Leita í fréttum mbl.is

KLUKK-KLUKK, ARG

 

Iss hvað ég er ekki í skapi til að láta klukka mig.  Tvær vinkonur hafa slegið mig hvasst í bakið og frussað kvikindislega; klukk Jenny, klukk.  Þær hrossið og beta.  Hm.. Hvað á ég að segja um sjálfa mig sem ég er ekki þegar búin að segja?

1. Ég græt reglulega vegna vonsku heimsins.

2. Ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn

3. Ég er hrædd við kindur, hænur, hesta og flest öll dýr nema kisur og hvolpa.

4. Ég er þokkalega hugrökk svona oftast og hendi mér í djúpu.

5. Ég er ótrúlega minnug, upp á gott og vont.

6. Ég læt mig dreyma um að búa í húsi með svefnherbergjum uppi á lofti.

7. Ég elska óveður og myrkrið veitir mér öryggi.

8. Ég er hamingjusamari en nokkru sinni.

Þar hafið þið það.  Ég klukka:

Ásdísi, Zou, Guðnýu Svövu, Gurrí, Evu, Þröst Unnar og Kristínu Kötlu

Og í Guðanna bænum ekki klukka mig meira.  Ég hefði átt að setja þetta í hinar átta játningar en vill ekki að fólk komist að því að ég þoli ekki klukk, keðjubréf og sollis.  Það er svo mikil skuldbinding fólgin í því.

Og þannig standa nú mál krakkar mínir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þoli heldur ekki keðjubréf eða klukk ... sýndi tveimur bloggvinum mínum þann kvikindisskap að klukka þá ... Dodda og Þresti. Er að hugsa um að klukka þá bara nokkrum sinnum í viðbót, eða fjórum sinnum hvorn alls. Var að henda inn mínum átta þannig að þú ert of SEIN! Múahahhahaha! Aðeins fimm klukkuðu mig. Svo vil ég bara að fólk þroskist hérna á blogginu og fari að gera eitthvað af viti (ehheheh)

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.7.2007 kl. 21:58

2 identicon

"Ég læt mig dreyma um að búa í húsi með svefnherbergjum uppi á lofti."
Ef þetta draumahús er í Svíþjóð (skilst að þú hafir verið þar eitthvað), þá er ég alveg með þér í þessu.

Maja Solla (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 22:02

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Á þetta að vera í svona játningaformi, eitthvað sem maður hefur falið fyrir ykkur? bloggvinum. Þá þarf ég nú að vanda mig.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 22:04

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Eg þoli ekki heldur keðjubréf en ákvað á líta á þetta sem tækifæri til að læra eitthvað nýtt (alvarlegt eða ekki) um fólk sem ég er forvitin um. Hefði helst viljað klukka alla og sérstaklega þá sem blogga aldrei um sjálfa sig. En 8 manns voru það.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.7.2007 kl. 22:10

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

HeHehe .

Kristín Katla Árnadóttir, 11.7.2007 kl. 23:01

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hvað er að ykkur þetta er bara grín Það er enginn að tala um keðjubréf

Kristín Katla Árnadóttir, 11.7.2007 kl. 23:08

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Maja Solla, já það er í Svíþjóð reyndar. Ásdís þetta á mér skilst að vera eitthvað sem við vitum ekki nú þegar.

Jóna mín kannski að þetta "lið" sem aldrei talar um sjálft sig geri það þá til tilbreytingar.

Gurrí þarf að lesa þitt klukkeddíklukk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.7.2007 kl. 23:09

8 identicon

Þarna komst ég að aðeins meiru um þig.
Ég er að flytja til Sverige aftur eftir nokkra mánuði, ég skal hafa augun opin fyrir þig.

Maja Solla (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 23:24

9 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

kvitt kvitt

Sædís Ósk Harðardóttir, 11.7.2007 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2987258

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.