Leita í fréttum mbl.is

Í JÚLÍMÁNUÐI VERÐUR ALLT VITLAUST

Go to fullsize image

...á fjölmiðlinum mínum.  Þrátt fyrir að vera í nánu samstarfi við Moggann sem er lýðræðiselskandi fjölmiðll (og ég er það auðvitað líka) ætla ég að "forbjóða" nokkra frasa í kommentakerfinu mínu.  Æi ég umorða þetta, ég ætla að vinsamlegast að fara fram á við ykkur að eftir 15. júlí þá notist þið ekki við eftirfarandi frasa:

1. No komment(því það er þá alveg eins hægt að segja ég er ósammála eða mér er skítsama um þessa færslu þína kjéddling eða því sleppa alveg að kvitta). www.jonaa.blog.is er með undanþágu þegar við ræðum afrek Samfylkingar í ríkisstjórn, þar sem hún kaus ekki rétt og skammast sín ennþá smá fyrir að hafa ekki farið að leiðbeiningum mínum (Blush).   Þorrí Jóna mín.

2. Tík nema þegar talað er um hunda- og hundarækt sem er mjög algengt hérna bloggsíðunni enda ég löngu farin í hundana.  Þetta gildir ekki um www.asthildurcesil.blog.isþví hún verður stundum smá pirr út í asnalegar kjéddlur.

4. Orðalagið "talað undir rós" og þetta er án undantekninga, nema þegar fólk setur hattinn sem er frammi í forstofu á hausinn á sér áður en það kommenterar.  Þessi hérna sko:

Image Preview

Þessi tilmæli bið ég ykkur kurteisilega að virða kæru vinir.  Ég er, eins og áður hefur komið fram mjög lýðræðiselskandi manneskja, þannig að ég hringi ekki á lögguna eða eitthvað, þótt einhver missi sig stundum.  Fram að 15. júlí er hinsvegar leyfilegt að kommentera, nókommentera, og tala um tíkur til hægri og vinstri svo framarlega sem það er gert undir rós.

Urrrrr

Þetta flokkast klárlega undir mannrækt.  Eruði ekki sammála því??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

"Það má ekki pissa bak við hurð
og ekki henda grjóti on´i skurð.
Ekki fara´ í bæinn
að kaupa popp og tiggjó
og ekki nota skrúfjárn fyrir sleikjó.

Það má ekki vaða út í sjó
og ekki fylla húfuna af snjó.
Ekki tína blómin
sem eru úti´beði
og ekki segja “ráddi” heldur réði.

Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið.
Það er alltaf að skamma mann.
Þó maður geri ekki neitt
það er alltaf að skamma mann.

Það má ekki skoða lítinn kall
og ekki gefa ketti drullumall,
ekki skjóta pabba
með byssunni frá ömmu
og ekki tína orma handa mömmu.

Það má ekki hjóla inn í búð
og ekki gefa litla bróður snúð,
ekki fara´að hlæja
þó einhver sé að detta
-ekki gera hitt og ekki þetta."

Björg K. Sigurðardóttir, 27.6.2007 kl. 23:41

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

BK þú ert STÓRDÚLLA.  Híhí.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2007 kl. 23:49

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

mér er alveg skítsama um þessa færslu hjá þér addna kéddling.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.6.2007 kl. 23:59

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

attlaveravondsína nóna?? Búhú

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2007 kl. 00:00

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

No komment ...tík.

var þetta undir rós? Ég var að sjálfsögðu að tala um hundarækt  

Laufey Ólafsdóttir, 28.6.2007 kl. 00:02

6 Smámynd: Ragnheiður

Rússneska tíkin NO KOMMENT kom hlaupandi undan rósinni....Kva ..ég er bara að segja sögu.

Til að svara spurningu á síðunni minni bendi ég yður á að lesa næstu færslu á undan rafmagnsleysinu í útlandinu.

Ragnheiður , 28.6.2007 kl. 00:05

7 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Ein spurning: Má segja orðið TÍK ef það er póli fyrir framan?

Björg K. Sigurðardóttir, 28.6.2007 kl. 00:09

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vissi að það yrðu skemmtilegar umræður við þessa færslu.  Ég elska komment og Björg varðandi spurninguna NO COMMENT

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2007 kl. 00:10

9 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Það eru alltaf skemmtilegar umræður hjá þér. Helsta stuðsíðan á moggablogginu

Björg K. Sigurðardóttir, 28.6.2007 kl. 00:15

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kræst hva fólk getur verið eikkað ómálefnalegt ... banaðir þú ekki þessi orð? 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.6.2007 kl. 00:20

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jú Gurrí en virðingarleysi þessa liðs sem kallar sig BLOGGVINI MÍNA (Er sko ekki að meina þig nottla) er algjört.  Þetta er allt pakk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2007 kl. 00:29

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko kíkið á broskarlinn. Já ég er að hóta ykkur lögreglunni addna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2007 kl. 00:29

13 identicon

Þú verður bara að uppfæra Púkann hjá þér eftir 15. júlí, heldurðu að höfuðstöðvarnar skelli því ekki upp fyrir þig?

Maja Solla (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 00:37

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ææææææ nú fæ ég samviskubit. Nóna gó vi Jennslu sía

Jóna Á. Gísladóttir, 28.6.2007 kl. 00:42

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hvað er þetta annars með 15. júlí? Er ég sú eina sem er confused núna... eins og venjulega

Jóna Á. Gísladóttir, 28.6.2007 kl. 00:42

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eins gott fyrir þig Nóna mín að haga þér almennilega hér í bloggheimum (Jóna ég er í kasti, veit ekki hvers vegna).  15 júlí er heimatilbúinn af mér.  Datt hann bara svona í hug.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2007 kl. 01:08

17 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég er líka í kasti og það er þér að kenna. Ég ætla að fá mér meira kók

Jóna Á. Gísladóttir, 28.6.2007 kl. 01:15

18 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

sko coke light skiljiði

Jóna Á. Gísladóttir, 28.6.2007 kl. 01:15

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Af því þú ert í megrun og já ég er að segja að þú sért HLUSSA (átbroskarl)

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2007 kl. 01:29

20 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Farðu af altaninu stelpa og haltu þig á fortóinu

Jóna Á. Gísladóttir, 28.6.2007 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 2986817

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband