Leita í fréttum mbl.is

AÐ LIFA MÝTUNA

1

Mér er illa við goðsagnir.  Sérstaklega þær sem lúta að samskiptum kynjanna.  Arg hvað þær fara í taugarnar á mér og vó hvað þær eiga sjaldan rétt á sér.  Mýtur eins og t.d.

Konur elda af nauðsyn, karlar elda af ástríðu.

Tengdamæður eru ömurlega við tengdadætur/tengdasyni.

Karlmenn kunna ekki á þvottavélar konur geta ekki skipt um dekk.

Konur kunna ekki að keyra.

Konur eru kaupóðar karlar hata stórmarkaði.  Hm.. þessi situr svolítið í mér.  Í mínu tilfelli og húsbandsins er klisjan nefnilega sönn.  Ca. einu sinni í mánuði dreg ég hann með mér í Kringluna og kaupi það sem ég nenni ekki að kaupa dags daglega.  Í dag vorum við að versla í matinn, húsbandið var að kaupa sér skó, ég þurfti í snyrtivörubúð og svona annað smálegt og gott bara.  Húsbandið segir að ég fái "hillusvip" í búðum.  Að ég verði dreymin á svip og til alls líkleg þegar ég stend frammi fyrir miklu hilluplássi fullu af góssi.  Þannig að einu sinni í mánuði lifi ég bölvaða mýtuna og ég hata það.  Ég reyni að lokka húsband með að benda honum á tónlistardeildina, kaffihúsin, græjudeildina og sjónvarpsdeildina en hann víkur ekki frá mér.  Svo illa lifir hann sig inn í mýtuna um kaupóðu konuna að þegar við komum að kassanum, visakortið er rifið upp, þá stendur hann eins og dauðadæmdur maður þangað til upphæðin er nefnd.  Í hvert skipti færis svipur óheyrilegs léttis yfir andlitið og hann lítur á mig þakklátum augum, svona líka glaður með að ég hafi ekki sett okkur á vákortalista kortafyrirtækisins.  Alltaf svo hissa.  Einu sinni í mánuði alveg standandi hissa. 

Ég get svarið það.  Ég vil ekki vera klisja.  Ég fer með vinkonum mínum eða dætrum næst.

Síjúgæs

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Merkilegt.  Maðurinn minn á þetta til að láta eins og ég sé kaupóð og leikur hlutverk titrandi skelfingu lostins eiginmanns við kassann og mér finnst ekki einu sinni gaman að fara í búðir og það er frekar hann sem þarf að draga mig þangað.  *Dæs, dæs*.

Kemur líklega til af því að þá sjaldan að ég fer í búðir kaupi ég eitthvað sem honum finnst óþarfi, en er auðvitað bráðnauðsynlegt fyrir heimilið eins til dæmis mjólk... Nei, grín.  En það gæti verið eitthvað eins og einnota þurrkur til að þrífa baðherbergi, sérlega óumhverfisvænar, en þægilegar.   

krossgata, 4.7.2007 kl. 17:01

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var að rísa úr rekkju, bakið í bulli, er boðin í kvöldmat upp í Grímsnes, hlakka til að koma heim og lesa snilldina þína, Oliver er bara krútt.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2007 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2987258

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband