Leita í fréttum mbl.is

NÚ ER FOKIÐ Í FLEST

 

Héraðsdómur sýknaði í dag manninn sem ákærður var fyrir nauðgun sem átti að eiga sér stað inni á salerni á Hótel Sögu.  Ef ég skil þetta rétt þá er röksemdafærsla dómaranna einhvernveginn svona:

Konan barðist ekki á móti á leiðinni á klósettið, maðurinn hélt jafnvel utanum hana.

Frásögn konunnar studd af læknisvottorði gerir hana trúverðuga.

Maðurinn sýknaður þar sem hann er ekki sekur um ofbeldi skv. skilgreiningu hegningarlaga.

Er verið að segja manni að nauðgun sé ekki ofbeldi skv. íslenskum lögum?  Það skiptir ekki máli heldur að talið er að nauðgun hafi átt sér stað.  Maðurinn labbar út frjáls maður.

Mér fallast hendur og ég meina það.

Ef ég er að misskilja eitthvað endilega útskýrið fyrir mér.


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ekki að misskilja neitt, held ég.
Uss, ég verð svo fjúkandi reið bara...
Er hrædd um að ef það koma fleiri svona sýknanir, verði fljótlega enn erfiðara fyrir konur að fara í þennan process sem er að kæra fyrir nauðgun.
Öss...

Maja Solla (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 20:28

2 identicon

Ég get ekki bloggað um þetta af því að hneykslun nær ekki yfir það hvað mér finnst.

En BTW - kíki bráðum í Deigluna að hlusta á fjölskyldumeðlim .... þ.e.a.s. þinn (húsbandið kemst ekki með ) ég fer ein - ætti ég kannski að hringja í Jónu?? hún er í þjálfun að fara svona ein á mannamót

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 20:30

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hún hlýtur að hafa verið í ögrandi fatnaði ... Úps, svona í alvöru, þetta er fáránlegt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.7.2007 kl. 20:48

4 identicon

Miðað við málsskjöl þá eru þessir dómarar FÁVITAR!!!!!!!

DoctorE (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 21:03

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þetta er fyrir neðan allar hellur vonandi að hæstiréttur snú þessu við

Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.7.2007 kl. 21:04

6 identicon

Man ekki hvort það kom fram, ætlar konan að áfrýja?
Ég held að ég myndi ekki leggja í það eftir svona svívirðingu.

Maja Solla (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 21:12

7 identicon

Eins og mér skilst:

Konan neitaði aldrei og maðurinn beitti ekki valdi.  Þar af leiðandi þá er þetta ekki nauðgun.

Kalli (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 21:20

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er hreint út sagt fáranlegur dómur og ekki var nú auðvelt  fyrr fyrir konur að kæra

Huld S. Ringsted, 5.7.2007 kl. 21:24

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ef hann beitti ekki valdi, afhverju var hún þá blóðug og meidd.  Fólk frís stundum við erfiðar aðstæður.  Helv. dómarar, ekki að standa sig í þessu máli  frekar en öðrum á liðnum árum.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 21:45

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

manni fallast hendur í þessum vitleysisgangi. Við erum ekkert betur stödd en fyrir 30 árum síðan hvað þessi mál varðar. Það sem ég les út úr þessu er að hún var kumpánleg við manninn, leyfði honum að leggja handlegg utan um sig á leið niður stiga, var ölvuð og fraus í aðstæðunum.

Þetta er náttúrlega bara ástæða fyrir skotveiðileyfi á konur. Ekki vera vingjarnleg, ef þú daðrar þá er náttúrlega ekkert nema sjálfsagt að þér sé nauðgað, vera ölvuð er glæpur og hvað þá að vera ekki með DNA af gaurnum undir nöglunum, mjaðmagrindarbrotin með lausar tennur.

fólk hefur nú frosið af minni ástæðum en kona að uppgötva að hennar versta martröð sé að verða að veruleika. Aaaaaaarggggggghhhhhhhhhhh.....

Jóna Á. Gísladóttir, 5.7.2007 kl. 21:58

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna mín er búin að sofa í allt kvöld.  Auðvitað hefðirðu átt að hringja í Jónu vanista sem eina á næturlífinu.  Vonandi skemmtir þú þér vel.  Bíð í ofvæni eftir fréttum.

Takk allir.  Ég er greinilega ekki ein (hneyksliskarlar!!!!)

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.7.2007 kl. 22:45

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Bara burtu með alla þessa dómara - nú verður bara að taka í taumana og búa til sér dómstól í kynferðisafbrotamálum sem er valin m.a. af fólki sem þekkir vel til fórnarlamba kynferðisofbeldis. 

Edda Agnarsdóttir, 5.7.2007 kl. 23:32

13 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Og ég sem hélt að nei þíddi nei.

Georg Eiður Arnarson, 5.7.2007 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2987180

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.