Leita í fréttum mbl.is

AUKAFLOKKAR

1

Ég er mikið fyrir aukaflokka á Moggablogginu.  Nota þá óspart.  Mér finnst sárlega vanta fleiri sollis.  Hér eru hugmyndir fyrir ritstjórnina:

Harðangur og Klaustur

Brauð og kökur

Saurgerlarannsóknir

Skautahlaup og vatnaballett

Migreni á Grænhöfðaeyjum

Vatnsbúskapur kaktusa

Danskt fjallaklifur

E-vítamín

Skyrbjúgur

Sjúkdómar og viðhald þeirra

Tímarit og krossgátur

Ég gæti nefnt fleiri flokka en tek þessa sérstaklega þar sem mig hefur svo lent í alvarlegum vandræðum þegar ég hef skrifað um ofangreind efni.  Plís gerið eitthvað strákar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jamm, þetta skortir tilfinnanlega, alveg sammála. Einnig væri flott að hafa t.d. Bændur og búalið, fegurð og fallvaltleiki, fréttir og fáránleiki ... osfrv.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.6.2007 kl. 11:20

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir


Einmitt flokkarnir sem mig hefur vantað! Svo er það líka "bull og vitleysa" og "skrafað og skrumskælt" þá verð ég alheil kona

Laufey Ólafsdóttir, 13.6.2007 kl. 11:44

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...ó sorry, Harðangur og Klaustur dekkar þetta víst.

Laufey Ólafsdóttir, 13.6.2007 kl. 11:45

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þyrfti eiginlega að panta sérflokk líka undir bold bloggið hennar Gurríar. Jenný ég get ekki beðið eftir næsta bloggi frá þér um skyrbjúg.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.6.2007 kl. 11:55

5 identicon

Tek undir með þér, mig hefur oft vantað flokk, en mín vöntun er greinilega mjög leiðinlega venjuleg í samanburði við málaflokka eins og danskt fjallaklifur, harðangur og vatnaballett  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 12:56

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

og hvar er flokkurinn um fjármál?

Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2007 kl. 13:05

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

fjármál munu verða sett undir saurgerlarannsóknir.  Það liggur í hlutarins eðli.  Er Húsið algjörlega búinn að fokka upp rökhugsuninni hjá þér woman?

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2007 kl. 14:05

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ Jennslan mín þú ert nú alveg óborganleg 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.6.2007 kl. 15:41

9 identicon

Þú getur búið til alla þá flokka sem þér dettur í hug. Sjálf er ég með flokkin hausatalningar - sem ritstjórninni hafði einhverra hluta vegna ekki dottið í hug...

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 21:51

10 Smámynd: Ibba Sig.

Híhí Jenný, þú ert alveg milljón þegar þú tekur þig til.  

Ibba Sig., 14.6.2007 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.