Leita í fréttum mbl.is

OG ENN Á NÝ..

 

..senda íslenskir dómstólar þolendum nauðgana og annars kynferðisofbeldis, skýr skilaboð.  Það er ekki mjög alvarlegt mál að verða fyrir nauðgun.  Tvö ár telja þeir mátulegt fyrir mann sem áður hefur verið dæmdur í 2-1/2 árs fangelsi fyrir samskonar brot.

Það er ekkert samræmi á milli dóma í fíkniefnabrotum t.d. og hinsvegar alvarlegum kynferðisafbrotum. Hamarþungi dómara er öllu meiri í fíkniefnadómunum án þess að ég sé að gera lítið úr þeim.

Er ekki að koma tími til að kynferðisbrot verði dæmd með tilliti til alvarleika þeirra og í samræmi við það sem fólkið í landinu telur að réttlátt sé.


mbl.is Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er enginn að bera saman þessi brot með þeim hætti sem þú setur fram.  Ég er einungis að benda á að það eru ekki erfiðleikar hjá dómstólum að nýta sér refsirammann í fíkniefnamálum en eitthvað virðast kynferðisafbrotin standa í þeim blessuðum.  Ertu að meina Arngrímur að þetta sé spurning um "magn" þeirra sem fyrir nauðgun verða?  Tveir þolendur eru nottla tertubiti í augum margra en mér finnst það tveimur of mikið.  Einhverjir hljóta að vera sammála mér þar sem nauðgun hefur sama refsiramma og morð.  Hvað er vandamálið?

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2007 kl. 20:27

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er löngu komin tími á að kanna afstöðu dómara til nauðgana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2007 kl. 20:39

3 identicon

Afstaða dómara til nauðgana? Ég ímynda mér að hún sé ekki mjög frábrugðin afstöðu okkar hinna... það virðist hins vegar vera lífseigur misskilningur að dómarar hafi frjálsar hendur við ákvörðun refsingar, svo framarlega sem hún falli innan refsirammans.

Fordæmi Hæstaréttar úr sambærilegum málum er réttarheimild sem verður að fylgja í meginatriðum og ef breyta á drastískt frá því þá þarf lagasetningu til. Hitt er annað mál að það er hægt að mjaka sér hægt og rólega frá fordæminu eins og dómstólar hafa verið að gera undanfarin ár í kynferðisafbrotamálum. 

Ef ég á að segja alveg eins og er þá finnst mér rétturinn hins vegar hafa mjakað sér of hægt í þessum málum... refsingar við fíkniefnabrotum hækkuðu allt of hratt að mínu mati (það gengur ekki í réttarríki að menn fái svona misþunga dóma fyrir sömu brot framin með stuttu millibili, án þess að lögum hafi verið breytt svo menn geti kynnt sér refsingar) en það er búið að fara óþarflega varlega í svona ofbeldismálum.

En ef við viljum að næsti nauðgari fái 3 1/2 ár í staðinn fyrir 2 1/2 þá er það verkefni fyrir Alþingi, ekki fyrir dómstóla. Ég get kynnt mér breytt lög áður en ég frem afbrotið en það er ekki hægt að kynna sér breyttan hug einhvers dómara fyrr en hann er búinn að dæma mig.

Páll Jónsson (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 21:10

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þetta Páll.  Mjög fróðlegt.  Ég er sammála með fíkniefnadómana, þeir hækkuðu svakalega hratt.  Eins og þeir séu ekki í samhengi við aðra dóma á landinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2007 kl. 21:31

5 Smámynd: Ósk Sigurðardóttir

Þá er bara að fara að hækka refsirammann í þessum málum - ekki verið gert hingað til !!! Eftir hverju eru menn að bíða?

Ósk Sigurðardóttir, 18.6.2007 kl. 22:19

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Afskaplega eru sumir blessunarlega lausir við að hafa þurft að horfa upp á afleiðingar nauðgunar eða barnaníðs. Manni fallast hendur. Aðeins örfáir þolendur????!!!! Heilu fjölskyldurnar eru lagðar í rúst gott fólk. Og ekki er óþekkt að fórnarlömb leita á náðir vímuefna þegar lífið verður þeim ofviða. Sumir enda á því að taka eigið líf.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.6.2007 kl. 23:06

7 identicon

Af hverju gerði það enginn flokkur það að kosningarbaráttumáli að hækka lágmarksrefsingu í kynferðisabrotum? Svo er fólk alltaf að bölva réttarkerfinu þegar það hefur valdið í hendi sér í raun.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 23:10

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Við vitum öll að dómarar hafa ekki völdin til að breyta lögunum. En Guð minn almáttugur þeir hafa samt sem áður meira svigrúm en þetta. Er það ekki hátt í 10 ár? Héraðsdómur dæmdi manninn í eitt og hálft ár.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.6.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.