Þriðjudagur, 26. júní 2007
070707
Giftingavertíðin mun ná sögulegu hámarki 7. júlí nk. en allt er brjálað að gera í bransanum fyrir bragðið. Páll Óskar og Monika eru svo upptekin þennan dag að Fréttablaðinu finnst þau "fáránlega" vinsæl. Hvað ætli sé sungið í brúðkaupunum í ár? Ég fór fyrir mörgum árum í brúðkaup í Keflavík þar sem söngvari nokkur söng "You never walk alone" á íslensku og ég er ekki enn búin að jafna mig. Væmnistuðullinn er svo svakalega lágur hjá mér.
Svo getur maður rétt ímyndað sér fjörið hjá blómabúðunum, brúðkjólaleigunum, og öllum hinum búðunum sem stuðla að hinni ævilöngu hamingju brúðhjónanna og það allt upp á amerísku. Ég hef ekkert á móti brúðkaupum, finnst þessi hefðbundnu amerísku dálítið plebbaleg reyndar og ég kurlast í tætlur þegar ég sé hárborða á drossíum. Það er eitthvað svo.. hugmyndasnautt. En látum það nú vera.
Ég las um daginn að helmingur hjónabanda endaði með skilnaði. Rosalega varð ég sjokkeruð. Öll þessi aðkeypta hamingja sem merkt er í almanakið a.m.k. ári fyrir viðburð og svo fer allt í vaskinn. Nú er ég alvön því að gifta mig, hef gert það reglulega í gegnum lífið og oftar en ekki endað í skilnaðarfötunni, þurft að klifra upp úr henni og fara að leita að nýju fórnarlambi. En það má segja mér til hróss að ég hef ekki lagt í mikinn kostnað við þessar athafnir. Ég er voða fegin því. En hvernig ætli standi á þessu? Ég meina öllum þessum skilnuðum? Svar einhver.
Þetta er um margt merkileg dagsetning. Sniðug til að fæða börn á. Smart kennitala og svo veit ég um einn götunnar mann sem ég átti spjall við í fyrra og hann tjáði mér að hann ætlaði ekki að hætta vinfengi við Bakkus fyrr en að ofannefndur dagur rynni upp. 070707 væri þrefaldur heilagleiki samkvæmt hans talnaspeki. Garanterað að edrúmennskan myndi komin til að vera. Hann ætlaði því að leggja á sig drykkju fram að þessum degi. Ég vinka vini mínum héðan og ég vona í leiðinni að hjónabönd þessa dags verði eldheit og farsæl til eilífðarnóns og í þeim ríki heilög hamingjan.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Sjónvarp, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 04:49 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 11
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2987255
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Mikið er ég fegin að við fórum ekki í allt þetta umstang sem fylgir íslenskum brúðkaupum þegar við giftum okkur.
Lítil og sæt athöfn í kirkju með allra nánustu, kaffi hjá tengdamömmu og svo bara heim!
En ég hef því miður ekki svar við spurningu þinni um þessa háu skilnaðartíðni...
Er fólk ekki bara svolítið óviljugt við að leggja á sig þessa vinnu sem hjónaband er, gefst bara upp um leið og á móti blæs?
Maja Solla (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 08:08
Samt fyndið að tala dagsins samkvæmt talnaspeki er 5, en skv. talnaspá zedrus táknar hún:
Persónutala: 0Köllunartala: 0
Örlagartala: 0
Andlegatala: 5
Þessi tala bendir á ákveðna afstöðu til viðfangsefna lífsins, enda þótt manninum reynist auðveldara að hugsa upp snjöll áform en fylgja þeim fram til sigurs. Hún bendir einnig á þekkingarþrá á lífinu, en það er merki um heilbrigða og starfsama hugsun. Hann hefir auðugt hugmyndaflug og er úrræðagóður á stundum hættu og hindrana. Hins vegar er hneigð til fljótfærnislegra aðgerða, án þess að nægileg íhugun hafi farið fram. Þeir, sem eru undir áhrifum tölunnar 5, geta stundum verið óáreiðnalegir. Tölurnar í nafninu geta breytt þessum lyndiseinkennum, eða unnið gegn þeim, en þau eru eftir sem áður til í manninum.
Dulartala: 10Þú þarft að vera viss um, að það, sem þú girnirst, sé innan þeirra takmarka, sem þér eru sett. Blindar vonir um eitthvað, sem þér er ómögulegt að fá framgengt, gætu valdið þér sorgum og svipt þig auði og atvinnu, því að dagdraumar hafa eyðilagt margan álitlegan mann.
Ester Sveinbjarnardóttir, 26.6.2007 kl. 08:13
Einu sinni fórum við nokkrir miðaldra og eldri kunningjar yfir þær brúðkaupsveislur sem við mundum eftir hjá því fólki sem við þekktum. Niðurstaðan varð sú að eftir því sem brúðkaupsveislurnar eru stærri í sniðum og tilkomumeiri þá endist hjónabandið skemur.
Úrtakið hjá okkur taldi of fá brúðkaup til hægt sé að heimfæra niðurstöðuna yfir á íslenskt samfélag. En samt athyglisvert. Ein veislan var kölluð brúðkaup aldarinnar. Það var svo mikið í lagt. Þau hjón skildu strax í brúðkaupsferðinni.
Sjálfur lét ég gefa mig og mína konu saman í kyrrþey, án ættingja eða veislu. Það hjónaband entist í næstum aldarfjórðung.
Jens Guð, 26.6.2007 kl. 09:54
Vil ekki eiga á hættu að hljóma bitur eða neitt (hóst) en mig langar alltaf pínu til að gubba þegar ég hugsa um svona "ævintýrabrúðkaup". Er reyndar ekki mikil athafnamanneskja (nema í annarri merkingu orðsins) og gef því ekki mikið út á svona seremóníur. Hef reyndar enga reynslu af giftingum og þarmeð ekki af skilnuðum heldur, nema þá annarra. Er líka með talnablindu og finnast tölur hundleiðinlegar. Ég mun því ekki nýta mér þennan dag til giftinga .
Laufey Ólafsdóttir, 26.6.2007 kl. 10:44
Það fer í taugarnar á mér að fólk skuli stefna á einhverja sérstaka dagsetningu út af því að hún er flott. Hana nú... sagði ég þetta?
Jóna Á. Gísladóttir, 26.6.2007 kl. 10:54
Mér datt í hug þegar þú fórst að tala um flottar kennitölur, en ég tók þátt í keppninni ógurlegu um 2000 barnið, ekki viljandi þó...bara gerðist óvart! Ég vann þó ekki en dóttir mín fæddist á öðrum degi janúar mánaðar árið 2000. Hún var þó 7 stúlkan sem að fæddist á því ári og fékk fæðingarnúmerið 007 ! Hún er með kennitöluna 02-01-00 og hefur verið kölluð niðurtalningin eða tímasprengjan enda er hún hörkukona ! Taka skal fram að þetta var allt saman tilviljun og alls ekki fyrirfram ákveðið! Kveðja!
Sunna Dóra Möller, 26.6.2007 kl. 12:05
Sunna Dóra ég pissa í mig af hlátri og ligg í krúttkasti. Tímasprengjan hahahaha. Laufey aldrei gift þig??? Amáttur minn þú hefur ekki LIFAÐ (aðeins sú yngsta mín hefur gift sig, gerði það í Vegas og Presley sjálfur sá um athöfnina híhí). Hinar tvær lifa forstokkaðar í syndinni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2007 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.