Leita í fréttum mbl.is

HEILÖG DÍANA

1

Nú standa yfir minningartónleikar um Díönu prinsessu á Wembley.  Það er búið að gera vængjaðan engil úr konunni fyrir löngu og ég skil ekki þessa þörf fólks til að hefja venjulegar manneskjur til guðdóms og dýrðar.  Persónudýrkunin er algjör. 

Ef við tökum Móður Theresu, sem helgaði líf sitt fátækum er það rétt sem haldið er fram að verk hennar hafi ekki vakið jafn mikla athygli og ef Díana snéri sér við.  Auðvitað er það sorglegt þegar ungar manneskjur deyja af hroðalegum slysförum, en mér finnst eitthvað morbid við þessa tilbeiðslu.

Þorrí


mbl.is Elton John hóf minningartónleika um Díönu prinsessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nú verð ég að vera algerlega ósammála þér mín kæra....Díana var einstök manneskja sem lét sig varða á ótrúlegan hátt og snerti hjörtu fólks hvar sem hún kom með góðmennsku sinni og hógværð. Ef þú hefur horft á prógrammið þá sérðu menn eins og Nelson Mandela, formenn góðgerðarsamtaka, sjúklinga með Aids og heimilislausa hrósa henni hástöfum fyrir einlægan vilja til að hjálpa og aðstoða. Hún labbaði meðal annars um jarðsrpengjusvæði í Angóla til að leggja málefni þeirra lið og tók aids sjúk börn í fangið þrátt fyrir að allir vildu að hún gerði það ekki.

Hún var algerlega einstakur engill á jörðu og ekki skrítið að fólk syrgi hana mjög. Hafði sa´l sem var bara ljós og fór gegn öllu sem þótti við hennar hæfi og lét hjartað ráða. Algerlega einstök mannvera að mínu mati.

Blessuð sé minning hennar!!! Og ekki sé ég annað en að synir hennar séu að feta í fótspor móður sinnar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 22:44

2 identicon

Sammála síðustu ræðukonu (Katrínu).
Mér fannst Díana alveg einstök, og þó svo að það sé kannski engin persónudýrkun hérna mín megin, þá finnst mér allavega skömminni skárra að fólk dýrki konur eins og hana heldur en einhverjar söngkonur sem gleyma alltaf nærbuxunum sínum heima eða rappara sem stunda það að skjóta mann og annan á milli þess sem þeir syngja niðrandi texta um kvenfólk.
Díana var virkilega góð manneskja, og að mínu mati á hún skilið að fólk minnist hennar á fallegan og einlægan hátt.

Maja Solla (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 22:51

3 Smámynd: halkatla

algjörlega sammála, Angelina Jolie er þegar orðin að lifandi gyðju. Þú segir ekkert ljótt um hana án þess að fá á þig hótanir, amk í USA.

En Katrín gerir gott með því að benda okkur sem erum að hneykslast mjög á þessu, á það að Díana gerði margt sem var spes. Ég sá það t.d í sjónvarpinu þegar ég var lítil, þarsem hún var að faðma fólk með Aids í Afríku á tímum þegar það þótti alls ekki viðeigandi. En ég er algerlega ósammála því að strákarnir hennar séu að feta í hennar fótspor, þeir eru ekki til fyrirmyndar, sérstaklega ekki sá yngri, og þeir virðast lítið hugsa um annað fólk en sjálfa sig, sama þó að þeir komi einstaka sinnum vel fyrir í löngu plönuðum viðtölum. En þeir fá að sjálfsögðu séns til að bæta fyrir sín fyrri heimskupör, vonandi gera þeir það. Og svo spilar líka inní þetta að ég vorkenni Karli Bretaprins ferlega mikið, hann gæti reynt að gera góðverk daginn út og inn, en fólk myndi samt sem áður líta á hann sem djók! Mér finnst hann hinsvegar frábærastur í bresku konungsfjölskyldunni - ég er óð í the underdog

halkatla, 1.7.2007 kl. 22:52

4 Smámynd: halkatla

ég var sammála Jenný!

halkatla, 1.7.2007 kl. 22:52

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Nú verð ég að vera sammála Katrínu sambandi um Díönu. Hún var mjög góð kona. Hún var mjög sérstök, hún hjálpaði mörgum. Ég syrgi hana mjög mikið því hún var svo special.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.7.2007 kl. 22:55

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er bara í góðu að vera ósammála mér.  Það að mér finnist persónudýrkun af vondum toga þýðir ekki að ég sé að ráðast á konuna.  Hún var ágæt.  Ég hallast meira að fólki eins og móður Theresu en það er nú bara svoleiðis í veröldinni að sínum augum lítur hver silfrið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 22:59

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Harry  og William hafa takið þátt í mörgum mjög krefjandi manngildisverkefnum...Auðvitað hafa þeir haft tækifæri til að hlaupa af sér hornin og ekkert óeðlilegt við að þeiir séu ekki alltaf hundrað prósent í takt við það sem er ætlast til af þeim. Hafa ekki fengið það frelsi sem önnur börn fá...en ég segi það og skrifa að þarna eru á ferð fallegir ungir og kraftmiklir menn sem eru með hjartað á réttum stað. Bíðið bara og sjáið!!!!

Og Díana var einstök og hennar er minnst fyrir margt ótrúlega ötult starf í þágu hinna sem minna mega sín hvar sem er í heiminum.

Held okkur öllum væri hollt að fara að horfa meira á það góða sem fólk gerir en það sem betur hefði mátt fara. Við erum bara öll mannleg.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 23:01

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Persónudýrkun kemur frá öðrum..ekki þeim sem fyrir henni verða. Móðir Theresa er þar ekkert undanskilin..þó ég sé nokkuð vissum að hún hefði ekki kært sig um slíkt.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 23:04

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kvitt  hef litlu við þetta að bæta.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.7.2007 kl. 23:05

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég kannast ekki við að hafa verið að horfa of lítið á það góða sem fólk gerir.  Alls ekki.  Ég er einfaldlega að benda á persónudýrkun, sem er stórhættuleg hvar sem hún finnst.  Það eru ekki svo fá dæmin í heiminum sem sýna það.

Ég neita því að fara í eitthvað rifrildi út af bresku konungsfjöskyldunni.  Svo nálægt hjarta mínu eru þau ekki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 23:06

11 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Það er alveg rétt sem þið eruð að segja, maður á bara að vera ánægðu með þegar fólk reynir að gera gott, og ekkert gera lítið úr því.

Það versta við þessa tónleika var að mínu mati hvað þeir Harry og William voru alveg gjörsamlega taktlausir báðir tveir, gátu ekki einusinni klappað í takt, en það er eflaust komið úr föðurættinni. Þarf að senda þá á dansnámskeið.

Viðar Freyr Guðmundsson, 1.7.2007 kl. 23:23

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hvað er nálægt hjrta okkar?

Þurfum við að aðskilja það með landamærum eða titlum. Verðum við ekki að fara að sjá hvað er hvað og hvaðan gott kemur í hvaða mynd sem það birtist? Söng ekki einmitt John Lennon um þenna heim sem hann vildi sjá án landamæra? Að við hættum að sundurgreina kærleikann..hvernig sem hann birtist???

Held að þetta sé einmitt og akkurat dæmið.  Þegar við viljum ekki þekkja ljsóið í öðrum erum við á einhvern hátt að afneita því í okkur sjálfum.

Láttu ljós þitt skína hver sem þú ert og hvar sem þú ert!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 23:23

13 Smámynd: halkatla

ég sé ekki bara það góða sem kemur frá bresku konungsfjölskyldunni heldur það vonda líka, ég hvorki lít niður á né upptil bresku prinsanna, þeir mega bara vera sem minnst áberandi fyrir mér! Þetta er samt ekki mál til að alhæfa um, né rífast um Þeir eru í annarri stöðu en annað fólk sem gerir góðverk, það heyrist um þá en ekki hina... breytir því ekki að mjög margir gera miklu meira gott en þeir, þrátt fyrir verri stöðu og pabbi þeirra er enn miklu fremri þeim í að gera góðverk, hversvegna talar enginn um hann? nema Brasilíumenn, þeir reistu honum styttu inní frumskóginum.

halkatla, 1.7.2007 kl. 23:39

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Anna Karen....það breytir samt ekki því að þeir gera vel og gott. Þetta að skoða alltaf titil eða stöðu skiptir engu máli. Og að gera lítið úr því að þeir sem eiga peninga noti þá vel....það er bara gott mál og örugglega jafn vel metið af þeim sem taka við hjálpinni. Hvort sem hún kemur frá þér eða William. Hjálp er bara hjálp og er metin af henni einni hvaðan sem hún kemur.

Guði sé lof að fólkið sem hefur átt allri þessari velgengni að fagna lætur sig varða og sefur ekki bara með auðævi sín undir koddanum sínum.  Við sjáum dæmi um heimsfrægt folk sem gerir allt í egin egói og líka annað heimsfrægt fólk sem gerir gott. Við sjáum lika hinn venjulega mann sem gefur aldrei neitt af sér og hinn sem gefur af öllu sem hann getur og á.  Bara asnalegt að setja niður gott..hvaðan sem það kemur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 23:46

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Einar Benediktsson orti:

Er nokkur æðri aðall hér á jörð

en eiga sjón út yfir hringinn þröngva

og vekja, knýja hópsins veiku hjörð

til hærra lífs - til ódauðlegra söngva.

Edda Agnarsdóttir, 1.7.2007 kl. 23:57

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Dúllan mín....

.....var móðir Theresa ekki gerð að dýrlingi? Það leika það nú ekki margir eftir....

Díana var óhamingjusöm kona, sem helgaði líf sitt baráttu fyrir þeim sem minna mega sín. Mér finnst alveg mega gera úr henni engil!

Hrönn Sigurðardóttir, 2.7.2007 kl. 00:03

17 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Edda..akkúrat!!!!!

Díana gerði einmitt þetta..að vekja upp fólk til að sjá hærra líf og ódauaðlega söngva. Þess vegna syngja allir istamenn henni lofsöng í kvöld á afmæli hennar sem hefði verið 46 ár. Og synir hennar skipulögðu þetta afmæli fyrir minningu hennar....vona aðþ eir hafi góða nótt. Eigandi móður sem heimurinn elskar en getur ekki haldið utan um strákana sína.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 00:04

18 identicon

Ég hugsa þetta þannig að þeim mun fleiri tilefni sem er hægt að búa til til að halda grand tónleika þeim mun betra :)

En Jenný - ég er búin að senda 3 svarbréf en fæ þau öll í hausinn aftur

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 00:15

19 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Ég er svo innilega sammála Katrínu Snæhólm.

Díana lét svo margt gott af sér leiða á svo margan hátt. Hún talaði um sína prívat erfiðleika og hefur með því gefið "venjulegu" fólki sem glímdi við svipaða hluti styrk og kraft. Hún talaði opinskátt um reynslu sína af lotugræðgi löngu áður en farið var að tala mikið um þann sjúkdóm og svo vann hún í þágu alnæmisveikra og margt fleira.  Hún nýtti frægð sína og erfiðleika öðrum til góðs.

Annars finnst mér þetta orð "persónudýrkun" hafa fengið á sig neikvæða merkingu. Það er eins og það þyki ekki jákvætt að líta upp til annars fólks og talað eins og það sé einhver sjúkleg þráhyggja.

Hvað er svona neikvætt við það að syrgja látna manneskju , minnast hennar og votta virðingu sína?

Björg K. Sigurðardóttir, 2.7.2007 kl. 00:26

20 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sjarminn við Díönu var alltaf sá að hún var sú ,,breiska" en ekki sú ,,breska" - kusk á hvítflibba kóngafólksins sem alltaf þóttist svo ósnertanlegt og kannaðist aldrei við að gera neitt rangt. Það að hún lagði frekar erfiðum málefnum, HIV og jarðsprengjum, lið skipti máli á sínum tíma. Ég er rosalega lítið hrifin af hugmyndinni af kóngafólki og þegar Karl og Díana giftu sig var ég á Vikunni og við, tveir blaðamenn þar, lögðum nokkra vinnu á okkur til að gera stólpagrín að brúðkaupinu (meðan það var dekkað ,,tilhlýðilega" af öðrum á blaðinu - á Vikunni er nefnilega allt hægt). Var ekki par hrifin af prinsessunni, en hún óx í áliti hjá mér þegar fram liðu stundir. Sem sannur fréttafíkill fékk ég auðvitað dálítið ,,rush" þegar hún dó, stórfrétt, einkum ef unnt hefði verið að klína þessu á kóngafjölskylduna. Var ofurhneyksluð á ummælum Davíðs á því að hún hefði verið heppin að deyja svona ung af því þá myndu allir hana svona fallega, en svo átti ég leið um London nokkrum dögum síðar. Og - við fórum 3 saman að Kensington höll, sáum blómahafið, allt fólkið, ummælin, þetta var í senn sorglegt, hallærislegt og einlægt. Auðvitað fór ég að hágráta, en það geri ég líka útaf fallegri tónlist, gleði, sorg ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.7.2007 kl. 00:41

21 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jöss men.... hér sé fjör.

Jenný Anna viltu í guðs bænum hreinsa pósthólfið þitt svo hún Anna geti komið frá sér þessum meilum.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.7.2007 kl. 00:42

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svampur karlinn, vertu úti að leika.

Hér er líf OMG, búin að eyða öllu úr pósthólfinu mínu Jóna mín og Anna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 00:53

23 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jahá! Ertu þá búin að týna meilinu mínu aftur? Æ vill ónglí sei þis vonce.....

Hrönn Sigurðardóttir, 2.7.2007 kl. 00:56

24 identicon

Ég fékk það samt í hausinn aftur (nr. 4) - færðu annan póst??

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 01:00

25 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

For crying out loud... just call the woman

Jóna Á. Gísladóttir, 2.7.2007 kl. 01:13

26 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Hversvegna hefur þú áhyggjur af því þó fólki finnist Díana hafa verið engill eð gyðja eða eitthvað...? Ég get ekki séð að það sé eitthvað sem kemur okkur við..  Það er bara allt í lagi að minnast hennar, og þess vegna móður Teresu í leiðinni ef fólki út í heimi sýnist svo.. Þegar þú ert búin að finna hamingju í hjarta og ró í sálinni, þá fyrst skaltu gefa þér tíma til að býsnast yfir öðru fólki.. en - þá eru afar litlar líkur á að þú finnir hjá þér nokkra þörf til þess...

Kveðja.. Óli Jó

Ólafur Jóhannsson, 2.7.2007 kl. 01:19

27 identicon

Jóna ertu viss um að hún hafi ekki líka eytt símanum????

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 01:20

28 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gvööööð hvað Óli Jó er ekki að ná pointinu. ja well.

Anna, örugglega þurrkað út símann ásamt öllu öðru

Jóna Á. Gísladóttir, 2.7.2007 kl. 01:22

29 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Óli Jó nr. 11 vertu ekki svona yfirborðslegur í tali/skrifum.

Búin að tæma pósthólf senda aftur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 01:29

30 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Jú jú, pointið er alveg skýrt, hjá mér allavega.  Ekki vera alltaf að býsnast yfir öðru fólki , þú breytir því hvort sem er ekki neitt...

Ólafur Jóhannsson, 2.7.2007 kl. 01:31

31 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Óli ef við  ræddum aldrei neitt hvers lags líf er það?  Á bara að horfa gagnrýnislaust á hvað eina?  Æi ég er kommi og á móti meðfæddum vegtyllum. Ok?

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 01:33

32 Smámynd: halkatla

whadda f***? er allt að verða vitlaust útaf þessu?

ég vil koma þeirri skoðun minni á framfæri, sem ég er stolt af, að mér finnst engin ástæða til að hrósa neinum kóngi eða presti fyrir eitthvað myndatækifæri eða eitthvað sem þeir eiga að hafa gert... að gera engla úr fólki er vægast sagt hallærislegt... 

Það er sumsé jafn hallærislegt einsog að segja að Harry og William séu alillir, eða að Díana hafi verið einhver djöfull, og ég er ekki að meina það þannig þó að ég dæmi þau ekki sem dýrlinga. Enda þekki ég þau ekkert og hef engan áhuga á því - þegar þau sjokkera þá selja þau hinsvegar blöð. Fyrrverandi meðleigjandi minn heimtaði reyndar að hengja mynd af William uppá vegg heima hjá okkur! Ég leyfði það af því að hún sagði að hann ætlaði ekki í herinn. Svo komst ég að því að hann hefur stundað skotveiðar - og ég reif myndina niður - smá spaug

Góða nótt

halkatla, 2.7.2007 kl. 01:57

33 Smámynd: halkatla

Anna #20, þegar ég fór að Kensington höll fyrir nokkrum árum þá var þar líka mannþröng, mér var sagt að það væri alltaf þannig. Ég sneri til baka.

halkatla, 2.7.2007 kl. 01:59

34 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Held að Anna #20 hafi ekki verið að tala um venjulega mannþröng, Anna #34. Manstu ekki geðveikina í kringum þetta allt saman? Milljónir í miðborginni. Ég sat alla vega yfir Sky News til kl. 6 um morguninn og fannst þetta alveg skelfilegt. Samt dýrka ég Díönu ekki, finnst bara örlög hennar virkilega sorgleg!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.7.2007 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband