég er bara með hallo kytti sem er krúttleg.

Já er sammála,fynst þetta ekki viðeigandi

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 13.7.2007 kl. 17:17

4 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ha? Konur með burku hvað?

Annars ætti fólk ekki að alhæfa um "múslimakonur" þar sem þær eru eins misjafnar og þær eru margar og aðeins örlítið brot þeirra hefur nokkurn tímann komið í burku. Þekki heim þeirra svona örlítið eftir að hafa búið í múslímsku landi.

Svala Jónsdóttir, 13.7.2007 kl. 18:32

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég tala um eins og er í "sumum" múslimskum ríkjum.  Þá er ég að vísa til landa eins og Saudi þar sem konur eru skyldugar að hylja andlitið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2007 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband