Leita í fréttum mbl.is

BLÁIR DAGAR

1

Dagurinn í gær var blár dagur.  Ég var á víðtækum bömmer.  Sumir dagar eru bara svona frá því að kona opnar augun á morgnanna og svo heldur dagurinn áfram að gefa manni á kjaftinn.  Eða þannig.  Sem betur fer eru fáir dagar verridagar.   En það var sem sagt allt ómögulegt í gær:

1. Inga-Lill að fara og hvenær skyldi ég sjá hana næst?  Kannski aldrei (hér var traumakennt ástand mitt orðið verulega slæmt)!

2. Ég var búin að leita í öllum Hagkaupsverslunum á Stór-Reykjavíkursvæðinu að ítölsku kryddbrauði, ekki agnarögn fannst en hvítlauksbrauðin voru jafn mörg og New-York búar.  Skipulögð aðför Jóa Fel og kollega að mér prívat og persónulega.

3. Ég týndi lyfjaskírteininu mínu um daginn, þe þessu sem ég þarf að framvísa þegar ég næ í blóðhnífa, sprautunálar Devilog fl. tengt minni sykursýki og ég lenti í veseni út af því.  Ekkert minna en tilraun til morðs á minni eðlu persónu af hendi apótekarans sem vildi fá að vita nánar um afdrif skírteinis.

4. Við grilluðum nautavöðva og fleira góðgæti, kartöflurnar skruppu saman í Barbie-kartöflur vegna þess að ég gleymdi þeim á grillinu af því að ég átti svo bágt.  Skipuleg aðför kartöflubænda að mér  þarna á ferðinni auðvitað.

5. Ég velti fyrir mér af hverju suma daga gengi svona illa að vera Pollýanna og helvítið hún POLLÝANNA var á dagskrá sjónvarpsins.  Skipulögð aðför RÚV að geðheilsu minni.  OMG!

Eitt og annað fleira kom upp, mun alvarlega en þetta sem ég set niður á blað, en það er bannað börnum og bloggvinir mínar allir viðkvæmar kjéddlingar sem geta ekki horft á tveggja lófa myndir og ekki lesið um alvöru skítakaraktera eins og mig á bláum degi.

Ég er búin að ná mér.  Grét heilan hafsjó af tárum, argaði hljóðlátlega og vorkenndi mér af öllum krafti, enda enginn annar tilbúinn til að skilja mína stóru harma. 

LofjúgæsHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Knús til þín Helvítis Pollýanna. Gott ég kveikti ekkert á sjónvarpinu í gær. Sumir dagar eru bara svona, þá er alltaf best að leggja sig bara og vona að sá næsti verði betri. Líka gott að hreinsa út öðru hvoru. Þú ert best! 

Laufey Ólafsdóttir, 9.6.2007 kl. 13:04

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þú ert yndisleg.  Annars eru flottar samsæriskenningar þarna í gangi og hver veit nema ég skrifi handrit, byggða á þeim einhvern tíma. En þú svaraðir mér ekki bóninni um ritstuld um upplifun þína í bláa lóninu. Má ég taka því sem algildu ''þögn er sama og samþykki'' eða er þetta nýja formið ''þögn er merki um vanþóknun'' ?

Jóna Á. Gísladóttir, 9.6.2007 kl. 13:17

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mundu bara að við erum hér, og það er ágætt að ræða hér við okkur og fá knús og kram elsku Jenný mín.  En stundum er lífið bara svona.  Ég held að það hljóti að koma fyrir hjá öllum.  Þá er bara að þrauka, og þreyja Þorrann og Góuna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2007 kl. 13:21

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk elskurnar og Jóna í mínu tilfelli þar sem ég sjálf er rithöfundur þá þarft þú audda upplýst samþykki.  Hugmyndin er þín...... og mín! Gjörsvovel í boði hússins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2007 kl. 13:43

5 identicon

Vá, ég er alveg úti að aka í blogginu þínu - Ég fór á fullt í gær í alls kyns útréttingar, tiltekt (svona í bland við vinnuna mína, þessa venjulegu) í gær og fram á nótt. Svo var það brautskráningin í morgun og síðan þá eru komnar hvorki meira né minna er FJÓRAR færslur frá þér sem ég hef ekki komist yfir. Ég er að hugsa um að setja upp fastan blogglestrartíma á stundaskrána hjá mér svona til að missa ekki af neinu - þú veist hvað færslurnar þínar eru mikilvægar, maður missir ekki af þeim svona að gamni sínu.

En - svona eru þeir þessir dagar, sumir á bleiku skýi aðrir bláir og líklega allt þar á milli. En alveg sama hvernig þeir eru á litinn, þá ert þú alltaf þú með þína fallegu sál - mundu það - og líka það sem Einar Áskell sagði einhvern tíma. Ef að væri aldrei leiðinlegt þá vissi maður ekki hvenær það er skemmtilegt  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 14:00

6 identicon

Stundum er maður demantur og stundum bara steinn, verða ekki að vera leiðindi svo maður geti haft það skemmtilegt... ef það væri alltaf skemmtilegt myndi það ekki bara venjast og verða leiðinlegt á endanum.. eða þannig, kannski þversögn... en whatever.

Shrug

DoctorE (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 14:10

7 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Játa að vera viðkvæm grenjandi kerling

Brynja Hjaltadóttir, 9.6.2007 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.