Leita í fréttum mbl.is

AF HENNI JENNY UNU ERRRIKSDÓTTUR

1

Hún Jenny Una Errriksdóttir kom til ömmu og Einarrrs í gær til að fylla líf þeirra enn frekari gleði og hamingju.  Hún var í besta laugardagsskapi og sagði okkur að nú væri hún komin á Kroppakotsdeildina á leikskólanum sem er fyrir STÓRU BÖRNIN.  Jenny er sífellt að bæta við sig og nú svarar hún hugsi öllum spurningum sem til hennar  beinast með "ég held ekki".  Ekkert verið að fullyrða og þykjast vita alla hluti.  Við lásum Emmu í gærkvöldi og dáðumst að hugrekki Emmu sem fór ekki að gráta þegar læknirinn saumaði sárið á enninu hennar.  Svo fékk Jenny leið á Emmu og ömmu reyndar líka og kallaði í Einarrr í staðinn og hann söng hana í svefn. 

Nú er kókófíllinn orðinn að krókódíl, jákarlinn er enn á sínum stað og gívaffinn líka, en í þessum hverfula heimi, verða þeir orðnir að hákarli og gíraffa áður en varir.  Lífið er ein örskots stund.

Jenny sendir saknaðarkveðjur til Olivers í London og hún elskar hann svakalega mikið.

3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er gaman heyra svona hún er gullfalleg þessi elska.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.6.2007 kl. 09:42

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þau eru bæði æðisleg.  Já satt segir þú, þetta er örskotsstund sem við höfum þau, allt í einu eru litlu börnin orðin táningar, og síðan fullorðnir einstaklingar, og svo mömmur og pabbar, afar og ömmur.  En við erum samt þær sömu ekki satt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2007 kl. 10:11

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Krúttabörn

Edda Agnarsdóttir, 24.6.2007 kl. 11:33

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er algjörar dúllur. Mikið ertu heppin! Ég mun leiðrétta þetta við erfðaprinsinn að ég sé of ung til að vera amma!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.6.2007 kl. 11:48

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi hvað þetta er falleg færsla. Eins og þú segir stundum Jenný: Ég fæ krúttkast.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.6.2007 kl. 11:56

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Falleg börn Jenný mín, mikið til að vera stolt af. Já, þau vaxa of hratt dúllurnar.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.6.2007 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.