Leita í fréttum mbl.is

TIL ÍSLANDS ÁÐUR EN ÉG DEY???

1

Ég er smá hrifin af Stóns, svona eins og þeir voru.  Áður en að þeir urðu háaldraðir menn.  Núna finnst mér þeir skrautlegir eldri borgarar með flotta fortíð.  Músíkin er æði og karlarnir flottir.  Richard er einn sá skemmtilegasti að fylgjast með.  Maðurinn er bilað krútt.

Nú rokkhundarnir eru að túra um Evrópu og hófu ferðalagið í Belgíu þar sem þeir léku fyrir 33.000 aðdáendur.  Svo mikill áhugi var fyrir tónleikunum að gríðarlegt umferðaröngþveiti myndaðist, en bílaröðin var 50 km. löng sem er ca. leiðin frá Reykjavík til Selfoss.

Karlangarnir hafa greinilega enn eitthvað fram að færa.  Hvenær ætla mennirnir að spila á Íslandi?


mbl.is Rolling Stones ollu gríðarlegu umferðaröngþveiti í Belgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú meinar áður en þeir deyja

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 00:59

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta sýnir bara að aldur skiptir ekki máli nema maður sé ostur og útlit nema maður sé hestur! Þeir viðhalda sér í einhverjum æskubrunni sem hefur mest áhrif á innri manninn ... ummm, welll, vonandi koma þeir til Íslands. Hugsa að ég færi á þá tónleika þótt ég sé meira fyrir Radiohead ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 01:12

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég "sá" þá í London í fyrra.  Að vísu ofmælt að ég hafi séð nokkuð, sitjandi hálfsjónlaus á aftasta bekk.   Ágætir alveg kapparnir og stórgaman að fylgjast með áheyrendum í kring sem gjörsamlega snöppuðu og hristu sig. 

Díííí, mig langar svo á Genesis tónleika.

Anna Einarsdóttir, 7.6.2007 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband