Leita í fréttum mbl.is

KONUR ERU KONUM...........

1

...góðar OG HANANÚ.  Þessi fullyrðing er amk. sannari en hin sem oftast heyrist.  Frá og með deginum í dag er bannað með lögum þessa fjölmiðils að nota "konum eru konum verstar" í kommentakerfinu hér  og hananú.  Ég nenni ekki að taka saman þau skipti sem þessi leiði frasi hefur verið notaður í mínu kommentakerfi og reyndar út um allt blogg. Ótrúlega lífseig þessi firra. Stundum reyndar notað án hugsunar enda frasinn orðinn eins og stórisannleikur í daglegu tali fólks.

Þessi fullyrðing er ekki byggð á nokkrum raunveruleika.  Það er ekkert sem segir að konum séu konur verstar.  Það eru hins vegar ansi margar konur sem geta vitnað um það gagnstæða. 

Niðurstaða:  Konum eru konum oftar en ekki góðar (ég minni á systra- og vinkonunet heimsins).  Þær eru stundum andstyggilegar hvor við aðra,  alveg eins og gengur og gerist í lífinu.  Mín reynsla er sú að oftar hef ég notið stuðnings og vináttu kvenna en hins.

Svo standið ykkur nú krakkar mínir.  Út með meiðandi frasa um konur (og karla líka já,já, já).

P.s. Mér kæmi ekki á óvart þótt einverjir nördar af hm.. sumu kyni sæju sig knúna til að setja einmitt téðan frasa í kommentakerfið.  Hm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég viðurkenni nú alveg að ég hef notað þennan frasa og aldrei skammast mín fyrir það, en það hefur aldrei verið nema ef ég er að tala um einhver svona öfundarmoment, að koma sem eina ókunnuga konan á samkomu þar sem er ég mæld út og suður, ef ég hef verið stungin illilega í bakið eða eitthvað svoleiðis.
Konur eru konum mikilvægar, en þær geta líka breyst í algjörar tíkur ef svo ber undir.
En núna eru konur ekkert nema mér góðar, ólíkt því sem áður var kannski, enda hefur verið tilefnislaust fyrir mig að nota þennan frasa í ansi langan tíma.

Vona að ég verði ekki lamin fyrir þetta komment...

Maja Solla (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 21:47

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þetta er svo rétt og satt hjá þér. Ég fattaði um leið og ég las þetta. Ég fattað líka að konur eru konum bestar og bara öllum allstaðar. Ætla að halda þessari skoðun á lofti héðan í frá.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 27.6.2007 kl. 21:47

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ofbeldi er líka bannað á þessum fjölmiðli.  MS auðvitað eru konur ekki einn samlitur hópur en það er samt ekkert vit að frasera svona um þær frekar en við segjum; karlar eru körlum verstir.  Það myndi manni aldrei detta í hug að láta sér um munn fara enda fáránlegt að steypa alla karla í sama mót.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2007 kl. 21:49

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

ég er sammála þér að það er ótrúlegt hvað þessi frasi er mikið notaður við hinar ýmsu aðstæður! Kannski er það með ráðum gert af karlaveldinu til að gera konur tortryggnar gagnvart hver annarri til að koma í veg fyrir að þær nái heimsyfirráðum..............sem að konur geta gert ef að þær taka höndum saman.........bara svona til að vera í samsæriskenningunum !

Sunna Dóra Möller, 27.6.2007 kl. 21:54

5 identicon

Þú ert til dæmis ótrúlega góð og skemmtileg við konuna sem skrifar þetta - smjúts  - en þess fyrir utan: þessi frasi er pain in the "you know what"!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 21:56

6 identicon

Nei, ég kannski hef bara aldrei litið á þetta frá þessum vinkli.
Mamma sagði þetta oft þegar ég var yngri, var bara fljót að túlka þetta á minn hátt...  

Maja Solla (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 21:57

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það eru auðvitað til dæmi um svona tíkur sem þola ekki aðrar konur og að þeim gangi vel.  En ætli það sé ekki bara manngerðin sem slík.  Þær eru ótrúlegar karlasleikjur í ofanálag.  Ég held að flestar konur þekki svona konur.  En svo eru líka til karla sem eru helmingi verri.  Við erum sum sé bæði góð og slæm.  En enginn er alvondur og heldur enginn algóður.  Okkur hættir stundum til að draga fólk í svoleiðis dilka.  Stilla þeim upp sem góðum eða vondum, og verðum svo örg þegar viðkomandi stendur ekki undir væntingum.  Ekki satt ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.6.2007 kl. 22:07

8 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Ég ætla að segja no komment við þessa umræðu

Björg K. Sigurðardóttir, 27.6.2007 kl. 22:23

9 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ömurleg alhæfing! Út með hana! Þessi óskapnaður er jafnvel notaður til að réttlæta launamun kynjanna sem er nú bara til að afvegaleiða kjarna málsins.

Laufey Ólafsdóttir, 27.6.2007 kl. 22:41

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað haldið þið að ég ætli að banna næst á þessum fjölmiðli??? Bíðið bara. Hm

BTW HVAR ERU KARLARNIR?  ÞEIR HLJÓTA AÐ VERA SAMMÁLA.  OMG I did it.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2007 kl. 23:06

11 identicon

Ok, þetta dregur þá upp spurninguna: Hver(jir) eru konum verstir?

Ég bara varð :)

DoctorE (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 23:07

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Skemmtilegt og áhrifaríkt. það er svo gaman að lesa kommentin vegna fjölbreytni í svörum og útskýringum.

Edda Agnarsdóttir, 27.6.2007 kl. 23:16

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú hefur mjög orða forða það er gaman að lesa bloggið þitt .

Kristín Katla Árnadóttir, 27.6.2007 kl. 23:22

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

El doktore; ætli það sé ekki eins og í auglýsingunum að það má ekki segja best, og verst.  Híhí.

Takk Kristín mín og Edda mesta fjörið hjá mér eru kommentin og mér finnst gaman að leika mér með þau líka eins og sjá má í nýjustu færslunni minni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2007 kl. 23:52

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þeim var ég verst er ég unni mest.... fyrsta b-i-t-c-píp-ið í Íslandssögunni. Eða hvað?

Jóna Á. Gísladóttir, 27.6.2007 kl. 23:57

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Segðu Jóna!!!

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.