Leita í fréttum mbl.is

ALLIR Á LEIÐ ÚR BORGINNI

1

Tvisvar sinnum á ári á ég Reykjavík nánast ein.  Það er um þessa helgi og svo um verslunarmannahelgina.  Ok, það eru auðvitað nokkrir á ferli, en þeir eru svo viðráðanlega margir eitthvað.  Það besta við þessar helgar er að geta farið ofaní bæ og lagt undir sig eins og eitt stykki kaffihús, auðvitað er í lagi fyrir aðra að vera með, bara að þeir haldi sig í hæfilegri fjarlægð (segi sonna).

Nú stefnir umferðin út úr höfuðboginni,  allir á leið í sveitina.  Á morgun förum við Sara og Jenny í víðáttugleði niður í miðbæ sömu borgar.

Síjúgæs!


mbl.is Mikil umferð frá höfuðborginni, en gengur vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Kannski maður skelli sér á hitt kaffihúsið í borg óttans, ef hún er loks að tæmast.

Þröstur Unnar, 29.6.2007 kl. 22:47

2 Smámynd: Brattur

úppss... hvað ég forðast fólk... ekki það að fólk sé dásamlegt, a.m.k. innanum, en að vera í mannþröng, tala nú ekki um að vera í umferðarteppu út á þjóðvegunum... þess vegna synti ég á móti straumnum, flutti úr Reykjavík og í höfuðborg norðurlands... I love it...

Brattur, 29.6.2007 kl. 23:01

3 Smámynd: Ester Júlía

Áttiru ekki borgina ein um síðustu helgi líka? Miða við stífluna sem ég lenti í á leið í bæinn á sunnudagskvöldinu, mætti halda að öll Reykjavík hefði ákveðið að skreppa út fyrir borgarmörkin.

Ester Júlía, 29.6.2007 kl. 23:06

4 identicon

Ég elska það að vera heima þegar ALLir fara eitthvað í burtu. þEgar ég átti heima í Reykjavík var ég t.d alltaf í borginni um verslunarmannahelgina - dásamlega slakt eitthvað

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 00:01

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Góða nótt.

Edda Agnarsdóttir, 30.6.2007 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987163

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband