Leita í fréttum mbl.is

GULA FÍFLIÐ OG FJÖLSKYLDUFRÉTTIR

1

Ég vaknaði við það í morgun (lesist nótt) að gula fíflið hafði smeygt sér inn í herbergið mitt og það linnti ekki látum fyrr en ég vaknaði.  Þrátt fyrir að vera vel varin frá sólinni með þar til gerðum gluggatjöldum er hún svo mögnuð þessa dagana að hún smýgur allsstaðar inn.  Ekki ætla ég að fara að tala illa um sólina, en kona þarf svefn.  Ég gafst upp, játaði mig sigraða og sit nú hér og get ekki annað.

3

Næsta vika verður skemmtileg hjá mér því þá fer Jenny Una Errriksdóttirrr í frí frá leikskólanum og þar sem pabbinn er að spila á trrrommurrrnarrrr langt í burtu og mamman er að vinna þá fæ ég heiðurinn og ánægjuna af félagskap þessarar litlu dömu.  Í gær komst hún í sælgæti stúlkan sem átti að nota í kökuskreytingu og á örkotshraða náði hún að innbyrgða svo mikið af böngsum og fleiri ullabjökkum að klukkan var að ganga ellefu þegar hún sofnaði.  Hún sagði mömmu sinni að hún hefði barrra verrrið að prrófa nammið og mamma ætti ekki að vera með læti af því hún og Jenny væru binkonur.  Sú stutta sagði mér í símann í gær að Franklín hefði hent í hana sandi enn einn ganginn en hann væri samt góður.  Franklin henti einu sinni sandi í Jenny en hún "typcastar" stundum strákana og hann Olav sem klóraði hana "alleg óvart" einu sinni og er hættur í skólanum er samt enn að, en hann er samt líka góður, þrátt fyrir að vera sekur um hverja einustu rispu sem Jenny fær í ötulum leik sínum á leikskólanum af og til. 

1

Nú fæ ég helling af myndum frá London eftir helgi líka af honum Oliver, Maysunni og Robba því Andrea bestavinkona Maysunnar er að fara til þeirra og er búin að lofa undirritaðri að liggja á myndavélartakkanum.  Þannig að allir eiga að geta skilið að þessi kona hér hefur ástæðu til að bíða spennt eftir að helgin líði. 

2

Ekki sef ég af mér biðina, það er eitt sem víst er því sú gula ætlar að vera hér allsráðandi um helgina, þannig að ég blogga bara í staðinn á milli þess sem ég ætla að njóta góða veðursins. 

Síjúgæs!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sú gula smýgur inn í flest herbergi þessar næturnar. Sum hús skarta álpappír í gluggum þessa dagana. Ég þrjóskast við og læt pjattið ráða för svo það er MJÖG BJART í mínu herbergi þessar næturnar. Ef svefnleysið og þreitan  ber mig ofurliði smelli ég álinu upp og pjattið fær að víkja.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 08:47

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Litli málarinn glæsilegur.

Hvar fékkstu eldhúsborðið?

Þröstur Unnar, 29.6.2007 kl. 09:10

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jennslan er umhverfisvæn og sparar pappírinn. Sýnist hún nota kinnarnar í staðinn

Jóna Á. Gísladóttir, 29.6.2007 kl. 11:01

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe Þröstur þetta eldhúsborð er heima hjá Jenny og dóttir mín gróf þetta upp í gegnum smáauglýsingu en það varð að vera nákvæmlega svona borð:!

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2007 kl. 11:12

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Frábært borð. Borðaði við svona borð öll æskuárin mín í sveitinni fyrir norðan, ásamt 6 til 10 örðum manneskjum.

Þröstur Unnar, 29.6.2007 kl. 17:43

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svona er þetta Þröstur Unnar, allt fer í hringi, líka húsgagnatískan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2007 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.