Leita í fréttum mbl.is

UPPLÝSINGA ÓSKAÐ

 

Íbúarnir í nágrenni við Njálsgötu 74 þar sem opna á heimilið fyrir heimilislausa karlmenn, hafa sent borginni póst þar sem þeir óska eftir frekari upplýsingum í 29 liðum vegna opnunar heimilisins.

Mér finnst ekkert undarlegt við það en eitt stendur í mér við lestur fréttarinnar.  Upplýsinganna er óskað á grundvelli upplýsingalaga.  Halló eru það persónuupplýsingar um væntanlega íbúa?  Eru ekki allar almennar upplýsingar um þetta heimili aðgengilegar nú þegar og án þess að upplýsingalög þurfi að koma til?

Nú vil ég fá skýringu.  Eitt er að vera óhress með nýja nágranna en annað að halda sig geta fengið persónuupplýsingar um viðkomandi. 

Getur þetta verið?


mbl.is Óska eftir upplýsingum um heimili fyrir heimilislausa karlmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum ekki að biðja um upplýsingar um væntanlega vistmenn - langt því frá, heldur hvernig rekstri verði háttað, hvernig vistmenn verða valdir inn, hvaða reglum þeir þurfi að fylgja og þess háttar. Hvernig undirbúningi hafi hingað til verið háttað í þessu máli og öðrum sambærilegum því við fundum fljótt að undirbúningi er áfátt og málsmeðferð "sérkennileg".

Kveðja

kristinn (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 17:16

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ok en hvernig kalla almennar upplýsingar á upplýsingalög?  Það skil ég ekki.  Eu þetta ekki aðgengilegar upplýsingar fyrir alla almenna borgara?

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2007 kl. 17:18

3 identicon

Furðuleg hegðan hjá Njálsgötubúum. En í allri þessari hallærislegu umræðu mundi ég eftir húsi sem er Hverfisgata 58. Þar býr mikið neyslufólk. Þar var ungur maður drepinn og viðbjóðurinn í þessu húsi er mikill. Það er sagt að "bissnesmaður"eigi húsið. Bissnesmenn gera ekkert nema græða á því. Hver skyldi græða á því að hafa þetta óíbúðarhæfa hús fyrir dópista-bæli. Hvernig bissnes er það? Varla borgar þetta fólk húsaleigu.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.