Leita í fréttum mbl.is

SNÚRA

1

Ég var að velta því fyrir mér svona einu og öðru í sambandi við að vera óvirkur alki, á meðan ég horfði með öðru auganu á íslenska mini-óskarinn í sjónkanum.  Um að gera að nota tímann.  Síðan ég kom úr meðferð í fyrra er ekki hægt að halda því fram að ég hafi farið með það eins og mannsmorð að ég sé óvirkur alki.  Það er svona ákveðin trygging fólgin í því, fyrir mig, að hafa þennan  sjúkdóm minn uppi á borðinu og eftir að ég ákvað að blogga reglulega um hann, vita þeir sem lesa bloggið mitt hvernig málin standa.  Það hefur ekki farið hjá því að ég hafi fengið mis-gáfulegar og misfyndnar spurningar og athugasemdir frá fólki sem ég þekki og þekki ekki.  Ég er alls ekki hneyksluð á því að allir séu ekki með meirapróf á áfengissýki, enda er góður hluti fólks algjörlega fært um að drekka áfengi og þarf ekki að kynna sér þetta neitt sérstaklega.  En stundum hafa spurningarnar verið svakalegar krúttlegar (okokok og stundum ótrúlega heimskulegar) en ég hef frekar háan þolþröskuld gagnvart skilningsleysi fólks á þessu "vandamáli" mínu.  Nokkur dæmi frá gömlum vinkonum og kunningjakonum:

Spurning:  Ert þú alkahólisti?  Þú drakkst nú aldrei hérna í denn!!!

Svar:  Elskan við vorum vinkonur þegar við vorum 14, heilmikið vatn runnið til sjávar síðan (og ýmislegt fleira sem hefur bæði runnið og rúllað).

Sp: Geturðu grillað? 

Svar: Ha grillað jú, jú, ertu svöng??

Sp: Nei en geturðu grillað?  Það fá sér ALLIR BJÓR OG SOLLIS þegar fólk grillar (I rest my case)

Sp: Ég hef heyrt að YKKUR sé bannað að fara á böll og aðrar samkomur þar sem vín er í boði, þá mátt þú auðvitað ekki fara á böll er það?

Svar: Nei ég er með ökklaband sem er radartengt beint á lögguna.  Sko ég hætti að mestu að fara á böll fyrir 15 árum eða svo og það áður en ég byrjaði að drekka svo þetta er ekki vandamál.

Sp. Er það rétt að þeir byrji á að brjóta fólk niður í meðferðinni til að geta byggt það upp aftur?

Svar: Vogur er sjúkrastofnun ekki "boot camp" og þar er hlúð að fólki og allir voða góðir (Guð gefi mér æðruleysi, æðruleysi, æðruleysi).

Fullyrðing: Jenny þú hefur alltaf verið smá athyglissjúk, ertu ekki bara að láta svona eins og asni til að fólk vorkenni þér?

Sv: Hem, hem finnst þér það?  Það gæti verið, ég fékk allavega alveg svakalega athygli þarna síðustu mánuðina í búsinu, fólk beinlínis snéri sig úr HÁLSLIÐNUM þá sjaldan ég fór út úr húsi.  Kannski rétt kenning hjá þér kérlingarlufsa.

Ég vil taka fram að lokum að ég átti nokkrar vinkonur á árum áður sem voru ekki brekkur, ein og ein náði ekki einu sinni þúfustaðlinum og ég var svo sem ekki mjög´djúpvitur heldur.

Ég fer allavega edrú að sofa í kvöld (enda harðbannað fyrir alkóhólista að vera úti eftir klukkan átta nema í fylgd með fullorðnum, þeir gætu hrunið í það).

Get ég ekki flokkað svona snúrufærlsu undir íþróttir?  Ég drakk á við hvern meðal íþróttamann með sjálfsvirðingu.

Síjúgæs

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Það hefur komið fyrir að ég hef grillað alveg án þess að fá mér bjór. Þýðir það að ég kunni ekki að grilla? Annars forðast ég bæði brekkur og þúfur. Of mikið andlegt álag þú skilur. Kerlingarlufsa! Dóttir mín skammaði mig svo heiftarlega síðast þegar ég notaði það orð að ég hef ekki gert það síðan. Maður má ekki einu sinni blóta lengur!

...og jú elsku Jenný mín, ég er alveg að fara að blogga! Bissí dagur en aldrei of bissí til að kíkja á þig og leggja hjá þér örblogg

Laufey Ólafsdóttir, 16.6.2007 kl. 00:58

2 identicon

Þessi snúrublogg þín eru yndisleg - mér sýnist þetta allt vera svo kunnuglegt (svona miðað við reynslu þeirra óvirku alka sem ég þekki) að það megi nú bráðum fara að setja upp svona FAQ síðu

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 01:44

3 identicon

OMG Já ég þekki svona spurningar. Þegar ég fór í meðferð á sínum tíma bjó ég í litlu krummaskuði norður í landi. Ung stúlka sem var samferða mér inni á Vogi spurði mig hvort það bæri "ríki"á staðnum þar sem ég bjó, ég neitaði því. Þá spurði hún :hvernig geturðu verið alki þegar ekki er einu sinni ríki á staðnum sem þú býrð á? Það var læknir,apótek og svo átti ég þessar fínu brugguppskriftir svo ríkið var óþarft

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 09:15

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 16.6.2007 kl. 09:46

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur þið látið mig liggja í gólfi

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2007 kl. 10:18

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst þessar spurningar mjög kunnuglegar, þó þeim hafi ekki verið beint til mín, enda ekki ástæða til.  En ég kannast við þetta allt úr umræðunni.    En besta fulllyrðing sem hefur verið sögð við mig, var þegar við hjónin vorum á ferðalagi og tókum upp unga stúlku sem var á puttanum, á Tröllatunguheiði ef mig misminnir ekki.  Og hún vildi endilega deila með okkur nýfenginni visku sinni, og spurði; vitiði hvaðan mjólkin kemur ? Við horfðum á hana og vorum að spá í hvað hún meinti.  Jú hún kemur sko úr kúm.  Sagði táningurinn hreykin.  Þetta var sum se nýfengin sannleikur hjá henni blessaðri. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2007 kl. 11:20

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, þvílíkt dásemdarfólk sem þú hefur þekkt ... arggggg!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.6.2007 kl. 14:39

8 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ég þarf greinilega að taka upp þann sið að fá mér bjór þegar ég grilla...sé ekki alveg tenginguna en get svo sem reynt..

Brynja Hjaltadóttir, 16.6.2007 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband